Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 11.03.1987, Qupperneq 1

Skagablaðið - 11.03.1987, Qupperneq 1
Lægstbjóðanda í síðari áfanga Grundaskóla hafnað af meirihluta bæjarstjómar í gær „Erfið en engu að síður óhjákvæmileg ákvörðun(< Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti á fundi sem stóð langt fram eftir kvöldi í gær, að fara að til- mælum framkvæmdanefndar byggingar Grundaskóla og hafna lægstbjóðanda, Guðmundi Magnússyni, þrátt fyrir að tilboð hans í síðari áfanga Grundaskóla væri einni milljón króna lægra en tilboð Tréverks og Fjölnis, sem samþykkt var að taka. Geysilega miklar umræður hafa verið um þetta útboð bæjarins undanfarna daga og vikur og eru menn ekki á eitt sáttir hvernig staðið var að málum. „Þetta er að vísu fullkomlega löglegt en að sama skapi siðlaust,“ sagði lög- fróður maður sem Skagablaðið ræddi við. Ekki hefur það orðið til þess að draga úr gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar í þessu máli, að helsti forkólfur Fjölnis, annars fyrirtækisins sem hreppti hnossið að lokum þrátt fyrir hærra tilboð, var kosningastjóri Framsóknar- flokksins fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Ofan á þessa staðreynd bætist svo önnur, sú að bærinn hefur í 95% tilvika undan- farin ár tekið lægsta tilboði í verk sem boðin hafa verið út. Skagablaðið náði sambandi við Ingibjörgu Pálmadóttur, forseta Skagablaðið á fimmtudag Skagablaðiö verður ekki á ferðinni fyrr en á fimmtudag í næstu viku en þá mun fermingargjafahandbók jafnframt fylgja blaðinu. Þessa dagana er unnið að vinnslu hennar og þeir auglýsendur sem hafa hug á að vera með í henni eru beðnir að hafa samband við blaðið í símum 2261 eða 1397 í síðasta lagi á föstudag. Ferming- argjafahandbókinni verður dreift í öll hús í bænum og einnig mun hún liggja frammi í verslunum. bæjarstjórnar, í morgun og spurði hana hvaða ástæður hefðu legið að baki því að lægsta tilboðinu var hafnað. „Þetta var erfið ákvörðun en nauðsynleg, einfaldlega vegna þess að þetta verk má ekki fyrir nokkurn mun dragast. Verði skól- inn ekki tilbúinn til notkunar í haust kostar það ekki aðeins auk- in útgjöld fyrir bæinn heldur veld- ur það verulegri röskun. I ljósi fyrri samskipta bæjarins við Guðmund Magnússon, þar sem hann hefur átt í verulegum erfið- leikum með að standast tíma- mörk, fannst mcr persónulega óhjákvæmilegt annað en að hafna honum,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir. Guðbjöm yfiríKA Guðbjörn Tryggvason, ein styrkasta stoð Akranesliðsins í knattspyrnu það sem af er þess- um áratug, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA á Akur- eyri og leika með norðanmönn- um í 1. deildinni í sumar. I stuttu spjalli sagðist Guð- björn ekki vilja útlista hvers vegna hann hefði tekið þessa ákvörðun en þetta hefði verið í deiglunni um nokkurt skeið. Sagðist hann myndu flytja til Akureyrar eins fljótt og auðið væri. Þjálfari KA er annar Skaga- maður, Flörður Helgason, þannig að Guðbjörn verður í góðum höndum í sumar. Bamasöngleikurínn „Ull í gull“ fmm- Skipt um hluta ofns- ins hjá SR Undanfarið hefur verið unnið við að skipta um hluta brennslu- ofnsins hjá Sementsverksmiðju ríkisins og hefur verkið gengið greiðlega þrátt fyrir að þarna hafí verið meðhöndlaðir hlutir, sem skipta tugum tonna að þyngd. Sjálfur ofninn er jafngamall verk- smiðjunni, sem hóf starfrækslu 1958 og því orðinn 29 ára gamall. Hann er í gangi allan ársins hring og álagið á honum því geysilega mikið. Sá hluti ofnsins, sem skipt var um, vegur hvorki meira né minna en 20 tonn að þyngd og nýi hlutinn var jafnvel enn þyngri eða 23 tonn. Þetta er sá hluti ofnsins sem mest hitnar við brennslu. Jafn- framt var skipt um svokallaða legu og vegur hún lítil 17 tonn. Til þess að annast allar þessar tilfærsl- ur þurfti að fá 90 tonna krana. Eins og nærri má geta hefur öll brennsla legið niðri á meðan á við- gerðinni hefur staðið en það hefur hreint ekki komið niður á starfs- mönnum því þeir hafa notið 17% kaupauka á meðan á þessu verki hefur staðið, auk þess sem sumir starfsmanna hafa fengið sérstakar álagsgreiðslur. syndur í Bíóhöllinni á sunnudaginn Barnasöngleikurinn „Ull í gull“ verður frumsýndur í Bíóhöllinni kl. 15.30 á sunnudaginn. Á fjórða tug nemenda, aðallega úr Brekkubæjarskóla, tekur þátt í uppfærslu verksins en æfingar hófust strax síðastliðið haust. Að sögn Guðbjargar Árnadótt- ur, sem leikstýrir verkinu, er hér um að ræða breskan söngleik sem byggir á hefðbundnu ævintýri um konung og malaradóttur, sem 1 verður drottning hans. Faðir hennar malarinn lýsir henni sem mestu kostakonu og segir hana m.a. geta spunnið gull úr ull. Þeg- ar á reynir getur hún auðvitað ekki staðið við gefin fyrirheit og hún kemst í bobba. Birtist þá púki nokkur og býðst til að liðsinna henni gegn því að hún eftirláti honum son sinn. Drottninggengst inn á það en til þess að halda syn- inum verður hún að geta upp á nafni púkans. Uppistaða þátttakenda í verk- inu er 25 stúlkna kór, sem æft hef- ur frá í haust undir stjórn Guð- mundar Norðdal. Hann hefur sömuleiðis haft veg og vanda af æfingum hljómsveitarinnar, sem leikur undir í verkinu, en hana telja tæplega 9 börn. Leikmynd er eftir Bjarna Þór Bjarnason, sem notið hefur aðstoðar nemenda úr 9. bekk sem tóku leikmyndagerð sem valfag í skólanum. Hrönn Eggertsdóttir annast förðun og Helga Garðarsdóttir búninga. Ljósahönnuður er hins vegar Jón Sigurður Þórðarson. Sem fyrr segir verður frumsýn- ingin á sunnudag kl. 15.30 en söngleikurinn verður svo sýndur á mánudag kl. 14 og aftur kl. 20.30. Skagablaðið tók meðfylgjandi mynd á æfingu í Bíóhöllinni síð- degis í gær og er óskandi að bæjar- búar fjölmenni á þennan menn- ingarviðburð ungu kynslóðarinn- ar um helgina.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.