Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 24

Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 24
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungar­ vík hagnaðist um liðlega sjö millj­ ónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017. Rekstrartekjur Örnu, sem sér­ hæfir sig í framleiðslu á laktósafrí­ um mjólkurvörum, námu rúmum 1.052 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 23 prósent frá fyrra ári þegar þær voru alls 858 milljónir króna en þær hafa vaxið ört frá því að framleiðsla hófst á haustdögum 2013.. EBITDA mjólkurvinnslunnar – afkoma fyrir afskriftir, fjármagns­ liði og skatta – var jákvæð um 51 milljón króna í fyrra en til saman­ burðar var hún jákvæð um 53 millj­ ónir króna árið 2017. Arna átti eignir upp á tæplega 409 milljónir króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé félagsins 116 milljónir króna og eiginfjárhlut­ fallið því um 28 prósent. Ársverk mjólkurvinnslunnar voru 21 talsins í fyrra, borið saman við 18 árið áður, og námu laun og annar starfsmannakostnaður henn­ ar samanlagt 169 milljónum króna. Dvorzak Ísland, sem er í eigu fjárfestisins Jóns von Tetzchner, er stærsti hluthafi Örnu með ríf­ lega helmingshlut en stofnandinn og framkvæmdastjórinn Hálfdán Óskarsson er sá næststærsti með fimmtán prósenta hlut. – kij Tekjur Örnu jukust um fjórðung Hagnaður útgerðarfyrirtækisins Jak­ obs Valgeirs nam ríflega 14 milljón­ um evra, jafnvirði tveggja milljarða króna, á síðasta ári og nær ellefu­ faldaðist frá fyrra ári þegar hann var um 1,3 milljónir evra. Hagnaður síðasta árs skýrist að mestu af söluhagnaði hlutabréfa upp á samanlagt 11,9 milljónir evra, tæplega 1,7 milljarða króna, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi útgerðarinnar. Rekstrartekjur Jakobs Valgeirs námu 26,9 milljónum evra, sem jafn­ gildir 3,8 milljörðum króna, á síðasta ári og jukust um 13,5 prósent eða 3,2 milljónir evra frá fyrra ári. Þá var rekstrarhagnaður útgerð­ arinnar tæplega 3,5 milljónir evra í fyrra borið saman við 3,3 milljónir evra árið 2017 en framlegð minnkaði hins vegar um 500 þúsund evrur á milli ára og var tæpar 4,7 milljónir evra á síðasta ári. Samkvæmt efnahagsreikningi Jakobs Valgeirs námu eignir útgerð­ arinnar liðlega 91,6 milljónum evra, jafnvirði 12,9 milljarða króna, í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé þess 29 milljónir evra og eiginfjár­ hlutfallið því um 32 prósent. Stærsti hluthafi útgerðarinnar er félagið F84, sem er í eigu Bjargar Hildar Daðadóttur, eiginkonu Jakobs Valgeirs Flosasonar fram­ kvæmdastjóra, með 47 prósenta hlut en Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, fer með 36 prósenta hlut í útgerðarfyrirtækinu. – kij Jakob Valgeir hagnaðist um tvo milljarða í fyrra 1,7 milljarðar króna var sölu- hagnaður Jakobs Valgeirs af hlutabréfum í fyrra. Tekjur Örnu hafa vaxið hratt frá því að framleiðsla hófst 2013. Þær voru 1.052 milljónir í fyrra og jukust um fjórðung á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Valdimar Hafsteins­son hefur starfað sem framkvæmda­stjóri Kjöríss í aldar­fjórðung. Valdimar segir að Kjörís sé eitt af fáum rótgrónum fjölskyldu­ fyrirtækjum sem ekki voru seld í góðærinu og stóðu af sér hrunið. Hver eru þín helstu áhugamál? Helstu áhugamálin eru tengd hreyfingu og útivist. Ég var í öllum íþróttum sem í boði voru þegar ég var að alast upp. Knattspyrna náði yfirhöndinni tímabundið og lék ég í meistaraf lokki með Hveragerði. Þegar undir þrítugt var komið þá stofnaði konan mín, ásamt f leirum, blakdeild í Hveragerði og fórum við nokkur að stunda blak af kappi. Sú íþrótt hentar vel fram eftir aldri og stundum við hjónin enn blak með Hamri á veturna. Á sumrin eru hlaupaskórnir dregnir fram og stundum við hlaup með félögum okkar í skokkhópi Hamars. Og er jafnvel keppt í einu og einu hlaupi til að halda æfingadampi. Að baki eru fimm maraþon og þrír Lauga­ vegir sem eru helstu afrekin. Á vet­ urna get ég líka alveg dottið í grúsk í ættfræði, landafræði eða sögu. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég er einfaldur maður og rútínan er svipuð á virkum dögum. Hafra­ grautur með rjóma og banönum upp úr kl. 7.30. Svo er gengið í vinnuna sem eru nákvæmlega 112 skref. Þar er tekin staðan á verk­ efnum dagsins með samstarfs­ fólkinu. Á laugardagsmorgnum er skokktúr með skokkhópnum og að sjálfsögðu er sunnudagurinn hvíldardagur. