Fréttablaðið - 17.07.2019, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hvað sem
öllum bolla-
leggingum
líður hljóta
allir að sjá að
leigubíla-
þjónusta
verður að
endingu frjáls
á Íslandi.
En einnig, og
það skiptir
mestu: Að
neytendur
njóti auk-
innar
samkeppni í
formi
vöruúrvals
og lægra
vöruverðs.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Í kjölfar undirritunar nýs tollasamnings milli Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 var fyrirséð að svokall-aðir tollkvótar myndu stækka umtalsvert. Með því var
stigið skref í að auka tollfrjálsan innflutning á tilteknum
landbúnaðarvörum.
Tollkvótar eru í eðli sínu ávísun á takmörkuð verðmæti
og hefur eftirspurn eftir þeim aukist á síðastliðnum árum.
Gildandi regluverk við þá úthlutun er með þeim hætti að
tollkvótarnir eru boðnir út og þeim úthlutað til hæst-
bjóðenda. Þessi gjaldtaka hefur skapað ríkinu nokkrar
tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra
vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að
baki samningsins liggur.
Ég tel þetta fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta óeðli-
legt og ósanngjarnt. Því skipaði ég í júní í fyrra starfshóp
sem hafði það hlutverk að endurskoða þetta fyrirkomulag
og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast
með þessum takmörkuðu gæðum í meiri mæli til neyt-
enda í formi lægra vöruverðs. Hópurinn skilaði skýrslu í
upphafi þessa árs en í honum áttu sæti fulltrúar neytenda,
bænda, verslunar og stjórnvalda.
Nú hefur frumvarp verið birt á samráðsgátt stjórnvalda
sem byggir á tillögum hópsins. Þar er lagt til að toll-
kvótum verði úthlutað með því að styðjast við svokallað
hollenskt útboð (e. Dutch auction). Í því felst að lægsta
samþykkta tilboð útboðs ákvarði verð allra samþykktra
tilboða. Jafnframt er lagt til að umsýsla og úthlutun toll-
kvóta verði nútímavædd og fari fram á rafrænu vefsvæði
og að allir tollkvótar verði boðnir út á sama tíma. Einnig
má nefna þá breytingu að heimildir fyrir innflutning
á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í
núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn-
og útflutning landbúnaðarvara lögð niður.
Ég bind vonir við að framangreindar breytingar leiði til
þess að kostnaður vegna útboða tollkvóta lækki talsvert.
En einnig, og það skiptir mestu: Að neytendur njóti auk-
innar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs.
Þá verði allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarn-
ara og einfaldara til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.
Til hagsbóta
fyrir neytendur
Kristján Þór
Júlíusson
sjávarútvegs-
og landbún-
aðarráðherraSlakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
eð Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
VIP-eftirlit á Solstice
Það skapaðist mikið drama í
kringum frétt Hringbrautar af
boðsmiðum borgarfulltrúa á
Secret Solstice tónlistarhátíðina.
Mun Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri hafa fengið þrjá VIP-miða
á hátíðina, var tilgangurinn að
vera með eftirlit. Í fréttinni er
sagt að verðmæti miðanna sé
450 þúsund krónur og bent á að
borgarstjóri hefur ekki skráð
þá sem gjöf. Verðmæti miðanna
er þó nokkuð á reiki. Það hefði
vissulega kostað almennan
borgara 450 þúsund kall að fá
VIP-miða á Secret Solstice, en inn
í því er falinn matur og drykkur,
sem borgarstjóri mun ekki hafa
fengið sér á hátíðinni.
„Fréttaflutningur“
fyrir siðanefnd
Ekki eru allir par sáttir við
reiknikúnstir Hringbrautar. Í til-
kynningu frá Secret Solstice segir
að borgarstjóri hafi verið með
sérstakan VIP-miða sem væri
ekki til almennrar sölu. Því væri
fjarstæðukennt að segja að hann
hafi fengið gjöf upp á 450 þúsund
krónur. Rannveig Ernudóttir
varaborgarfulltrúi sem sagði sig
úr Pírötum vegna innanflokks-
drama, gekk skrefinu lengra í
málsvörn fyrir borgarstjóra og
segir á Fésbók að réttast væri að
taka „fréttaflutninginn“ fyrir af
siðanefnd blaðamanna. Vildi hún
þó ekki benda á neinar sérstakar
staðreyndavillur í fréttinni.
arib@frettabladid.is
Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunar-bransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl.
Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af
nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bíl-
stjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og
að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins
sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í
fangelsi.
Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda
útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli
EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt
til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum
leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem
við þekkjum úr erlendum borgum á borð við
Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf
meira til.
Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja
að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er
áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breyt-
ingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vega-
lengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt
með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af
leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu
löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um
fyrir fram ákveðið heildarverð.
Með öðrum orðum nota farveiturnar nútíma-
tækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum
til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt
bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi
samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á.
Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett
eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífs-
leiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu
ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bíl-
stjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á
mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubif-
reið til leigubílaaksturs?
Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neyt-
andann. Með farveitum má velja sér fararskjóta;
rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða
glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður
er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla inn-
heimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma
dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og
skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bíl-
stjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti
bílstjórans og kúnnans eru í f lestum tilfellum til
fyrirmyndar.
Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa
leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera
takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er
öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða
græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubíla-
flotann.
Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir
að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls
á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur
hvenær menn sjá ljósið.
Úti að aka
1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
F
-F
2
8
C
2
3
6
F
-F
1
5
0
2
3
6
F
-F
0
1
4
2
3
6
F
-E
E
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K