Skagablaðið - 11.03.1987, Side 10

Skagablaðið - 11.03.1987, Side 10
Reynir Þorsteinsson, form. Goffklúbbsins Leynis: „Langþreyttir á kæmleysi hesteigenda11 „Ég verð nú að segja hreint út að fréttin ykkar um skemmdir á golfvellinum af völdum hesta í síðustu viku vakti ekki eins mikla kátínu hjá okkur Leynismönnum eins og hún virtist gera hjá ykkur,“ sagði Reynir Þor- steinsson, formaður golf- klúbbsins Leynis, er hann kom að máli við blaðið. „Staðreyndin er sú, að atburðir sem þessir gerast orðið á hverju ári og við erum orðnir langþreyttir á kæru- Ieysi hestaeigenda í nágrenni við okkur.“ Reynir sagði, að í þetta skiptið hefðu skemmdir ekki orðið eins miklar og stundum áður en það breytti ekki þeirri staðreynd, að sífelldur ágangur hrossa væri þeim Leynismönnum áhyggju- efni. Oftlega væri erfitt að græða upp sár á flötum vallarins, sem hestar ynnu, og þess væru dæmi að það tæki heilt sumar fyrir völl- inn að ná sér. Flatirnar væru við- kvæmasti hluti vallarins og mikil vinna væri lögð í að gera þær eins vel úr garði og kostur er. Það væri því sárt að horfa upp á þá vinnu eyðilagða af ferfætlingum sem sloppið hefðu úr girðingu.“ Sagði Reynir að endingu, að það væri rétt eins og hestaeigend- ur gerðu sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd, að þeir væru ábyrgir fyrir skemmdum sem hross þeirra yllu. Komið hefði til kærumáls vegna ágangs hrossa á Garðavelli þeirra en hins vegar væri þetta til- tekna atvik enn óupplýst. Útvarpsstöð sett á stofn innan Fjölbrautaskólans w Eins og við skýrum frá hér á baksíðunni er fyrirhuguð Hátíð rís- andi sólar á vegum nemenda Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þá var minnst á að útvarpsstöð, Fjölrás mun hún heita, yrði starfandi á meðan á hátíðinni stæði. Við höfum frétt að sent verði út á FM bylgju 104. Sent verður út í dag til kl. 24, á morgun frá kl. 10 til 15 og aftur frá kl. 19 til 24 og á föstudaginn frá kl. 10 til 15. EinSTAKIega gaman Það var feikilegt fjör á árshátíð starfsmanna Akraneskaupstaðar á laugardagskvöld. Eitt besta atriði kvöldsins var hljómsveitin „Mundi og moðkálfarnir" þar sem fyrrum meðlimur Beatnicks, sjálfur bæjarstjóri, fór á kostum. Hann er á neðri myndinni en bæjarritarinn á þeirri efri. Fjör í Fjöfbraut: la Rio“ Hátíð rísandi sólar hófst ■ morgun með pompi og pragt innan veggja Fjölbrautaskól- ans eins og við skýrðum frá að stæði til í síðustu viku. Dagur- inn var notaður til fyrirlestra- halds og áttu nemendur von á fjórum góðum gestum, þar af einunt frá Ghana með fyrirlest- ur umland og þjóð. Ætlunin var að nú síðdegis færi fram heljarmikill gjörning- ur á skólalóðinni með þátttöku tveggja fyrirlesaranna, Gunn- ars Kristinssonar, tónlistarsál- fræðings, og Abou Dhor. dans- ara og ásláttarsérfræðings, og 3-400 nemenda skólans. Von- andi er að vel hafi tekist til. Morgundagurinn verður að mestu notaður tíl undirbúnings fyrir lokahnykkinn á föstudag. Þann dag mega bæjarbúar híns vegar eiga von á meiri háttar uppákomu því nemendur skól- ans ætla sér þá að setja allt á annan endann með heljarmik- illi skrúðgöngu „a la Rio“. Verður gengið fylktu liði frá skólahum að „Sóla-hringnum“ fræga við innkeyrsluna í bæinn og þaðan tekið beint strik niður á Akratorg, þar sem einhver stóruppákoma verður. Hátíð rísandi sólar, sem leysir hina hefðbundnu „opnu viku“ nemendanna af hólmi þar sem hún var orðin úr sér gengin og höfðaði lítt til nemenda, lýkur að Hlöðun á föstudagskvöld, þar sem nemendur Fjölbrautaskólans snæða kvöldverð og skemmta sér við ásláttarleik og fleira. Ætla að eyða jól- unum í háloftunum Skátar frá Akranesi munu heldur betur leggja land undir fót í lok þessa árs, en þá mun 16 manna hópur fara á Jamboree skátamót sem haldið verður í Ástralíu. Einn þeirra sem ætlar að leggja hálfann hnöttinn að baki sér er Hjörtur Hróðmars- son. Skagablaðið hitti hann að máli nú á dögunum og spurði hann frekar út í þessa ferð. Hjörtur sagði okkur að hópur- inn héðan væri sá næst stærsti sem færi á mótið héðan frá ís- landi, en Kópavogsbúar hafa vinninginn en þaðan fara 17 manns. Hjörtursagði aðbrottför héðan frá íslandi yrði á Þorláks- messu og þá flogið til London og þaðan á Aðfangadag, þannig að hópurinn frá Islandi héldi jólin í háloftunum á leið til Ástralíu. Hjörtur sagði að mótið yrði haldið í bæ sem heitir Cataract og er um 60 kílómetra sunnan við Sydney og á þeim tíma væri meðalhitinn á þessum slóðum 38 gráður á Celsíus. Jamboree skátamót eru haldin á fjögurra ára fresti og síðast var mótið haldið í Kanada og fóru þá tveir þátttakendur frá Akranesi. Hjörtur sagði að nú með vorinu og í sumar ætlaði hópurinn að vera með fjáraflanir til styrktar ferðinni. Ljósastikur eknar niður í tugatali Það er undarlegt hvað menn geta tekið sér fyrir hendur til þess að drepa tímann og eyðileggja almannaeigur um leið. Gott dæmi þessa má nú sjá á Akranes- afleggjaranum, þar sem ljósastik- ur í vegarkantinum hafa verið brotnar á alllöngum kafla. Að sögn lögreglu hafa á milli 70 og 100 stikur verið brotnar og leik- ur enginn vafi á því að þarna hefur verið skipulega staðið að verki. Líklegast er talið að einhver ofsa- kátur jeppaeigandi hafi þrætt veg- kantinn og brotið stikurnar. Framferði sem þetta er auðvit- að með öllu óþolandi auk þess sem tilgangurinn er vandséður. Ekki aðeins kostar sitt að setja upp nýjar stikur heldur eru þetta mjög þörf öryggistæki, sem koma í góðar þarfir þegar skyggja tekur. Hafi einhver séð til þeirra eða þess, sem þennan hvimleiða verknað unnu, eru það tilmæli lögreglunnar að hugsanlegir sjón- arvottar gefi sig fram hið fyrsta.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.