Fréttablaðið - 17.07.2019, Qupperneq 23
til þess að fá tilfinningu fyrir því
hvað minni fjárfestar eru tilbúnir
að borga fyrir hlutabréfin.“
Væntingar spila inn í verðið
Eftir sölu Kaupþings á tuttugu pró-
senta hlut í Arion banka í júlí varð
bankinn sá fyrsti af íslensku við-
skiptabönkunum þremur til að vera
alfarið kominn úr höndum slitabús
eða ríkissjóðs. Arion var skráður á
hlutabréfamarkað sumarið 2018
og var útboðsgengið sett 75 krónur
á hlut eða sem samsvaraði genginu
0,67 sinnum bókfærðu eigin fé
bankans. Hlutfallið nemur nú 0,73.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir
fjármálakerfið var kynnt í lok síð-
asta árs en lítið hefur frést af þeim
tillögum sem þar voru settar fram.
Þar kom fram að verð á hlutabréf-
um í Arion banka gæfi vísbendingu
um markaðsvirði hinna bankanna
tveggja. Eigið fé Landsbankans
nam 246 milljörðum króna og eigið
fé Íslandsbanka 174 milljörðum
króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Ef
markaðsvirði Arion banka sem
hlutfall af bókfærðu eigin fé væri
heimfært á hina bankana tvo næmi
virði þeirra á markaði um 307 millj-
örðum króna.
Í hvítbókinni kom einnig fram að
Bankasýsla ríkisins teldi ólíklegt að
unnt yrði að selja eignarhlut ríkis-
ins í Landsbankanum eða Íslands-
banka til erlends banka. Lítið hefði
verið um yfirtökur á bönkum á
milli Evrópulanda eftir fjármála-
hrunið en hins vegar væri mögu-
leiki á því að stór norrænn banki
sæi hag sinn í því að gera íslenskan
banka að útibúi.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðing-
ur í hagfræðideild Landsbankans,
segir ljóst að hægt sé að grípa til
ýmissa ráða til að gera bankana
söluvæna.
„Það er ekkert launungarmál
að skattlagning í bankakerfinu er
hærri en annars staðar. Þetta rífur
niður arðsemina og þar með verðið
á bönkunum,“ segir Sveinn.
„Síðan er gríðarlega mikið reglu-
verk á fjármálamarkaði sem fjár-
festar horfa til þegar þeir verð-
meta banka. Það skiptir því miklu
máli hvaða sýn stjórnvöld hafa á
framtíð regluverksins og lagaum-
gjarðarinnar.“
Markaðurinn greindi frá því
í byrjun júlí að lausafjárstaða
stóru viðskiptabankanna þriggja
í krónum hefði versnað á síðustu
mánuðum. Hertar kröfur drægju
úr getu bankanna til þess að auka
útlán á sama tíma og hagkerfið þarf
á auknu lánsfé að halda.
Í skýrslu hagfræðideildar Lands-
bankans kemur fram að íslensku
lausafjárreglurnar séu byggðar á
evrópskum reglum sem séu minni
bönkum þungbærari en öðrum.
„Reglur um lausafé eru nú
að okkar mati orðnar meira haml-
andi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur
en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu
hagfræðideildarinnar.
Jafnframt séu reglurnar meira
íþyngjandi fyrir íslenska banka í
ljósi þess að hlutfallslega sé minna
um lausafjáreignir hér á landi í
samanburði við önnur Evrópuríki.
Ríkisskuldabréf séu helstu lausa-
fjáreignir íslenskra banka á meðan
til að mynda fyrirtækjaskuldabréf
með háa lánshæfiseinkunn séu
talin viðunandi lausafjáreignir í
tilfelli evrópskra banka.
Vegferðin tekur mörg ár
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
segir að lífskjör almennings felist
ekki í því að binda gríðarmikla fjár-
muni í fjármálastarfsemi.
„Í mínum huga er þetta tvíþætt.
Annars vegar á ríkið ekki að vera í
áhætturekstri á fjármálamarkaði
með þeim hætti sem það gerir í
dag. Hins vegar þurfum við að taka
ákvörðum um það hvort við teljum
skynsamlegt að binda gríðarmikla
fjármuni í tveimur fyrirtækjum
sem annars væri hægt að nýta í aðra
samfélagslega innviði til þess að
bæta lífskjör og samkeppnishæfni
atvinnulífsins. Ég tel að lífskjör og
lífshamingja landsmanna felist
ekki í því að binda nokkur hundruð
milljarða í fjármálastarfsemi,“ segir
Óli Björn.
