Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 30
Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Báru R. Sigurjónsdóttur sjúkraliða, Kársnesbraut 65, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. júní. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir góða aðhlynningu og hlýhug. Jón Rúnar Hartmannsson Unnsteinn Gísli Oddsson Þórdís Sigríður Hannesdóttir Linda Kristín Oddsdóttir Sigmar Eðvaldsson Sigdís Hrund Oddsdóttir Viðar Már Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Halla Bergþóra og eiginmaðurinn Kjartan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Halla Bergþóra er fædd 16. júlí 1969 á Húsavík. Hún á sterkar rætur á Laxamýri í Suður Þ i ngey ja r s ý slu . „Foreldrar mínir Björn Gunnar Jónsson og Kristjóna bjuggu þar og móðir býr enn, en faðir minn lést 1997,“ segir Halla. Faðir hennar var bóndi og móðir hennar heimavinnandi ásamt því að sinna hlutastörfum á Húsavík. Laxamýri var félagsbú tveggja bræðra og sá faðir Höllu um kúabú og bróðir hans um kindur. „Ég var því mikið í fjósi sem barn og ungl- ingur og hef því mjög gaman af kúm. Það að alast upp á Laxamýri voru forréttindi. Ég upplifði mikið frelsi sem barn og nánd við nátt- úru. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið í gegnum lífið,“ segir hún. „Mér finnst jákvæðni og bjart- sýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk.“ Halla sótti nám í Hafralækjar- skóla, en lauk grunnskóla á Húsa- vík 15 ára gömul. „Ég var þar um veturinn hjá vinafólki og kom heim um helgar til að hjálpa pabba í fjósinu,“ segir Halla. Hún fór síðan til Reykjavíkur 16 ára í Menntaskólann við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1989. Þá tók hún árs leyfi og vann á Alþýðu- blaðinu og Pressunni. Hún lauk síðan kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meist- araprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr. Fyrsta lögreglukonan í Þingeyjarsýslum „Ég vann við sveitastörf alla æsku og hjálpaði alltaf til heima með fram námi og annarri vinnu. Á sumrin vann ég í kjötvinnslu á Húsavík og á sjúkrahúsinu. Seinna, með námi í lagadeild, starfaði ég sem afleys- ingamaður hjá lögreglunni. Ég varð fyrsta konan í Þingeyjarsýslum til að starfa sem lögreglumaður og hef æ síðan haft mikinn áhuga málefn- um tengdum löggæslu og saksókn,“ segi Halla. Eftir útskrift starfaði hún hjá sýslumannsembættum bæði í Reykjavík og á Húsavík, lögmanns- stofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002- 2009 við ýmsa málaf lokka. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglu- stjóri á Akranesi 2009 og síðan lög- reglustjóri á Norðurlandi eystra í ársbyrjun 2015. Kynntust í Kverkfjöllum Eiginmaður Höllu, Kjartan Jónsson er frá Húsavík. Hann er rafmagns- iðnfræðingur og vinnur hjá Verkís. „Við erum bæði að norðan en kynntumst fyrst í Kverkfjöllum og leiðir okkar lágu saman nokkrum árum síðar. Saman eigum við tvö börn. Jón, sem er að verða 16 ára, og Jónu Birnu, 13 ára.“ Áhugamál Höllu eru f lest tengd útivist. Þar eru gönguferðir með eiginmanninum og f jölskyldu ómissandi. Hundurinn Brúnó Rex er sjaldan fjarri. „Ég hef gaman af því að veiða lax og silung og veiði nær eingöngu í Laxá í Aðaldal fyrir Jákvæðni, bjartsýni og dugnaður skiptir miklu Náttúrubarnið, lax- veiðikonan og lög- reglustjórinn á Norð- urlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, er fimmtug á morgun Mér finnst jákvæðni og bjartsýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk. Laxamýrarlandi,“ segir Halla. „Mér finnst svo nærandi að veiða. Hlusta á nið árinnar, lykta af gróðrinum, fylgjast með fuglalífi, og sjá hvernig áin breytist við mismunandi veður- skilyrði. Og svo er það spennan við að veiða lax. Ég hef fengið náttúruna beint í æð. Með aldrinum verður náttúruvernd mér æ mikilvægari.“ Halla er alæta á bækur. Þegar hún var yngri las hún allar bækur sem til voru á Laxamýri, allt frá rómantík til ævisagna. „Nú hef ég ekki eins mikinn tíma en er samt oftast með tvær til þrjár bækur á náttborðinu,“ segi hún. Aðspurð segir Halla að aldurinn leggst mjög vel í sig. „Ég er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ að eldast. Maður hugsar aðeins til baka á svona tímamótum og sér hvað tím- inn er ótrúlega afstæður. Mér finnst tíminn líða mjög hratt og velti því fyrir mér hvort sú tilfinning eigi enn eftir að aukast. Þá verða bara alltaf jól – sem er í sjálfu sér ekki slæmt,“ segir hún hlæjandi. En hvað á gera í tilefni afmælis- ins? „Ég býð starfsfélögunum upp á afmæliskaffi í vinnunni á morgun. Eftir vinnu fer ég á Laxamýri með fjölskylduna að hitta móður mína, bróður minn og hans fjölskyldu. Finnst líklegt að við borðum eitt- hvað gott saman og eigum góðan tíma. Svo stefni ég á að halda ein- hverja gleði um næstu helgi fyrir vini,“ segir Halla Bergþóra. david@frettabladid.is Franski hermaðurinn Pierre-Francois Bouchard fann hinn merka Rósettu- stein norðaustan við borgina Rashid í Egyptalandi. Gerðist það í hinni misheppnuðu tilraun Napóleons til að ná landinu af Bretum. Frakkar gerðu sér grein fyrir því að mikil verðmæti kynnu að finnast í Egyptalandi og sendu sérstaka sveit listfræðinga með herdeildunum. Þremur árum síðar komst steinninn í hendur Breta og er hann nú ein helsta gersemi Þjóðminjasafns þeirra. Strax á nítjándu öld hófust miklar rannsóknir á steininum en á honum eru tilskipanir Ptólemajosar V faraós og egypskra klerka frá árinu 196 fyrir Krist. Var hann hafður til sýnis í hinni fornu borg Sais en síðar færður til Rashid. Áletranirnar eru ritaðar þrisvar sinnum, á fornegypsku, forngrísku og híróglýfum. Hætt var að nota híró- glýfur á fjórðu öld og fræðimönnum gekk illa að ráða myndtextann. Eftir rannsóknir franska málfræðingsins Jean-Francois Champollion varð Rósettusteinninn að ómetanlegum vegvísi til að skilja aðra texta. Þ E T TA G E R Ð I S T 15 . J Ú L Í 179 9 Rósettusteinninn finnst Einn merkasti fornleifafundur sögunnar. NORDICPHOTOS/GETTY. 1 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 5 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 C -D 6 6 0 2 3 6 C -D 5 2 4 2 3 6 C -D 3 E 8 2 3 6 C -D 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.