Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 2
ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samn- ingur sé um það. Verði skráð lög- heimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóð- inni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heil- brigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lög- manns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveit- arstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppur- inn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frí- stundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi f lutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigand- ans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun land- svæðis umhverfis hana. Stofnun frí- stundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsa- lóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðnings- áhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu. Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öf lun neyslu- vatns í landi Þúfukots fyrir sumar- húsið. „Öf lun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lög- maðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur fok­ tjónshættu og almennu lýti. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf. Veður Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dá- lítil rigning eða súld víða um land, en þurrt að kalla NA til fram undir kvöld. Áfram skýjað og lítilsháttar úrkoma í flestum landshlutum í dag. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. SJÁ SÍÐU 16 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䜀愀猀猀欀礀渀樀愀爀椀 洀攀 爀愀昀栀氀甀 ∠ ㄀  爀愀 攀渀搀椀渀最℀ 匀欀礀渀樀愀爀 漀最 最攀昀甀爀 昀爀 猀爀 瘀椀瘀爀甀渀 瘀椀㨀 ∠ 倀爀瀀愀渀 ∠ 䈀切琀愀渀 ∠ 䌀伀㈀ ∠ 刀攀礀欀 䔀渀最愀爀 猀渀切爀甀爀Ⰰ 攀欀欀攀爀琀 瘀攀猀攀渀 䠀攀渀琀愀爀 瘀攀氀  猀甀洀愀爀戀切猀琀愀椀渀渀 攀愀 栀切猀戀氀椀渀渀 䜀愀猀猀欀礀渀樀愀爀椀 Ferðamaðurinn er alltaf einn Þótt risastór skemmtiferðaskip hafi verið tíðir gestir í höfnum víðs vegar um landið síðustu ár vekja þessi f ljótandi þorp enn athygli og stundum furðu. Eitthvað hefur á köf lum verið amast við því að lítið sé af farþegum risaf leyjanna að hafa. Þeir stoppi stutt, mengi mikið og skilji lítinn gjald- eyri eftir í landi. Þessi einmana sæfari var í það minnsta ekkert að f lýta sér í land í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Eigandi jarðarinnar Þúfukots í Kjósarhreppi sættir sig ekki við að kona sem á helmingshlut í sumarbústað á landinu skrái lögheimili þar. Hann boðar að skrúfað verði fyrir vatnið til sumarhússins. Konan tjáir sig ekki um málið. Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BORGARMÁL Bergur Þorri Benja- mínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemd- um um ný umferðarlög. En í Frétta- blaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisn- ar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfi- hamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Sam- kvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athuga- semdir. Bergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkom- andi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kíló- metrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngu- götum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfi- hamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjór- f lösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ – khg Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. GEIMFERÐIR Bretar munu taka fyrsta geimf laugapall sinn í notkun, í Suther land í Skotlandi, á næstu árum. Áhyggjur íbúa á svæðinu hafa þó aukist því að talið er að notk- unin verði mun meiri en áætlað var í fyrstu, eða allt að 40 skot á ári en ekki sex. Brot úr geimf laugunum munu falla í sjóinn vestan við Fær- eyjar, suðaustan við Ísland. Brotin geta orðið allt að 30 metra löng og tveir metrar í ummál, tvöfalt stærri en upphaflega var áætlað. Þrátt fyrir þá uppbyggingu atvinnulífs sem geimstöðin færir þá óttast íbúar að hávaðinn og sjón- mengunin verði mikil. – khg Geimflaugarusl lendir í íslenskri landhelgi 1 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -D 1 7 0 2 3 6 C -D 0 3 4 2 3 6 C -C E F 8 2 3 6 C -C D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.