Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 9
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust™ Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjar-stjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ást- hildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjór- anum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér f leiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafn- vel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrak- inn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróf lega mismunað í sam- bandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í ein- elti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenn- inu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á ann- arri lóð var engin grenndarkynn- ing enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrir- hugaðri byggingu. Og f leira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsi- legt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggj- andi sveitarfélög eða bara alls ekki f lutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á f lug- stöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á f lugferðum hingað með ferðamenn helst tvisv- ar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygg- inguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingar- hættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist. Óskiljanlegt að Akureyringar séu innan við 50 þúsund Hjörleifur Hallgrímsson, fæddur og uppalinn Akureyringur. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstr- að og bætt við sig íbúum? Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rök- stutt álit um leigubílalöggjöf í Nor- egi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningn- um. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku. Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á til- lögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæð- ar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangs- hindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjald- mælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýs- ingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjald- mæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eigin- legt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefð- bundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkur- flugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindr- anir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í með- förum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virki- lega að gera breytingar í þágu sam- félagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess. Lof mér að keyra Jóhannes Stefánsson, lögmaður S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 1 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 1 5 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 C -E 5 3 0 2 3 6 C -E 3 F 4 2 3 6 C -E 2 B 8 2 3 6 C -E 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.