Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ORKUMÁL Orka náttúrunnar segist
ekki hafa átt í neinum viðskiptum
við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmda-
stjóri og einn eigandi fyrirtækisins
hóf störf hjá ON.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í
síðustu viku var Ólafur Davíð Guð-
mundsson, f ramk væmdastjór i
Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON.
Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu
segir að hann hafi verið ráðinn með
stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri
þurfti að fara frá tímabundið af per-
sónulegum ástæðum.
„Við þessu þurfti að bregðast hratt
og finna einstakling með nauðsynlega
þekkingu og réttindi til að tryggja
rekstur og halda uppi þjónustu við
viðskiptavini,“ segir í bréfinu.
„Með mjög stuttum fyrirvara
var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt
starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu
ehf., með framúrskarandi tæknilega
þekkingu á hlöðum í tímabundið
hlutastarf.“
Segir einnig að Ólafur Davíð hafi
verið ráðinn sem ráðgjafi í tíma-
bundið hlutastarf til þess að sinna
viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets
Orku náttúrunnar.
ON hefur alls keypt 29 hleðslu-
stöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON
sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslu-
stöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síð-
astliðnum pantaði ON eina hleðslu-
stöð af Hlöðu.
Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafn-
aði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér
fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir
ON. Sama kemur fram í bréfinu.
„Á þeim tíma sem hann hefur starf-
að fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur
viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér
stað,“ segir í bréfi ON. – ab
ON átti ekki í viðskiptum við Hlöðu á
meðan eigandinn starfaði hjá félaginu
ON segir tæknilegt viðhald á
hleðslustöðvum krefjast mikillar
sérþekkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hurðir og gluggakerfi
ásamt uppsetningu
og viðhaldi á búnaði.
Áratuga reynsla.
FJÖLMIÐL AR „Það eru margar
áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag
og það verður krefjandi en ekki
síður spennandi að takast á við
þær sem framkvæmdastjóri félags-
ins,“ segir Jóhanna Helga Viðars-
dóttir, nýr framkvæmdastjóri
Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Jóha n na t ek u r v ið f r a m-
kvæmdastjórastarf inu af Ingi-
björgu Stefaníu Pálmadóttur. Í
gær var einnig kynnt að Gústaf
Bjarnason yrði auglýsingastjóri
félagsins og Kristín Björg Árna-
dóttir fjármálastjóri.
Fram kemur í tilkynningu frá
stjórn Torgs að jafnframt hafi
Ingibjörg Stefanía tekið við sem
stjórnarformaður félagsins og að
með henni í stórn sitji Helgi Magn-
ússon fjárfestir. Nýlega var sagt
frá kaupum Helga á helmingshlut
í Torgi sem gefur út Fréttablaðið,
Markaðinn og tímaritið Glamour.
Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru
meðal annars frettabladid.is, og
glamour.is. Hjá félaginu starfa um
eitt hundrað manns.
Jóhanna Helga hefur starfað hjá
Torgi og áður 365 miðlum frá árinu
2016. Á árunum 2014-16 veitti hún
forstöðu verkefnastofu hjá Reikni-
stofu bankanna. Áður var hún
hjá Símanum eða frá árinu 2004 í
hinum ýmsu störfum, en lengst af
sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk
MBA-gráðu við Háskóla Íslands
vorið 2017 og diploma í verkefna-
stjórnun og leiðtogahæfni frá
Endurmenntun Háskóla Íslands
árið 2010.
Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjár-
málastjóri Torgs, hefur undanfarin
ár starfað við ýmis fjármálatengd
verkefni, nú síðast hjá Skaginn
3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason,
nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur
starfað hjá félaginu frá árinu 2015
sem verkefnastjóri á auglýsinga-
deild Fréttablaðsins. Á árunum
2006-2012 starfaði hann á söludeild
Bylgjunnar. – gar
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr
framkvæmdastjóri Torgs.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÁVARÚTVEGUR „Makríllinn er
kominn til landsins, það er verið að
veiða hann víða,“ segir Þorsteinn
Sigurðsson, sviðsstjóri upp sjáv ar-
líf rík is hjá Haf rann sókna stofn un,
við Fréttablaðið.
Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson er nú í fjölþjóðlegum leið-
angri til að kanna ástand á vist-
kerfinu frá Svalbarða suður fyrir
lögsögu Íslands. Meðal þess sem
verið er að kanna er makrílstofninn.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
féll aflamagn og verðmæti makríls
í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk
árið 2008 þegar hann fór í 112 þús-
und tonn úr 36 þúsund tonnum árið
áður. Hæst fór hann svo í 170 þús-
und tonn árið 2014 með verðmæti
upp á 15,2 milljarða króna.
Veiðin í fyrra nam 135 þúsund
tonnum og 7,5 milljörðum króna í
verðmæti. Í ár er leyfilegur heildar-
afli á makríl 140 þúsund tonn.
„Þetta er eins og við mátti búast,
uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í
ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vest-
mannaeyjar, svo eru skip að byrja
fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makr-
íllinn kom inn í Kef lavíkina fyrir
helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði
um helgina vestan við miðlínuna þar
sem Grænlendingarnir eru að veiða.
Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“
Skipstjórar sem Fréttablaðið
ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veið-
ina þá hafa gengið erfiðlega. Var
veiðin þá sú minnsta í mörg ár.
Þorsteinn segir erfitt að bera
sumarið í ár saman við það í fyrra.
„Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það
var þó heldur minna í lögsögunni,
en það er ekki hægt að bera það
beint saman því veiðitímabilinu er
ekki lokið.“
Árni Friðriksson er búinn að
mæla magn makríls í hafinu út af
Norður- og Austurlandi, en á eftir
að mæla í hafinu fyrir sunnan og
vestan land.
„Það er líklegasta svæðið,“ segir
Þorsteinn. „Það var lítið fyrir
norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er
kaldari sjór og makríllinn gengur
ekki inn í hann fyrr en í haust þegar
hann gengur til baka.“
Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti
á Neskaupstað, var að undirbúa
skipið fyrir makrílveiðar þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
„Það er búin að vera ágætis veiði,
hún hefur verið upp á við síðustu
daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó
ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta
er alla vega komið af stað núna.“
Þorsteinn segir menn spennta að
sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi
veiðinnar í fyrra.
„Það er ekkert sjálfgef ið að
makríllinn komi aftur í sama mæli
árlega og hann hefur gert á undan-
förnum árum.“
arib@frettabladid.is
Spenntir að sjá hvort makríll
veiðist aftur hér í sama mæli
Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar
á undan. Sviðsstjóri hjá Haf rann sókna stofn un segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn.
Makrílstofninn er meðal þess sem verið er að rannsaka í fjölþjóðlegum leiðangri sem nú stendur yfir.
Skip frá Vestmannaeyjum eru farin á makrílveiðar, skip á Austurlandi eru á leið út. MYND/JÓN JÓNSSON
Það er ekkert
sjálfgefið að makr
íllinn komi aftur í sama
mæli árlega og hann hefur
gert á undanförnum árum.
Þorsteinn Sigurðs
son, sviðsstjóri
upp sjáv ar líf rík is
hjá Haf rann
sókna stofn un
LÖGREGLUMÁL Auglýst er eftir
pólskum manni, Mateusz Tynski,
sem búsettur var hér á Íslandi. Sam-
kvæmt auglýsingum samtakanna
ITAKA, sem leita að týndu fólki, sást
hann síðast í Sandgerði 28. febrúar.
„Ég skutlaði honum í f lug og hef
ekkert séð hann meira. Hann var á
leiðinni til Póllands,“ segir íslensk-
ur nágranni Mateusz í Sandgerði
við Fréttablaðið. „Hann var búinn
að búa hérna í nokkur ár. Þetta
er rólyndisdrengur og þægilegur
náungi.“
Sævar segist ekki hafa orðið var
við neina óreglu á Mateusz en að
hann sé frekar mikill einfari.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
ekki upplýsingar um hvarf Mateusz
og ekki náðist í sendiráð Póllands
fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Mateusz er 29 ára gamall, 177
sentimetrar á hæð og með brún
augu. – khg
Auglýst eftir
pólskum manni
Mateusz Tynski. MYND/AUGLÝSING ITAKA
1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
F
-F
7
7
C
2
3
6
F
-F
6
4
0
2
3
6
F
-F
5
0
4
2
3
6
F
-F
3
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K