Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 31.01.1991, Qupperneq 4

Skagablaðið - 31.01.1991, Qupperneq 4
4 Það var söguleg stund fyrir Akurnes- inga og reyndar landsmenn alla þegar undirritaður var samningur á milli ríks- ins og hlutafélagsins Spalar hf. um rannsóknir, fjármögnun og fram- kvæmd Hvalfjarðargangasl. föstudag. Umræðan um göngin hefur staðið linnulítið undanfarin ár og nú má segja að helstu forvígismenn ganga hugmyndarinnar séu komnir á byrjun- arreit. Nú þarf að taka til hendinni við framhaldsrannsóknir, sem vonandi leiða í Ijós að hægt sé að koma gangnagerðinni við frá tæknilegu sjónarmiði. Þrátt fyrir að flestir séu eindregnir fylgismenn þessarar framkvæmdar á hún sína úrtölumenn eins og jafnan. Þeir telja að með göngunum muni fólksflótti frá Akranesi aðeins aukast, verslunarþjónusta lamast og annað í þeim dúr. Akranes verði að svefnbæ. Fylgismenn ganganna halda hins vegar því gagnstæða fram. Þeir telja að göngin geti orðið Akranesi geysi- leg lyftistöng og verði til þess að fólki fjölgi hér nokkuð. Undirritaður vonar einlæglega að göngin komi Akranesi eins mikið til góða og frekast má verða. Vara verð- ur hins vegar við því að bæjarbúar hengi hatt sinn á að tilkoma gang- anna ein og sér gerbreyti öllu fyrir Akurnesinga. Við höfum reynslu Akureyringa til viðmiðunar. Þeir stóluðu á að þeir fengju álver í Eyjafjörðinn. Undir lokin var svo komið, að ráðamenn bæjarins töldu það lífsspursmál að fá álverið. Svo gæti farið, að rannsóknir leiddu í Ijós að ekki væri gerlegt að hrinda gangahugmyndinni í framkvæmd. Við þurfum að vera undir það búin, rétt eins og að þau verði að veruleika. Þrátt fyrir að jarðgangamálið sé komið á rekspöl breytir það því ekki að Akurnesingar þurfa auðvitað að halda vöku sinni áfram, vera opnir fyr- ir nýjum atvinnumöguleikum og reyna að sjá fyrir með hvaða hætti göngin nýtast bænum sem best. Þau koma ekki á morgun, heldur eftir nokkur ár. Tímann þangað til þarf að nýta vel. Það fór eins og undirritaður gaf í skyn fyrir viku. Hinn gegndarlausi fréttaflutningur frá Persaflóastríðinu hefur gert það að verkum að al- menningur er að stærstum hluta hætt- ur að fylgjast jafn grannt með fram- vindu mála og áður. Hinar stöðugu útsendingar CNN og SKY, sem reyndar voru æði spenn- andi fyrstu dagana, hafa snúist upp í þreytandi síbylju, þar sem tönnlast er á sömu atriðunum sí og æ. Eftir því sem lengra hefur liðið á átökin hafa fjölmiðlar, jafnt hér heima sem erlend- is, áttað sig á því að það er fleira að gerast í heiminum en þetta stríð. Það var ekki seinna vænna. Sigurður Sverrisson Skagabladid___________Skagablaðið 5 „Ég er loksins kominn á rétta hilu“ —segir gamli Skagamadurir.n Kjartan Trausti Sigurðsson, sem upplifad hefur ýmislegt sídasta áratuginn hér heima ag erlencKs Það er óhætt að segja að síðasti áratugurinn hafi verið viðburða- ríkur í meira lagi hjá Kjartani Trausta Sigurðssyni. Margir Akurnes- ingar þekkja hann eflaust betur sem Kjartan á Geirsstöðum. Þrátt fyrir viðburðaríkan ártatug er ekki hægt að segja að lífið hafi alltaf verið dans á rósum. Ýmis áföll hafa komið upp á en aðeins orðið til þess að stappa í hann stálinu. Undanfarin rúm tvö ár hefur hann starf- að sem fararstjóri á Spáni eftir að hafa dvalið í Noregi um flmm ára skcið. Kjartan Trausti hcimsótti blaðið notaði tækifærið og ræddi að er óhætt að segja, að ég hafi lent í ýmsu síðustu árin en þetta hefur verið eitt allsherj- ar ævintýri, sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun,“ sagði Kjartan. „Ég hef á þessum tíma upplifað margt en er reynslunni ríkari.