Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 11

Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 11
ÖFEIGUR 11 guðfræðihreyfinga. Önnur er kennd við gamla en hin nýju guðfræði. Annar prestur Hallgrímskirkju er ein- hver eindregnasti stuðningsmaður eldri kirkjustefnunn- ar og auk þess með andlegum og persónulegum bönd- um nátengdur mörgum af mestu áhrifamönnum i borg- inni. Hinn presturinn, fylgismaður nýju guðfræðinnar, er aftur á móti í nákominni frændsemi við fjármála- ráðherra landsins, en hann er áhrifamaður í þeim flokki svokallaðra utanbæjarmanna, sem studdi fyrr á árum eindregið byggingu Háskólans og Þjóðleikhússins. Þessi aðstaða sóknarprestanna í Hallgrímssöfnuði tryggir jafnvægið í málinu og gefur þessum starfsmönnum kirkjunnar tækifæri til að hreyfa hjól þjóðfélagsins til réttlátra og framsýnna aðgerða í þessu þýðingar- mikla menningarmáli. Núverandi húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, er eindreginn fylgismaður Hall- grímskirkju og tekur á sig með ánægju þá ábyrgð og vanda að halda áfram því starfi sem fyrirrennari hans hóf með mikilli giftu. Einn af reyndustu og kunnustu starfsmönnum á skrifstofu húsameistara er Bárður Isleifsson. Hann er náfrændi Guðjóns Samúelssonar og vann með honum að húsameistarastörfum árum sam- an, meðal annars að undirbúningi Hallgrimskirkju. Bárður ísleifsson stýrði ennfremur, undir yfirstjórn Einars Erlendssonar, húsameistara ríkisins, öllu verki við grunn Hallgrímskirkju, þegar söfnuðurinn fékk eitt sumar að nota fé sitt til byggingarframkvæmda. Hörður Bjarnason ætlar að fela Bárði Isleifssyni að stýra byggingu Hallgrímskirkju, þegar leyfi fæst til að halda verkinu áfram, og er það fyrirheit gert bæði af mikilli framsýni og velvild til málsins. Guðjón Sam- úelsson hafði falið Sigurði Thoroddsen verkfræðingi að annast verkfræðistörf við Hallgrímskirkju. Hefur hann gert það frá byrjun og er fús til að halda því verki áfram, þegar með þarf. Hallgrímskirkja hefur árum saman átt nokkuð erfiða sambúð við hina vold- ugu gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Eitt sinn voru í nefndinni fimm fulltrúar, sem ár eftir ár beittu vél- rænu neitunarvaldi gagnvart þessari kirkjubyggingu, og var það því líkast sem þar væru að verki menn, er aldrei hefðu heyrt nefnda kirkju eða kristindóm. Eitt sinn hrærðist þó hjarta þriggja af fimm fulltrúum í nefndinni, svo sem fyrr segir, til að veita leyfi fyrir

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.