Sérðu fyrir þér pólitískar hindr-
anir þegar kemur að sölu á bönk-
unum?
„Það liggur fyrir að stefnt er að
því að hefja sölu á hluta af bönkun-
um. Menn hafa horft til þess að taka
fyrstu skrefin með Íslandsbanka og
sá undirbúningur er þegar hafinn.
Ég vonast til þess að fyrsta skrefið
verði tekið á næsta ári en þessi veg-
ferð mun ekki taka eitt eða tvö ár.
Hún mun taka mörg ár,“ segir Óli
Björn.
„Það skiptir líka máli að það sé
skýr stefna hvað varðar aðferða-
fræði og tímaramma. Erum við að
tala um að losa að mestu eða öllu
leyti um eignarhald ríkisins á fjár-
málafyrirtækjum á næstu 10 árum?
Ég held að það sé skynsamlegt að
setja slíkan tímaramma.“
Þá segir Óli Björn að deildar
meiningar séu um það hvaða hlut-
verk ríkið eigi að leika á fjármála-
markaði en hann telur að ágrein-
ingurinn á þinginu muni fyrst og
fremst snúast um það hvort ríkið
haldi eftir verulegum eignarhlut í
Landsbankanum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra greip til þess að fresta frum-
varpi sínu um lækkun bankaskatts-
ins um eitt ár vegna fyr ir sjá an leg s
sam dráttar í tekj um rík is sjóðs. Óli
Björn segir að skatturinn rýri
eignar hlut ríkisins í bönkunum.
„Það er ljóst að
menn þurfa í þessu ferli, þegar
menn leggja hér skatta eða álögur á
fjármálakerfið sem er umfram það
sem gengur og gerist í samkeppnis-
löndum, þá gerist tvennt. Annars
vegar verða bankar hér ekki jafn
samkeppnishæfir og það verða fyrst
og fremst stærri fyrirtæki á Íslandi
sem hafa burði til þess að leita sér að
fyrirgreiðslu erlendis. Eftir standa
íslensk heimili og minni fyrirtæki
sem þurfa þá að sætta sig við að eiga
viðskipti við innlend fjármálafyrir-
tæki sem geta ekki boðið jafn hag-
stæð kjör. Það er þá ljóst að það er
almenningur, og litlu og meðalstóru
fyrirtækin sem borga í raun þessa
skatta. Og hitt er að þetta rýrir
eignarhlut ríkisins þegar til sölu á
eignarhlutnum kemur.“
Ertu vongóður um að hægt verði
að selja bankana í heilu lagi?
„Auðvitað vil ég að ríkið fari
alfarið út af fjármálamarkaði en
þetta er langhlaup. Það sem er
mikilvægt er að hefjast handa með
skýra stefnu. Ef það er niðurstaðan
að menn telji að ríkið eigi að eiga
ráðandi hlut, 30-35 prósenta hlut
í öðrum hvorum bankanum, og
þá er yfirleitt alltaf horft til Lands-
bankans, þá kann að vera að það
sé ásættanlegt til skemmri tíma
litið. Langtímamarkmiðið er
þó að losa um
þessa fjármuni, hætta að taka þátt
í áhætturekstri og nýta fjármunina
með öðrum hætti.“
Brýnt að skoða aðrar leiðir
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er kveðið á um að ríkissjóður
dragi úr eignarhaldi á banka-
markaði en verði leiðandi fjárfestir
í að minnsta kosti einni kerfislega
mikilvægri fjármálastofnun. Ekki
hefur gætt mikillar mótstöðu við
áformin á opinberum vettvangi af
hálfu Vinstri grænna en Kolbeinn
Óttarsson Proppé, þingmaður
flokksins, segir að nýta þurfi tæki-
færið til að skoða hvaða möguleikar
standa til boða.