“ Stjóri hjá KSÍ Þegar Kjartan hóf störf hjá Knattspyrnusambandi íslands árið 1980 var hann fyrsti fram- kvæmdastjóri þess í fullu starfi. Dvölin hjá KSÍ varð ekki mjög löng vegna fjárhagsörðugleika sambandsins og 1981 gerðist hann framkvæmdastjóri Vöru- bílastöðvarinnar Þróttar. Þar var hann í starfi fram til haustsins 1983 er þáttaskil urðu í lífi hans. „Ég hafði verið kvæntur frá ár- inu 1965 fram til ársins 1980 og eignast tvö börn. Við hjónin skildum og eftir skilnaðinn fór ég í sambúð með annarri konu. Ég ætlaði reyndar ekki í sambúð að nýju eftir skilnaðinn en málin æxluðust nú svona samt. Upp úr því sambandi slitnaði 1983 þann- ig að ég fannst ég standa á ákveðnum tímamótum. Ég var ósáttur við sjálfan mig, með mis- heppnað hjónaband og sambúð að baki. Það fór ekki hjá því að ég liti í eigin barm og hugaði að þvt hvort ég ætti sök á þessu öllu saman, þótt mér fyndist ég jafn- an hafa lagt á það áherslu að gera eitthvað fyrir aðra fremur en sjálfan mig. Gull og grænir skógar Svo var það að ég hitti mann, sem ég kannaðist við frá fyrri tíð, Kristófer Reykdal Magnússon. Hann hafði búið í Noregi um nokkurt skeið og taldi mér trú um að þær væri bæði að hafa gull og græna skóga. Skógana sá ég en gullið aldrei. Hvað um það, hann taldi mig á að flytja út til Noregs og hefja þar rekstur í samvinnu við sig. Það var því úr að ég flutti til Noregs þann 1. júlí 1983. Við stofnuðum saman verksmiðju í smábænum Malm, rétt hjá Þrándheimi. Við fengum til liðs viðokkur Steinar Júlíusson, feld- skera. Verksmiðjan var sett á fót í samvinnu við yfirvöld í Malm, m.a. með það fyrir augum að ráða að hluta bót á atvinnuvanda kvenna í bænum. Skemmst er frá að segja, að Kristófer reyndist ekki sá maður sem ég hafði talið í upphafi. Hann taldi sig hafa víðtæk sölu- æskuslóðirnar í vikunni og Skaga- við hann. sambönd um allan Noreg, hafði m.a. selt lopapeysur um tíma, en þegar á reyndi voru þau sam- bönd ekki merkileg. Þetta sáu bæjaryfirvöld í Malm fyrir og það varð úr að ég var ráðinn framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, sem fékk heitið Edda- Pels As. Þar voru framleiddar mokkakápur úr íslensku lamba- skinni. Til að byrja með fengu 12 kon- ur atvinnu við verksmiðjuna en þegar á leið hallaði undan fæti. Ég vann þarna í hálft annað ár en hætti síðan. Eftir því sem ég best veit lognaðist verksmiðjan endanlega út af síðar.“ Aftur á krossgötum Þegar hér var komið sögu síðla árs 1984 var Kjartan aftur á krossgötum. Atvinnulaus og ekkert framundan. En þá skaut upp kollinum Steinn Lárusson, gamall vinur hans frá því í skátunum í gamla daga. Hann hafði verið ráðinn forstjóri svæðisskrifstofu Flugleiða í Osló og hafði samband við Kjartan. Þar sem ekkert sérstakt var á dagskránni varð það úr að hann brá undir sig betri fætinum og hélt á fund Steins í Osló. Hann aðstoðaði fjölskylduna við að koma sér fyrir í borginni, dyttaði að viðhaldi og fleiru slíku. Upp úr þessu fékk Kjartan síð- an vinnu sem skrifstofu- og fjár- málastjóri hjá norsk/frönsku fyrirtæki, sem framleiddi liti fyrir prentiðnaðinn. „Ég starfaði hjá þessu fyrir- tæki fram til ársins 1988. Þá var því steypt saman við annað fyrir- tæki svipaðs eðlis, norskt/enskt. Þá stóð ég frammi fyrir því að annar maður í sambærilegri stöðu í hinu fyrirtækinu var með lengri starfsaldur en ég. Ég var því atvinnulaus rétt eina ferð- ina.