Skagablaðið - 25.02.1988, Qupperneq 12
m Skagablaðið
Wa
KIRKJUBRAUT 4-6
Húsnæiisekla lögreglunnar á Akranesi:
Em verðir lag-
anna á uppleið?
Svo kann að fara að húsnæðis- Gísli Gíslason, bæjarstjóri,
vandamál lögreglunnar verði leyst sagði í samtali við Skagablaðið í
til nokkurra ára með því að taka 2. gær, að þessi lausn væri í sj álfu sér
hæð hússins að Kirkjubraut 8, þar ekki slæm sem bráðabirgðalausn
sem Tónlistarskólinn hefur nú en hann vildi fá nákvæmar tíma-
aöstöðu, undir lögreglustöð. setningar, þ.e. til hversu langs
Dómsmálaráðuneytið er hlynnt tíma þessi lausn ætti að gilda.
þessari lausn og bæjaryfirvöld Stjórnsýsluhús væri í undirbún-
munu hafa tekið þokkalega í ingi og lögreglunni væri hugaður
hana, svo framarlega að skilyrt sé staður innan veggja þess og því
aðhérséaðeinsumlausntilnokk- væri mikilvægt að vera á verði
urra ára að ræða. Gefur auga leið gagnvart bráðabirgðalausnum
að huga þyrfti að húsnæði fyrir sem kannski aldrei sæi fyrir end-
Tónlistarskólann í famhaldi af ann á.
þessu brambolti.
Fengu gullmerki ISI
Þeir Haraldur Sturlaugsson og Gunnar Sigurðsson fengu báðir gullmerki ÍSÍ á fyrri þingdegi f A-
þingsins í gær. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, ávarpaði þingið og notaði tækifærið og afhenti þeim Har-
aldi og Gunnari þessa æðstu viðurkenningu íþróttahreyfingarinnar fyrir frábær störf af íþróttamálum á
liðnum árum og áratugum. Var þeim klappað innilega lof í lófa enda eflaust allir sammála um að þeir
séu báðir einkar vel að þessari viðurkenningu komnir. Myndin er af þremenningunum, Gunnari, Har-
aldi og Sveini Björnssyni, forseta ÍSÍ.
Braggi Jóns Björgvinssonar dregur dilk á eftir sén
Lögmaður fer fram á
miiíjóna króna bætur
Séð inrt ístúdíóið í risinu að Kirkjubraut 8. Parna sendir „l'Jtvarp Akra-
' út í um 40 klukkustundir um aðra helgi.
Ekki ætlar að ganga and-
skotalaust að jafna ágreining
bæjarins og Jóns Björgvinssonar
vegna bragga, sem Jón átti við
Þjóðbraut (gamli Vísis-
bragginn). Bæjarstjóri fékk fyrir
skömmu bréf frá lögmanni Jóns,
þar sem farið er fram á bótakröfur
Útsendingar „Útvarps Akraness" hefjast á föstudag í næstu viku:
Sent út í allt að 41 klukkustund
úr risinu fyrir ofan verði laganna
Útsendingar „Útvarps Akraness“ hefjast formlega kl. 13 annan
föstudag, þ.e. 4. mars. Sú breyting hefur orðið á, að ekki verður
útvarpað frá Arnardal eins og áætlað hafði venð heldur verður
útvarpsstöðin til húsa í húsnæði tónlistarskólans við Kirkjubraut.
Innréttað hefur verið stúdíó í risi hússins til afnota fyrir nemendur
skólans og fær „Útvarp Akraness“ afnot af því, auk þess sem veitt
verða afnot af einni kennslustofu.
Verða bækistöðvar stöðvarinnar þar alla aðra helgi.
Sent verður út á tíðninni 91.00
á FM-bylgju og er ráðgert að
senda út í allt að 41 klukkustund
frá kl. 13 á föstudag fram til kl.
16 á sunnudag. Heildarlengd
dagskrár ræðst nokkuð af lengd
næturvaktanna bæði útsending-
arkvöldin en stefnt er að útsend-
ingu til kl. 04.
Mikil vinna hefur verið lögð í
að gera dagskrá útvarpsins þann-
ig úr garði, að þar sé eitthvað við
sem flestra hæfi. Sem dæmi má
nefna, að boðið verður upp á
skemmtiþátt, spurningaþátt, þar
sem kennarar grunnskólanna
etja kappi saman, viðtalsþátt,
þátt um bæjarmálefni, þátt um
íþróttir, auk þess sem tónlistar-
skólinn kynnir starfsemi sína í
einum þætti. Árni Ibsen verður
með þátt, sem ber heitið „Fjallið
sem skipti litum" og Helgi Dan-
íelsson verður dagskrárstjóri í
eina klukkustund auk þess sem
slegið verður á þráðinn til nokk-
urra Akurnesinga erlendis.
Eins og áður hefur komið fram
eru það Sundfélag Akraness og
Skagablaðið sem standa að þess-
ari útvarpsstöð, sem sett er á
laggirnar til þess að afla Sundfé-
laginu fjár. Ljóst er að hér er um
að ræða áhættufyrirtæki því tii-
kostnaðurinn við útvarpsstöðina
er verulegur þó svo að vinna við
hana verði að mestu leyti innt af
hendi án endurgjalds. Söfnun
auglýsinga hefur gengið mjög vel
það sem af erogtelja máfullvíst,
að fjárhagslegur ávinningur
Sundfélags Akraness verði ein-
hver.
Sjá nánar um dagskrána í aug-
lýsingu á bls. 7.
vegna miðurrifs braggans.
I bréfi Steingríms Þórðarsonar,
lögmanns, fer hann fram a bætur
að upphæð eitthvað á aðra milljón
króna fyrir niðurrif umrædds
bragga. Ennfremur fer hann fram
á að umbjóðandi hans fái greidda
leigu vegna húsnæðis sem hann
þurfi nú að leigja eftir að bragginn
var rifinn. Þá er í bréfinu bóta-
krafa vegna skemmda á bílalyftu
og loks krafa um bætur vegna
rússajeppa sem sagður var hafa
skemmst og mun rétt vera.
Jeppinn er hins vegar ekki í
eigu Jóns og réttur eigandi hans
hefur tjáð bæjaryfirvöldum að
hann muni tæpast leita eftir bót-
um enda jeppinn hálfónýtur. Vart
þarf að taka það fram, að öllum
kröfum lögmannsins hefur verið
hafnað.
Samkvæmt upplýsingum bæjar-
yfirvalda átti að vera búið að rífa
umræddan bragga fyrir 15 árum,
skv. lóðarsmningi. Það dróst hins
vegar úr hömlu. Jón gaf síðan
munnlegt loforð um að rífa bragg-
ann fyrir 10. janúar en þegar það
stóst ekki létu bæjaryfirvöld til
skarar skríða og rifu braggann.
Ef marka má það sem á undan
er gengið hefur Jón Björgvinsson
ekki enn sagt sitt síðasta orð í