Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 5

Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 5
ÓFEIGUR 5 leyti einnig Laugarneskirkju í Reykjavík. Viðhorf kirkjuleiðtoga Reykjavíkur breyttist að nokkru á þess- um árum við hinn óvænta og öra vöxt borgarinnar, bæði á stríðsárunum og eftir að friður komst á. Hall- grímssöfnuður, sem myndazt hafði í austurbænum, var stærsti söfnuður á íslandi, þeirra, sem þurftu að byggja sér kirkju, en auk hans risu í Reykjavík á þessum árum nokkrir minni söfnuðir í nýbyggðunum utanvert við gamla bæinn. Hver einasti af þessum nýju söfnuðum ákvað að byggja sér safnaðarkirkju, miðaða við stærð og fólksfjölda í sókninni. Laugarnessöfn- uður hefur fullgert fagra og velgerða kirkju í sinni byggð, Nessöfnuður er á miðri leið með allmikla kirkju. Nokkrir aðrir nýir söfnuðir í nýbyggðum Reykjavíkur safna fé til kirkjugerða og biðja um byggingarleyfi, en fá ekki. Bærinn hefur á síðustu misserum veitt nokk- urt fé árlega til stuðnings kirkjubyggingum í höfuð- staðnum, en þó undarlegt sé, hefur stærsti kirkju- lausi söfnuðurinn, Hallgrímssöfnuður, enn ekki fengið neitt fé úr þessum nýja kirkjusjóði, en þó barizt við erf- iðleika um sína kirkjugerð. Hefur stundum komið fram í því máli óþörf og óafsakanleg tregða hjá nokkrum valdamönnum landsins. Var málið þó hafið, svo sem fyrr segir, með fullri eindrægni, þar sem áhrifamiklir menn úr stærsta flokk bæjarins komu til mín og ósk- uðu eftir liðveizlu, þó að þeir væru eindregnir andstæð- ingar mínir í almennum stjórnmálum. En þeir lögðu við það tækifæri til hliðar allan almennan ágreining, enda leit ég á nauðsyn málsins, hvað sem leið öðrum skoðanamun,. Mun nú tími til kominn að taka upp í máli Hallgrímskirkju þau vinnubrögð, sem þá reyndust farsæl til góðs árangurs. í Hallgrímssöfnuði eru um 8 þúsund gjaldþegnar, en á þeirra vegum munu vera allt að 12.000 vanda- menn og annað heimilisfólk. 1 þessari miklu fylkingu mætast menn með mjög ólíkar skoðanir og lífsvið- horf, en allt þetta fólk hefur eitt sameiginlegt áhuga- mál; það er kirkjulaust og þarf að byggja nýja kirkju fyrir söfnuðinn. Hér eru að verki fjölmargir dugandi borgarar. Þeir vilja byggja guðshús, sem hæfir stærð og metnaði safnaðarins, þörf höfuðstaðarins og rausn landsins. Þeir vilja, að þetta guðshús verði fullkomið bæði um stærð, svipmót og allan búnað og í engu óveg-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.