“ Leiðsögumannaskólinn Kjartan tók lífinu með ró í kjölfarið og hugsaði ráð sitt. Þá var það að hann rakst á auglýs- ingu frá leiðsögumannaskóla á Mallorka í norsku blaði. „Þegar ég sá þessa auglýsingu kviknaði í mér gamall neisti. Mig hafði alltaf langað til þess að starfa á þessum vettvangi en aldrei látið verða af því. Ég hugs- aði því sem svo, að nú léti ég verða af því að gera eitthvað fyr- ir sjálfan mig. Ég sótti um skólavist og var kominn til Mallorka um haustið." Skólinn, Holtermann's Rejsel- edereskole, sem settur var á fót á sínum tíma af samstarfsmanni danska ferðajöfursins Simon Spies, er einasti leiðsögumanna- skólinn á Spáni, sem ekki er rek- inn beint eða í tengslum við ein- hverjar ferðaskrifstofur, og því mjög virtur sem slíkur. „Dúxaði“ og var boðið að kenna Námið stóð frá hausti fram til jóla og það er skemmst frá að segja að Kjartan dúxaði í skólan- um, fékk hæstu einkunn. Eftir að náminu lauk var honum boðið að kenna við skólann en afþakkaði það þar sem hann hugðist fara í frekara spænskunám. Kjartan L. Pálsson, fararstjóri hjá Samvinnuferðum/Landsýn, hafði um svipað leyti verið í leiðsögumannaskóla í Barce- lona. Hann kom til Mallorka, heilsaði upp á nafna sinn og fylgdist með honum í náminu. Það varð úr að Kjartan L. fór heim með umsókn frá nafna sínum, þar sem sótt var um vinnu hjá Samvinnuferðum/Landsýn. „Nafni minn Pálsson hefur reynst mér einstaklega vel í starfi mínu sem fararstjóri. Hann hef- ur verið óþreytandi við ábend- ingar og uppörvun og ég á engum eins mikið að þakka í þessu starfi.“ Þegar náminu lauk fór Kjartan að huga að því hvort möguleiki væri á að fá einhverja vinnu með náminu. Ekki reyndist um auð- ugan garð að gresja í því tilliti en á milli jóla og nýárs hafði hann samband við Guðna Þórðarson hjá Sólarflugi, sem oftast er kenndur við Sunnu. Spænskunámið út um þúfur „Ég vissi að það var von á hópi eldri borgara til Mallorka strax í byrjun ársins 1989 á vegum Sól- arflugs. Ég hringdi í Guðna á milli jóla og nýárs og spurðist fyrir um það hvort hann hefði einhverja vinnu fyrir mig í tengslum við þetta. Hann sagði svo ekki vera en nokkrum dög- um síðar hringdi hann aftur og bauð mér að líta eftir með hópnum, 2-3 tíma á dag. Mér fundust launin ekki merkileg en ákvað að slá til, þar sem mig vantaði lifibrauð á meðan ég væri í spænskunáminu.“ Áformin um spænskunámið ruku út í veður og vind þegar hópurinn kom til Mallorka. Ætl- unin var að hann dveldi niðurfrá fram að páskum. Kjartan komst fljótlega að því að það sem átti að vera 2-3 tímar á dag var miklu meira og tímafrekara starf. Hann átti því um það að velja að gera eins og fyrir hann var lagt, þ.e. að líta eftir með fólkinu 2-3 tíma á dag, eða að fylgja samvisku sinni, sem sagði honum að sá tími nægði engan veginn ef vel ætti að vera. Sam- viskan hafði betur og fyrir þau litlu laun, sem honum var boðið, ákvað Kjartan að sinna fólkinu, sem að mestu var eldri borgarar, og láta spænskunámið lönd og leið. „Það var strax í nógu að snúast. Fólkið hafði flest fengið íbúðir skuggamegin í hótelinu og því var kalt og sumir hreinlega veikir. Það varð því mitt fyrsta verk að flytja alla til og koma þeim sólarmegin, þar sem sólar- ylsins naut við, a.m.k. yfir daginn. Þegar hópurinn kom út var ekkert fyrir hann við að vera, ekki var gert ráð fyrir neinni af- þreyingu. Ég fann strax, að hóp- urinn var svo þakklátur fyrir allt sem ég gerði, að mér fannst ég ekki geta annað en sinnt honum betur. Ég ákvað því að sleppa spænskunáminu. Ómetanleg reynsla Út úr þessu fékk ég ómetan- lega reynslu og tíminn sem ég átti með þessu fólki verður mér ætíð ógleymanlegur. Við skipu- lögðum uppákomur á hverjum degi; bingó, spilakvöld, skemmt- anir, ferðalög, gönguferðir o.fl. Ég held ég ýki ekkert þó ég segi, að þetta sé þakklátasta og skemmtilegasta fólk, sem ég hef unnið