Fréttablaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fag-fjárfesta, hefur eignast ríf lega
77 prósenta hlut í Opnum kerfum
í kjölfar 430 milljóna króna hluta-
fjáraukningar upplýsingatækni-
fyrirtækisins.
Samhliða hefur eignarhlutur
Frosta Bergssonar, sem var einn
af stofnendum Opinna kerfa árið
1984, farið úr 76 prósentum í 17 pró-
sent. Frosti hefur látið af stjórnar-
formennsku í félaginu en hann mun
áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla
Val Guðjónssyni, framkvæmda-
stjóra MF1 og nýjum stjórnarfor-
manni Opinna kerfa, og Sigríði
Olgeirsdóttur, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra rekstrar- og upplýs-
ingatæknisviðs Íslandsbanka.
Starfsfólk Opinna kerfa mun
jafnframt fara með samanlagt tæp-
lega sex prósenta hlut í upplýsinga-
tæknifyrirtækinu.
Frosti segir ánægjulegt fyrir félag-
ið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta
með mikla reynslu úr atvinnulífinu.
Í því felist ákveðin viðurkenning á
góðri starfsemi Opinna kerfa og
framtíðarmöguleikum þess.
„Það hefur verið ánægjulegt og
gefandi að koma að uppbyggingu
félagsins sem hefur ávallt spilað
stórt hlutverk á íslenskum upp-
lýsingatæknimarkaði, markaði
sem er sífellt að þróast og breytast.
Undanfarin ár hefur verið fjárfest
í nýjum sóknartækifærum og
ég er bjartsýnn á að þær
fjárfestingar muni skila
sér á næstu árum,“ segir
Frosti.
Gísli Valu r nef nir
að nýir hluthafar hafi
mikla trú á vaxtarmögu-
leikum fyrirtækisins. Upp-
lýsingatækni hafi aldrei
verið jafn mikilvæg
fyrirtækjum á
s a m k e p p n i s -
markaði og nú.
„Fyrirhugað
er að byggja
Nýir eigendur að Opnum kerfum
430
milljónir króna er andvirði
nýlegrar hlutafjáraukningar
Opinna kerfa.
Gísli Valur
Guðjónsson,
nýr stjórnar-
formaður Op-
inna kerfa.
félagið markvisst upp og efla sam-
keppnishæfni þess með aukinni
áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upp-
lýsingatæknilausnir.
Enn fremur liggja mikil sóknar-
tækifæri í uppbyggingu hátækni-
gagnavers sem verður tekið í notk-
un síðar á þessu ári. Gagnaverið
mun fylgja Tier III öryggisstaðli
sem tryggir 100 prósent þjónustu-
öryggi og verður eitt öruggasta og
tæknilegasta gagnaver landsins,“
segir Gísli Valur.
Ragnheiður Harðar Harðardóttir,
sem tók við sem forstjóri Opinna
kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í
viðtali í Markaðinum í liðnum mán-
uði sjá mikinn viðsnúning á rekstri
félagsins eftir umbreytingarstarf
og hagræðingaraðgerðir á síðustu
árum.
Félagið tapaði 73 milljónum
króna árið 2017 og velti sama ár um
fjórum milljörðum króna en veltan
dróst saman um einn milljarð frá
fyrra ári. Ragnheiður sagði afkom-
una á síðasta ári einnig hafa verið
undir væntingum.
„Það að ráðast í umbreytingu
á rekstri fyrirtækja er krefjandi
og síðustu tvö ár bera þess
merki. Sú vinna gengur vel
og við sjáum nú mikinn við-
snúning á rekstrinum,“ nefndi
hún. –kij
Malasíska fyrirtækja-samsteypan Ber-jaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringn-
um Vincent Tan, eiganda breska
knattspyrnufélagsins Cardiff City,
mun greiða 53,6 milljónir dala, jafn-
virði um 6,7 milljarða króna, fyrir
75 prósent hlutafjár í Icelandair
Hotels og þeim fasteignum sem til-
heyra hótelrekstrinum miðað við
núverandi stöðu veltufjármuna og
vaxtaberandi skulda hótelkeðj-
unnar.
Kaup malasíska risans eru jafn-
framt háð því að skuldir Icelandair
Hotels verði endurfjármagnaðar
með nýjum lánum upp á 64 til 72
milljónir dala sem jafngildir átta til
níu milljörðum króna.
Frá þessu er greint í tilkynningu
sem Berjaya sendi malasísku kaup-
höllinni í fyrrakvöld.
Í tilkynningu malasíska félagsins
er jafnframt tekið fram að kaupin í
Icelandair Hotels geri félaginu kleift
að hefja innreið á íslenskan markað
fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir
að vaxi enn frekar þegar til fram-
tíðar sé litið.
Haft er eftir Vincent Tan, sem
geg nir stjór nar for mennsk u í
Berjaya-samsteypunni, í malas-
ískum fjölmiðlum að hann sé afar
ánægður með fjárfestinguna sem
feli í sér „lágan aðgangskostnað“.
Bendir hann á að kaupverðið sé um
75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4
milljóna króna, fyrir hvert hótelher-
bergi.
Fram kom í tilkynningu sem Icel-
andair Group sendi kauphöllinni
hér á landi á laugardag að heildar-
virði hótelkeðjunnar og tengdra
fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi
skuldir – væri 136 milljónir dala, um
17,1 milljarður króna, í viðskipt-
unum.
