Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 14
14
ÓFEIGUR
sinn fasta tekjustofn um tólf ára skeið. Prestar Hall-
grimskirkju mundu eins og nú halda áfram að messa
í bráðabirgðarkirkju safnaðarins, meðan stendur á
landskirkjubyggingu. Vaxandi kröfur almenningsálits-
ins í borg og byggð mundu styðja safnaðarstjórnina
og sannfæra þing og stjórn um réttmæti málsins.
Þegar Hallgrímskirkja stendur fullbúin, hefur íslenzka
lýðveldið að nokkru jafnað metin við Kristján Viri,
hinn hugstóra einvaldskonung, sem byggði í Reykja-
vík dómkirkju, þegar íbúar kaupstaðarins skiptu
aðeins nokkrum hundruðum. Menn eru, í ýmsum lönd-
um og á ýmsum tímum, nokkuð lengi að fullgera stór-
ar og glæsilegar kirkjur, og eru um það margar sögur
frá miðöldunum og seinni tímum. Nærtækt dæmi í
þessu efni er frá Danmörku. Danir hafa á löngu ára-
bili fullgert mestu kirkju, sem þeir hafa reist á síð-
ustu öldum. Það er Grundtvigskirkjan, utanvert við
Kaupmannahöfn. Norðmenn hafa unnið að sinni lands-
kirkju í Þrándheimi síðan 1870, með stöðugum fram-
lögum úr ríkissjóði, stuðningi frá Þrándheimsbæ
og gjöfum hvaðanæva að þar sem Norðmenn búa.
En aldrei má vanta stórhug og manndóm við þvílíka
kirkjugerð.
Um aldamótin síðustu átti íslenzka þjóðin ekki nema
sárafáar byggingar úr varanlegu efni, hvorki á vegum
einstakra manna, til íbúðar, viðskipta eða almennra
þarfa. Hannes Hafstein reið myndarlega úr hlaði um
byggingarmálin, svo sem vænta mátti, þegar hann
hratt í framkvæmd byggingu safnhússins við Hverfis-
götu og undirbjó sjúkrahússmíði á Vífilsstöðum. Síð-
ustu áratugina hefur þjóðin byggt úr varanlegu efni
handa þúsundum heimila bæði í borg og bæ. Hún
hefur reist fjölda opinberra bygginga víða um land,
en í hverri grein þessara framkvæmda hefur for-
ustan komið frá höfuðstaðnum, eins og telja má eðli-
legt, sökum stærðar hans og áhrifa í þjóðfélaginu.
I spor Landspítalans fylgdu mörg ný og góð sjúkra-
hús út um land. Arnarhvoll varð fyrirmynd skrif-
stofuhúsa. Nokkur minni bankahús sigldu í kjölfar
hins endurreista Landsbanka í Austurstræti. Háskól-
inn hefur um sig stórfylkingu glæsilegra skólahúsa
um allt land. Þjóðleikhúsið fæddi beinlínis af sér lítil
en falleg leikhús, félagsheimilin, er skipta nú tugum.