Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 6

Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 6
mest lesið Eina konan við réttinn, Gréta Baldursdóttir, hyggst ekki láta af embætti að svo stöddu. 65 ára að aldri fá hæstaréttar- dómarar full eftirlaun. STJÓRNSÝSLA Fjórir af átta dóm­ urum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neitt af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Bald­ ursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstóla­ lögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga sam­ kvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu. Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók við forsæti í rétt­ inum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Kynslóðaskipti í kortunum Helmingur dómara við Hæstarétt er að komast á leyfilegan eftirlaunaaldur. Þeirra á meðal er eina konan í réttinum. Ekki verður skipað í stað þess sem næst lætur af embætti. Fjöldi dómara fer þá úr átta í sjö. Eiríkur Tómasson n lét af störfum 2017, 67 ára Páll Hreinsson n Veitt lausn 2017, 54 ára (er dómari við EFTA-dómstólinn) Ingibjörg K. Benediktsdóttir n lét af störfum 2014, 66 ára Árni Kolbeinsson n lét af störfum 2014, 67 ára Gunnlaugur Claessen n lét af stöfum 2013, 67 ára Jón Steinar Gunnlaugsson n lét af störfum 2012, 65 ára Garðar K. Gíslason n lét af störfum 2012, 70 ára Hjördís B. Hákonardóttir n lét af störfum 2010, 66 ára Hrafn Bragason n lét af störfum 2007, 69 ára Guðrún Erlendsdóttir n lét af störfum 2006, 70 ára Pétur Kr. Hafstein n lét af störfum 2004, 55 ára (sneri sér að sagnfræði og hrossarækt) Haraldur Henrysson n lét af störfum 2003, 65 ára Hjörtur Torfason n lét af störfum 2001, 66 ára Arnljótur Björnsson n lét af störfum 2000, 66 ára Þorgeir Örlygsson varð 65 ára 13. nóvember 2017 Er forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Gréta Baldursdóttir varð 65 ára 30. mars 2019 Ólafur Börkur Þorvaldsson verður 65 ára 18. maí 2026 Helgi I. Jónsson verður 65 ára 23. apríl 2020 Viðar Már Matthíasson verður 65 ára 16. ágúst 2019 Karl Axelsson verður 65 ára 10. maí 2027 Markús Sigurbjörnsson verður 65 ára 25. september 2019 Benedikt Bogason verður 65 ára 30. mars 2030 ✿ Fjórir af átta dómurum við Hæstarétt geta farið á eftirlaun á árinu ✿ Eftirlaunaaldur hæstaréttardómara frá aldamótum Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengstan starfsaldur allra dóm­ ara í réttinum. Hann var skipaður hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gegnt þeirri stöðu í aldarfjórðung. Þrátt fyrir orðróm um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein, hefur enginn fyrrnefndra dómara tilkynnt dóms­ málaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun, samkvæmt svari ráðu­ neytisins við fyrirspurn blaðsins. Samkvæmt ákvæðum dómstóla­ laga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmanna­ lögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrir­ vara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna emb­ ættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Meðalstarfslokaaldur við rétt­ inn frá aldamótum er 65 ár en tveir hafa látið af störfum fyrir sextugt vegna annarra verkefna. adalheidur@frettabladid.is 1 „Að skera einhvern á háls getur aldrei verið friðsamleg athöfn“ 2 Ída snýr aftur á Hressó sjötíu árum síðar 3 Lystarstol er ekki einungis geðsjúkdómur 4 Kom upp um framhjáhald unnusta síns í brúðkaupinu 5 Mislingasmit í Reykjavík Pólland 19.909 Litháen 4.388 Lettland 1.925 Rúmenía 1.780 Portúgal 1.380 Þýskaland 1.295 Bretland 1.068 Spánn 1.012 Filippseyjar 916 Danmörk 914 Önnur erlend þjóðerni 12.130 Alls erlendir ríkisborgarar 46.717 Íslenskir ríkisborgarar 313.667 Samtals búsettir á Íslandi 360.384 ✿ Fjöldi íbúa á Íslandi eftir ríkisfangi LÝÐFRÆÐI Áttundi hver íbúi á Íslandi hefur erlent ríkisfang. Alls voru 46.717 erlendir ríkis­ borgarar búsettir hér á landi þann 1. júlí 2019 og hefur þeim fjölgað um 2.561 frá 1. desember 2018 eða um 5,8 prósent. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 0,4 prósent. Langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru pólskir eða 19.909. Alls eru 4.388 ríkisborgarar Litháens búsettir hér. Þessar tölur byggja á skráningu einstaklinga til heimilis á Íslandi eftir þjóðerni samkvæmt Þjóðskrá Íslands. – ds Áttundi hver íbúi erlendur Fullveldishlaup Pólverja á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Braga­ sonar og Júlíusar Þórs Sigurðs­ sonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svo­ kallaða en hann er fyrrverandi for­ stjóri MP Banka.  Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fang elsi fyr ir hlut deild í refsi verðu verðsam ráði þegar hann var starfsmaður Húsa­ smiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niður­ stöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardóm­ stóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna með­ ferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæsta­ rétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jóns­ sonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar. – aá Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Frá Mannréttindadómstóli Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP DÝRAVERND Græn ker ap ar ið Nat­ asha Kat her in e Cuc u lovsk i og Luca Pad al in i stóð u í fyrrakvöld fyr ir mót­ mæl um við kjötborðið í Hag kaupum þar sem þau léku ýmis óhljóð sem heyr ast frá dýr um er þeim er slátr að. Par ið segir við Frétt a blað ið að um allan heim séu dýr mis not uð. „Við von uð umst til þess að geta kom ið með eitt hvað nýtt og meir a til Ís lands. Það er því það sem við gerð um með trufl un ar mót mæl un­ um,“ seg ir Nat ash a. Langt viðtal er við parið á frettabla­ did.is. – la Léku dýrahljóð við kjötborðið Nat ash a og Luca. 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 0 -0 B 3 C 2 3 7 0 -0 A 0 0 2 3 7 0 -0 8 C 4 2 3 7 0 -0 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.