Í tilkynningu Berjaya er hins
vegar upplýst um að hlutafé Ice-
landair Hotels og fasteignanna sé
metið á 71,5 milljónir dala í við-
skiptunum miðað við stöðu vaxta-
berandi skulda keðjunnar, sem séu
64 milljónir dala, og veltufjármuna
hennar. Áætlað kaupverð á 75 pró-
sentum hlutafjárins sé þannig
liðlega 53,6 milljónir dala en end-
anlegt verð mun ráðast af fjárhags-
stöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin
ganga í gegn í lok ársins.
Kaupverðið á hótelkeðjunni,
sé miðað við heildarvirði hennar,
136 milljónir dala, er nálægt neðri
mörkum þeirra óskuldbindandi til-
boða sem fjárfestar sem fóru áfram
í aðra umferð söluferlisins gerðu í
keðjuna.
Þannig upplýsti Markaðurinn
um það snemma á þessu ári að til-
boð umræddra fjárfesta, sem voru
meðal annars Keahótel og Reginn,
sem skiluðu inn sameiginlegu til-
boði, og sjóður í stýringu Black-
stone, eins stærsta fjárfestingar-
sjóðs heims, hafi numið á bilinu 140
til 165 milljónum dala.
Auk skilyrða um endurf jár-
mögnun á skuldum Icelandair Hot-
els, eins og áður var lýst, eru kaup
Berjaya meðal annars háð sam-
þykki dómsmálaráðuneytisins á
grundvelli laga um eignarrétt og
afnotarétt fasteigna, eftir því sem
fram kemur í tilkynningu malasíska
félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC
á Íslandi hefur þegar gert áreiðan-
leikakönnun á hótelkeðjunni fyrir
Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson,
fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis-
f lokksins, var ráðgjafi malasísku
samsteypunnar í viðskiptunum.
Tekjur Icelandair Hotels, sem
rekur alls þrettán hótel auk sumar-
hótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu
97 milljónum dala, jafnvirði 12,2
milljarða króna, í fyrra og var
EBITDA hótelrekstrarins – afkoma
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta – á sama tíma jákvæð um sjö
milljónir dala. Samanlögð EBITDA
hins selda – hótelkeðjunnar og fast-
eignanna – var um tólf milljónir dala
á árinu. kristinningi@frettabladid.is
Berjaya greiðir um sjö
milljarða fyrir hlutinn
Kaupverð Berjaya á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels og tengdum fast-
eignum nam tæpum sjö milljörðum. Endurfjármagnar skuldir keðjunnar með
allt að níu milljarða láni. Telur að markaður fyrir lúxushótel muni stækka.
Icelandair Hotels rekur meðal annars hótelið Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Tekjur hótelkeðjunnar námu 97
milljónum dala í fyrra og þá var samanlögð EBITDA félagsins um tólf milljónir dala. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Heildarvirði 136
Vaxtaberandi skuldir 64
Veltufjármunir -0,5
Kaupverð 100% hlutafjár 71,5
Kaupverð 75% hlutafjár 53,6
✿ Kaupverð Berjaya
í milljónum dala
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir
dagsins og ítarlega umöllun um
málefni líðandi stundar.
Fylgstu með á frettabladid.is
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
Lögmannsstofan Fjeldsted & Blön-
dal slf. vinnur nú að undirbúningi
þess að hefja starfsemi í Bretlandi
og hefur nýlega gengið frá stofnun
félagsins Fjeldco ltd. þar í landi. Sá
sem mun stýra skrifstofu félagsins
í London, samkvæmt heimildum
Markaðarins, verður hæstaréttar-
lögmaðurinn Gunnar Þór Þórarins-
son, fyrrverandi meðeigandi hjá
lögmannsstofunni LOGOS.
Gunnar, sem er stjórnarformaður
Gamla Byrs og starfaði áður á skrif-
stofu LOGOS í London til margra
ára, hefur meðal annars unnið
mikið fyrir þá alþjóðlegu fjárfest-
ingarsjóði sem voru stærstu kröfu-
hafar föllnu bankanna.
Hagnaður lögmannsstofunnar,
sem gengur iðulega undir nafninu
Fjeldco, nam rúmlega 114 milljón-
um króna á árinu 2018 og minnk-
aði um fimm milljónir á milli ára.
Eigendum stofunnar fækkaði hins
vegar á árinu um einn – úr fjórum í
þrjá – og nam hagnaður á hvern eig-
anda vegna afkomu síðasta árs því
um 38 milljónum króna. Hluthafar
félagsins eru Halldór Karl Halldórs-
son, sem er jafnframt framkvæmda-
stjóri Fjeldsted & Blöndal, Hafliði K.
Lárusson og Þórir Júlíusson.
Rekstrartekjur stofunnar voru
samtals 369 milljónir í fyrra og
héldust nánast óbreyttar á milli ára.
Laun og annar starfsmannakostn-
aður jókst lítillega á milli ára og var
samtals 135 milljónir króna. Stöðu-
gildi á lögmannsstofunni voru að
meðaltali ellefu talsins á liðnu ári.
Eignir Fjeldco námu 267 milljón-
um króna í árslok 2018 og var eigið
fé félagsins um 137 milljónir. – hae
Fjeldco blæs til sóknar í London
Gunnar Þór
Þórarinsson
lögmaður.
1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
0
-0
1
5
C
2
3
7
0
-0
0
2
0
2
3
6
F
-F
E
E
4
2
3
6
F
-F
D
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K