Skagablaðið


Skagablaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 3
- segir Laufey Siguröardóttir, sem er komin heim í sumarfrí a.m.k. „Kcppnistímabilið hjá mér endaði nú kannski ekki eins skemmti- lega og ég hafði vonast til því ég meiddist í bikarúrslitaleiknum gegn Siegen þann 3. maí og missti algerlega af úrslitakeppninni um þýska meistaratitilinn,“ sagði knattspyrnukonan Laufey Sigurðardóttir, sem í vetur lék með Bergisch Gladbach, er Skagablaðið spjallaði við hana um helgina. Laufey kom heim í síðustu viku og hóf strax vinnu á Sjúkrahúsi Akraness. Við spurðum hana fyrst hvort hún færi aftur út. „Ef allt gengur upp fer ég út á ný þann 24. ágúst en eins og staðan er núna er alls ekki víst að ég fari aftur. Ég hef átt í mestu vandræðum með að fá atvinnu- leyfi, þar sem ísland er ekki aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu, en það er verið að reyna að koma þeim málum á hreint. Takist það ekki verð ég áfram hérna heima.“ í hælaverksmiðju — Við hvað varstu að vinna þarna úti? „Nú síðast vann ég í skóhæla- verksmiðju og ég held að það sé eitthvað það daprasta sem ég hef gert um ævina. Megnið af starfs- liðinu eru Tyrkir, sem ekki víla fyrir sér að vinna myrkranna á milli, virka daga jafnt sem helgar, fyrir kaupi sem enginn myndi láta bjóða sér nema þeir. Ef ekkert betra býðst en það á ég ekkert erindi þarna út á ný.“ —Eru einhverjar greiðslur til leikmanna í kvennaboltanum þarna úti? „Nei, það eru engar beinar peningagreiðslur, a.m.k. ekki hjá okkur. Félagið borgaði reyndar fyrir mig húsaleigu, sem reyndar snerist upp í heilmikið mál þegar hinar í liðinu komust að því, svo að hluta af fargjaldinu mínu en annað er það ekki. Allar fá reynd- ar ferðapeninga til og frá æfinga- svæðinu því leikmenn búa mis- jafnlega langt frá vellinum." — Keppnistímabilið endaði ekki vel hjá ykkur, segðu okkur nánar frá því. „Nei, þetta var hálfslakur endir hjá okkur. Bikarúrslitaleikurinn fór fram í Berlín, á undan leik Stuttgart og Bayern Munchen, að Byggingahappdrætti ÍA: Utanlandsferðir á miða 576 og 4197 Dregið var í byggingahappa- drætti ÍA miðvikudaginn þann 25. júní á skrifstofu fógeta, en vinningar eru alis 15. Eftirtaldir miðarhlutu vinning: 1. utanlands- ferð nr. 576, 2. utanlandsferð nr. 4197, 3. örbylgjuofn nr. 5004, 4. örbylgjuofn nr. 1362, 5. mynd- bandstæki nr. 2472, 6. mynd- bandstæki nr. 242, 7. saumavél nr. 1236, 8. saumavél nr. 969, 9. hrærivél nr. 5088, 10. hrærivél nr. 1163, 11. ryksuga nr. 2868, 12. ryksuga nr. 2270, 13. ryksuga nr. 808, 14. reiðhjól DBS nr. 4287, 15. reiðhjól DBS nr. 5030. Vinningshafar setji sig í sam- band við Þröst Stefánsson í síma 2124. viðstöddum 60.000 áhorfendum. Það eitt að leika fyrir framan þann fjölda var ævintýri út af fyrir sig en leikurinn tapaðist 0:2 gegn Siegen. Ég meiddist í fyrri hálf- leiknum en lék nú leikinn til enda en síðan kom í Ijós að meiðslin voru verri en ég hélt þannig að ég hef nánast ekkert spilað síðan.“ Skellur í úrslitunum — Þú hefur þá alveg misst af úrslitakeppni um meistaratitil- inn? „Já, algerlega. Okkur gekk reyndar vel í 16-liða, 8-liða og undanúrslitaleikjunum en leikið er heima og heiman með sama fyrirkomulagi og í bikarkeppni. Reyndar var þetta naumt hjá okkur í undanúrslitunum. Við unnum Bayern Munchen 3:0 úti en töpuðum 0:2 heima. 1 úrslita- leiknum gegn Frankfurt, sem m.a. hafði slegið Siegen út, gekk liðinu ágætlega allt þar til í lok fyrri hálfleiksins að Frankfurt skoraði. Eftir það hrundi leikur okkar og úrslitin urðu 5:0 Frank- furt í vil. Ég sat á bekknum í þessum leik en kom ekkert inn á.“ Meiri agi Á heildina litið sagði Laufey knattspyrnuna í V-Þýskalandi að mörgu leyti svipaða hér. Tækni leikmanna væri svipuð en hins vegar hefu þýsku stelpurnar yfir að ráða meiri líkamsstyrk og hraða. „Ég held t.d. að hraðinn einn gæti farið illa með íslenska landsliðið þegar það mætir því þýska hér heima í lok þessa mánaðar,“ sagði Laufey. Eitt sagði hún þó hafa verið meira áberandi í Þýskalandi en hér heima en það væri margfaldur agi á borð við það sem hér þekktist. Fylgst væri mjög náið með stelp- unum og þær t.d. vigtaðar í hverj- um mánuði. „Sjálf hef ég aldrei verið í eins góðu formi og í vetur,“ sagði Laufey. Eins og fram kom hér fyrr í greininni verður viðdvöl Laufeyj- ar hér heima ekki nema nokkrar vikur ef mál hennar fara eðlilega leið. Komi hins vegar babb í bátinn verður hún hins vegar áfram hér á Skaganum, en eins og hún sagði sjálf: „Það er allt undir því komið hvort ég fæ vinnu hér eða ekki.“ Laufey í harðri baráttu í leik. birtist í síðasta Skagablaði, misritaðist að umsóknarfrestur væri til 16. dgúst. Hið rctta er að hann er tii 16, júií. Þetta leiðréttist hér með. Startsmaður óskast Svæðísstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi óskar að ráða starfsmann í hálfa stöðu við dagvístun fatlaðra á Akranesi. Frekari upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 93-7780 frá kl. 09.00 - 12.00 alla virka daga. Umsóknír berist fyrir 18. júlí næstkomandi. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi, Gunnlaugsgötu 6A, 310 Borgarnesi. TARIÐ EFTIR! Stjóm FR-deildar 11. Hver getur hér á Akranesi leigt FR-deild 11 1-2 herbergi undir skrifstofu og til fjarskiptaumsvifa. Þeir, sem hafa áhuga, góðfúslega hafi sambar.d ísíma 2071 (Aage)eða 1782(ÁsmundurUni)efíir klukkan 18.00. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.