Fréttablaðið - 17.07.2019, Page 18
Á árunum 2014 til 2018
fækkaði bankastarfsmönn
um um 13 prósent.
Á tímabilinu 2014 til
2018 hefur mesti útlána
vöxturinn verið hjá Lands
bankanum.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
✿ Arðsemi eiginfjár hjá íslensku bönkunum
0%
2014 2015 2016 2017 2018
5%
10%
15%
20%
25%
30%
n Landsbankinn n Íslandsbanki n Arion banki
7,9%
6,5
6,5
✿ Hlutfall markaðsvirðis af eigin fé
hjá völdum evrópskum bönkum
0,3
0,6
0,9
1,2
1,5%
0,0
Ar
io
n
ba
nk
i
D
an
sk
e
Ba
nk
Sw
ed
ba
nk
Sv
en
sk
a
ha
nd
el
sb
an
ke
n
N
or
de
a
D
nb
N
or
b
an
k
D
eu
ts
ch
e
Ba
nk
Co
m
m
er
zb
an
k
Ba
rc
la
ys
U
bs
G
ro
up
Cr
ed
it
Su
is
se
G
ro
up
0,
73
0,
62
1,
29 1,
37
0,
92
1,
24
0,
24 0,
29
0,
51
0,
85
0,
70
heimild: bloomberg
Stjórnvöld þurfa að marka skýra stefnu til að bæta rekstrarumhverfi bank-anna áður en ráðist verður í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Lands-
bankanum. Hvergi í Evrópu finnst
hærri skattbyrði og eiginfjárkröfur
eru strangar. Bankarnir búa auk
þess við íþyngjandi regluverk sem
gerir það meðal annars að verkum
að þeir hafa takmarkaða möguleika
á að draga úr kostnaði með sam-
starfi sín á milli. Allt þetta kemur
niður á arðsemi bankanna og þar
með verðinu sem ríkið getur búist
við að fá fyrir eignarhlutinn.
Eigendastefna ríkissjóðs sem var
kynnt um mitt ár 2017 kvað á um
að seldir yrðu eignarhlutir ríkisins í
Íslandsbanka og Arion banka. Hins
veg ar er stefnt að því að ríkið eigi
veru leg an hlut í Landsbank an um,
á bilinu 34 til 40 prósent. Gengið var
frá sölu á hlut ríkisins í Arion banka
á síðasta ári og á næstu vikum
skilar Bankasýsla ríkisins ýtarlegri
skýrslu um stöðu á bankamarkaði
og tillögu um söluferli bankanna.
Nýlega var haft eftir Lárusi L. Blön-
dal, stjórnarformanni Bankasýsl-
unnar, í Morgunblaðinu að unnt
væri að hefja söluferlið á næsta ári.
„Ég er ekki viss um að bankarnir
séu vænlegir til sölu ef við horfum á
rekstrarumhverfið, hvernig þeir eru
skattlagðir og hversu þröngar skorð-
ur þeim eru settar um samstarf til
að hagræða. Efnahagsreikningar
eru traustir en geta þeirra til að skila
mikilli arðsemi í framtíðinni er ekki
sérstaklega góð,“ segir Yngvi Örn
Kristinsson, hagfræðingur Sam-
taka fjármálafyrirtækja, í samtali
við Markaðinn.
Hér á landi eru þrír skattar lagðir
sérstaklega á fjármálafyrirtæki;
bankaskattur sem er lagður á skuld-
ir fjármálafyrirtækja, fjársýslu-
skattur og sérstakur fjársýsluskatt-
Vængstýfður
bankarekstur
settur á sölu
Framtíðarsýn stjórn-
valda á umgjörð fjár-
málakerfisins skiptir
meginmáli þegar kemur
að sölu á eignarhlut rík-
issjóðs í Íslandsbanka
og Landsbankanum.
Arðsemisgetan dregin
niður af miklu reglu-
verki og þungri skatt-
byrði. Fyrirvaralausar
álögur fæla erlenda
fjárfesta frá og banka-
skatturinn rýrir eignar-
hlut ríkisins.
ur. Yngvi Örn bendir á að hvergi í
Evrópu sé skattlagning á fjármála-
fyrirtæki hærri en á Íslandi.