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Það góða við þetta starf er að mér Krefjandi að reka framleiðslu á Íslandi Nám: Stúdent frá MA 1986, iðnaðar- tæknifræðingur (B.Sc.) frá gamla Tækniskólanum (nú HR). Störf: Ég hef starfað sem framkvæmda- stjóri fjölskyldufyrirtækisins Kjöríss síðan 1994 og er formaður Atorku, félags atvinnurekenda á Suðurlandi. Áður vann ég með skóla aðallega í Kjörís og einnig í byggingavinnu. Fjölskylduhagir: Er kvæntur Sigrúnu Kristjáns- dóttur, yfirljósmóður HSu. Eigum við tvíburana Hafstein og Kristján fædda 1989 og dótturina Guð- björgu fædda 1996. Svipmynd  Valdimar Hafsteinsson finnst það nánast alltaf skemmti­ legt. Þegar maður hefur unnið í 25 ár í sama starfi þá er auðvitað krefjandi að halda sér og öðrum á tánum. Það að velja sér gott samstarfsfólk er lykilatriði og við höfum verið lánsöm að hafa af bragðs fólk í vinnu sem lítur á fyrirtækið sem sitt eigið. Það hefur auðveldað mér þennan rekstur á þessum árum. Auðvitað geta komið erfið mál og ákvarðanir sem geta tekið á en það eru tækifæri í öllum aðstæðum sem hægt er að nýta sér eða læra af. Aðrar áskoranir felast í að viðhalda stöðu okkar hjá neyt­ endum og viðskiptavinum. Þeir hafa treyst okkur í 50 ár og borða ísinn okkar aftur og aftur. Að við­ halda þeirri hringrás er stærsta áskorunin. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Það að reka framleiðslufyrir­ tæki á Íslandi er krefjandi starf. Undanfarin misseri hafa laun hækkað umtalsvert og samkeppni er allajafna hörð við innlendar og erlendar vörur. Verðhækkanir hafa því verið í lágmarki. Þetta gerir það að verkum að leita þarf allra leiða til hagræðingar og útsjónarsemi í rekstrinum. Á meðan eru vextir háir, tryggingagjald hátt og kostn­ aður eins og fasteignagjöld hefur stórhækkað. Tollar hafa lækkað á innf luttan ís og á meðan eru tollar hækkaðir á dýrustu hráefnunum til að girða fyrir ódýran innf lutning. Þetta gerir allan rekstur í þessum iðnaði þungan. Umræða um sykur­ skatt er eins og áður felubúningur skattahækkana sem munu skekkja samkeppnisstöðu og veikja inn­ lenda framleiðslu. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Kjörís á næstu árum? Kjörís er eitt af fáum af þessum gömlu g rónu f jölsk yldu f y r ir­ tækjum sem voru ekki seld í góð­ ærinu, stóðu af sér hrunið og hafa farið vel í gegnum kynslóðabreyt­ ingar. Ég sé Kjörís fyrir mér sem fjölskyldufyrirtæki í heilbrigðum rekstri sem byggður er á traustum grunni. Væntanlega mun umhverf­ ið breytast með tækni og breyttum neysluvenjum en mikilvægast er að fylgjast vel með þróun og tileinka sér það sem það býður upp á hverju sinni. Við njótum þess að vera í Hveragerði þar sem framleiðslan byggir á jarðgufu, grænni orku og hreinu vatni. Aðstöðu sem við erum öfunduð af um allan heim. Hvers konar stjórnunarhætti hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Kjörís er 50 ára í ár og stofnað af föður mínum, Hafsteini Krist­ inssyni. Hann var frumkvöðull í mjólkuriðnaði og byrjaði með ostagerð 1966, á undan ísnum. Hann dó fyrir aldur fram 59 ára árið 1993 og tók systir mín, Guð­ rún, þá við stjórn í eitt ár áður en ég kom til starfa að fullu. Pabbi var leiðtogi og fékk fólk í lið með sér og innrætti okkur börnunum sínum þann hugsunarhátt. Við ólumst upp við að ganga í öll störf, m.a. keyra ísblöndu í Eden um helgar og gera það sem þurfti til að hlutir gengju. Mínir stjórnarhættir ganga út á að vera mannlegur og alltaf með opnar dyr fyrir alla. Ég reyni að hlusta á starfsfólk og viðskipta­ vini, lesa aðstæður og nýta það til að bæta okkur á öllum sviðum og með hæfilegu magni af Excel­ skjölum. Ef þú þyrftir velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Þar sem helstu áhugamálin hafa verið í kringum íþróttir og útivist þá hef ég grun um að hugurinn gæti leitað þangað. Með öllum ferða­ mönnunum til Íslands þá gæti ég hæglega nýtt óeðlilega fróðleiks­ fýsn í landafræði og sögu í að miðla því til ferðamanna. Ég held ég gæti verið ansi góður leiðsögumaður. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir 10 ár verð ég vonandi enn að borða ís, hvort sem ég verð í mínu starfi eða einhvers staðar á kant­ inum. Ég verð örugglega skokkandi um fjöllin og að njóta lífsins með fjölskyldu minni og vinum. Valdimar segist vona að eftir tíu ár verði hann enn að borða ís. Þá verði hann örugglega enn skokkandi um fjöllin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 0 -1 5 1 C 2 3 7 0 -1 3 E 0 2 3 7 0 -1 2 A 4 2 3 7 0 -1 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.