„Við eigum fyrst og fremst að
huga að því hvernig við tryggjum
ríkinu, og þar með almenningi, sem
bestan skerf af þeim verðmætum
sem þarna liggja. Þá þarf maður að
vera tilbúinn að skoða alla mögu-
leika. Er best fyrir almenning að fá
hlutdeild í arði, að einn bankanna
verði rekinn á öðrum forsendum og
eigum við að skoða einhvers konar
samfélagsbanka? Er bankakerfið of
stórt og eigum við þar af leiðandi að
skoða sameiningu banka þannig að
úr verði tveggja banka kerfi þar sem
annar bankinn er í eigu ríkisins?“
segir Kolbeinn Óttarsson Proppé,
þingmaður Vinstri grænna.
„Það er ekki markmið í sjálfu
sér að losa eða selja bankann, þar
skipta hagsmunir almennings öllu.
Við erum stundum föst í gamal-
dags hugsunarhætti um að annað-
hvort eigi ríkið banka eða hann sé
seldur fyrir sem mest fé. Punktur.
Við þurfum að horfa til þeirra fjöl-
mörgu markmiða sem við ætlum að
ná með fjármálakerfinu og þar er
verðmiði ekki endilega aðal atriðið.
Við þurfum að vera óhrædd við að
hugsa um þetta eftir algjörlega
nýjum leiðum.“
Spurður hvort hann telji að sala
eignarhalds ríkisins á bönkunum
verði mikið ágreiningsefni innan
ríkisstjórnarinnar segir Kolbeinn
að honum kæmi mjög á óvart ef
f lokkarnir hefðu nákvæmlega
sömu áherslur hvað þessi mál
varðar.
„Þetta eru ólíkir f lokkar með
ólíkar áherslur og þá þarf að finna
lendingu. Ég tel að ríkið eigi að eiga
fjármálastofnun og í stjórnarsátt-
málanum er talað um að það sé
leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti
einni fjármálastofnun.“
Við erum stundum
föst í gamaldags
hugsunarhætti um að
annaðhvort eigi ríkið að
eiga banka eða
hann sé seldur
fyrir sem
mest fé.
Kolbeinn Óttars-
son Proppé, þing-
maður Vinstri grænna
Ég er ekki viss um
að bankarnir séu
vænlegir til sölu ef við
horfum á rekstrar
umhverfið.
Yngvi Örn Krist-
insson, hagfræð-
ingur Samtaka
fjármálafyrirtækja
Ég tel að lífskjör og
lífshamingja
almennings felist ekki í því
að binda nokkur hundruð
milljarða í
fjármálastarf
semi.
Óli Björn Kárason,
formaður efna-
hags- og viðskipta-
nefndar Alþingis
Hafa litla trú á stjórnvöldum
Við gerð hvítbókarinnar var Arion
banki fenginn til að skrifa minnis-
blað um lærdóminn af söluferli
bankans sem lauk með skráningu
á markað í júní 2018. Þar kom
fram að eitt af því sem forsvars-
menn bankans lærðu í viðræðum
við erlenda fagfjárfesta væri að
þeir „þurfa ekki að eiga Ísland“.
Skráningar íslenskra félaga
á markað væru ekki af þeirri
stærðar gráðu að erlendir fag-
fjárfestar teldu sig þurfa að taka
þátt. „Íslenskur fjárfestinga-
kostur þarf að vera aðlaðandi í
gæðum og verði til að höfða til
erlendra fjárfesta,“ segir í minnis-
blaðinu.
Erlendir fjárfestar hafa að sögn
bankans mikla trú á íslensku
efnahagslífi en minni sann-
færingu fyrir því að stjórnvöld og
regluumhverfi hérlendis sé eins
og best verður á kosið. Skyndi-
leg hækkun á kerfisáhættu auka
og ákvörðun Seðlabankans um
bindiskyldu á erlent fjármagn
hafi einnig orkað tvímælis fyrir
fjárfesta.
Lög um kaupauka komu
erlendum fjárfestum á óvart og
þeir furðuðu sig á því að bankinn
skyldi vera í samkeppni um
íbúða lán við lífeyrissjóði sem
sættu ekki sömu kröfum um
eigið fé, útlánatap og skatt-
greiðslur.
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
0
-1
0
2
C
2
3
7
0
-0
E
F
0
2
3
7
0
-0
D
B
4
2
3
7
0
-0
C
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K