„Bankaskatturinn er þungbær-
astur vegna þess að hann hefur
bein áhrif á fjármögnunarkostnað
og skekkir samkeppnisumhverfið
á lánamarkaði verulega. Þetta hefur
annars vegar haft þau áhrif að líf-
eyrissjóðir, sem eru undanþegnir
skattinum, hafa náð að stórauka
hlutdeild sína í húsnæðislánum og
hins vegar þau að norrænir bankar
geta laðað íslensk stórfyrirtæki í
viðskipti til sín. Norrænu bank-
arnir eru að keppa með miklu lægri
skattbyrði og miklu lægri eiginfjár-
kröfur,“ segir Yngvi Örn. Ríkið sé í
rauninni að skjóta sig í fótinn með
því að draga úr samkeppnishæfni
banka sem ætlað er að selja.
„Það hefur auk þess fælandi áhrif
á erlenda fjárfesta ef ríkið, stjórn-
völd og Seðlabankinn geta fyrir-
varalaust og án lagagrundvallar
lagt ný gjöld á fjármálafyrirtæki.
Síðasta dæmið var í júlí í fyrra
en þá tilkynnti Seðlabankinn þá
ákvörðun sína að helmingurinn af
bindiskyldunni væri á núll prósents
vöxtum til að standa undir kostnaði
við gjaldeyrisforðann.“
Arðsemi íslensku bankanna var
töluverð þegar hreinsun efnahags-
reikninga þeirra stóð yfir á árunum
2012 til 2015. Það tímabil er að baki
og er hagræðing í rekstri eina leiðin
til þess að auka arðsemina að sögn
Yngva.
„Stærstu kostnaðarliðir banka
eru laun, skattar og kostnaður við
upplýsingatækni. Bankar hafa
fækkað starfsfólki og útibúum á
undanförnum árum. Á upplýsinga-
tæknisviðinu er erfitt að draga úr
kostnaði nema með auknu sam-
starfi við kaup og þróun búnaðar.
Skilyrði sem Samkeppniseftirlit
hefur sett slíku samstarfi draga
mjög úr hagræði eða koma í veg fyir
það,“ segir Yngvi Örn.
„Bankarnir búa yfir öllum þeim
innviðum sem nútímabankarekstur
krefst en kostnaður hvers banka
dreifist á um hundrað þúsund
viðskiptavini á meðan kostnaður
Danske Bank dreifist á milljónir
viðskiptavina. Þarna eru augljós
tækifæri til samstarfs sem myndu
leiða til hagkvæmni en afstaða Sam-
keppniseftirlits til samstarfs á upp-
lýsingatæknisviði torveldar að hægt
sé að nýta þau.“
Hvernig telurðu að standa þurfi
að sölunni á eignarhlut ríkisins í
bönkunum?
„Ég hef sagt að áður en bank-
arnir verða seldir verður að setja
ákvæði í lög um stóra eignarhluti
og takmarkanir á atkvæðisrétti
þeirra sem eiga stóra eignarhluti
í bönkunum. Það á að vera fyrsta
skrefið í ljósi reynslunnar. Að öðru
leyti þarf salan að fara fram fyrir
opnum tjöldum. Ein leið til þess
væri að skrá bankana í Kauphöll-
ina og byrja á því að selja lítinn hlut
Erfitt að selja Íslandsbanka í heilu lagi
Bankasýsla ríkisins telur ólíklegt
að unnt verði að selja eignarhlut
ríkisins í Landsbankanum eða
Íslandsbanka til erlends banka.
Lítið hefur verið um yfirtökur
á bönkum á milli Evrópulanda
eftir fjármálahrunið en hins
vegar er möguleiki á því að stór
norrænn banki sæi hag sinn í
því að gera íslenskan banka að
útibúi.
Bankasýslan skilaði minnis
blaði til starfshópsins sem
skrifaði hvítbókina þar sem fram
kom að sú skoðun hefði verið
staðfest að mestu leyti í reglu
legum samskiptum við alþjóð
lega fjárfestingarbanka.
Lárus L. Blöndal, stjórnarfor
maður Bankasýslunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrr í
mánuðinum að hann væri svart
sýnn á að það tækist að selja
Íslandsbanka í heilu lagi.
„Eins og staðan er í dag er
þó mjög ólíklegt að það takist.
Hversu stór hluti bankanna,
ef einhver, verður seldur fer
eftir hinum pólitíska vilja,“ sagði
Lárus.
1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
0
-1
0
2
C
2
3
7
0
-0
E
F
0
2
3
7
0
-0
D
B
4
2
3
7
0
-0
C
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K