með sem leiðsögumaður. Ekki spillti fyrir að þegar ég flutti mig um set þann 16. mars 1989 og fór að vinna hjá Samvinnu- ferðum/Landsýn á Benidorm, hélt hópurinn mér mikið kveðju- hóf og gaf mér útskorna, skraut- skrifaða íslenska gestabók. Fleira gott hefur þetta fólk látið af sér leiða í mína þágu. Ég held að ég hafi ekki síður séð eftir þeim en þau mér þegar ég fór. Ég hef haldið góðu sambandi við fólkið í þessum hópi og ég er þess sannfærður að þarna mynd- uðust óvenjulega sterk vina- tengsl. Sem dæmi um það get ég nefnt, að ég hef núna aðsetur í íbúð manns, sem ég kynntist þarna. Hann er núna úti á Spáni og þegar ég hitti hann þar áður en ég kom heim núna sagði hann við mig: „Kjartan, gerðu það fyr- ir mig, taktu lyklana, kíktu eftir íbúðinni og dveldu þar eins lengi og þig lystir.““ Eftir dvölina á Mallorka skipti Kjartan sem fyrr segir um vinnu- stað og flutti sig um set til Beni- dorm. Þar var hann óslitið í eitt ár, fram í mars á nýliðnu ári. Þá fylgdi þriggja vikna leyfi hér heima en síðan var aftur haldið til Mallorka. Aftur fylgdi stutt leyfi í október áður en haldið var út til Benidorm. Krefjandi og gefandi Eins og heyra má af frásögn Kjartans fylgir starfinu þeytingur og erill. En hann er á því að þetta sé í senn ákaflega krefjandi og gefandi starf. „Það er ákaflega mismunandi fólk sem sækir í sólina á sumrin og veturna. Á sumrin er það meira yngra fólk svo og fjöl- skyldufólk í sumarleyfi með börnin en á veturna er mun meira um eldri borgara. Og þó ég vilji alls ekki gera upp á milli farþega sem ég hef haft afskipti af þá finnst mér meira gefandi að vera með eldra fólkinu á vet- urna. Það er svo þakklátt fyrir allt sem fyrir það er gert.“ — Þú hefur ýmislegt reynt síð- asta áratuginn. Heldurðu að þú sért búinn að finna þína réttu hillu? „Já, ég held að það sé enginn vafi á því að ég er loksins kominn á rétta hillu. Það tók mig að vísu langan tíma að finna hana en ég er ákaflega sáttur við sjálfan mig núna.“ Hætti þegar mér leiðist — Nú er fararstjórastarfið erf- itt og þessi vinna virðist ekki vera sú öruggasta í heimi. Heldurðu að þú endist í þessu lengi? „Það er aldrei að vita. Ég er ákveðinn í því að á meðan ég tel mig hafa eitthvað að gefa í þessu starfi og þörf er fyrir mig. En um leið og mér fer að leiðast þetta þá hætti ég. En talandi um öryggið þá hefur því oft verið fleygt að það séu þrjár starfsgreinar í heiminum sem búi við hvað mest atvinnuóöryggi; nautabanar, framkvæmdastjórar enskra 1. deildarliða og fararstjórar. Það er sennilega nokkuð til í þessu. — Talandi um fararstjórastarf- ið, hvað þarf góður fararstjóri að hafa til brunns að bera? „Auðvitað þarf hann að þekkja staðhætti, land og þjóð, þar sem hann vinnur, en það er enn mikilvægara að menn eigi auðvelt með að umgangast fólk. Ótrúlegustu hlutir geta komið upp á, ss. veikindi og dauðsföll. Því þarf fararstjórinn að ávinna sér traust farþeganna, ekki bara í gleði heldur einnig í sorg og erf- iðleikum. Ekki má gleyma tungu Kjartan Traasti á Skólabrautinni með gamla œskuheimilið, Geirsstaði, í baksýn. málunum, en mikilvægast þeirra allra er þó alþjóðamálið Bros. Slatti af þolinmæði þarf einnig að vera fyrir hendi, sem og hesta- heilsa," sagði þessi glaðlyndi og vinsæli fararstjóri í lokin. -SSv. ATVINNA Staða starfsmanns á launaskrifstofu Sjúkrahúss Akraness er laus til umsóknar. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur um stöðu þessa er til 10. fe- brúar nk. Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri sjúkra- hússins. Sjúkrahús Akraness

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.