Fréttablaðið - 17.07.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 17.07.2019, Síða 30
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar og tengdamóður, Evu H. Ragnarsdóttur Greta Önundardóttir Páll Halldórsson Ásgeir Önundarson Riszikiya Hasansdóttir Ragnar Önundarson Áslaug Þorgeirsdóttir Páll Torfi Önundarson Kristín Hanna Hannesdóttir Ástkær sonur okkar og bróðir, Albert Ísleifsson lést þriðjudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 19. júlí kl. 13.00 Ísleifur Ástþórsson Sigrún Ólöf Sigurðardóttir Ástþór Eydal Ísleifsson Ingþór Sigurður Ísleifsson Bjarki Ísleifsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Aðalsteinn Davíðsson kennari, lést sunnudaginn 14. júlí á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Minningarathöfn verður haldin í Kópavogskirkju, föstudaginn 19. júlí klukkan 13. Bergljót Gyða Helgadóttir Davíð Aðalsteinsson Pamela Schultz Helgi Aðalsteinsson Joohee Hong Þorsteinn Aðalsteinsson Randi W. Stebbins og barnabörn. Sonur minn og bróðir, Pálmi Freyr Óskarsson lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum sunnudaginn 7. júlí. Útför fer fram frá Landakirkju föstudaginn 19. júlí kl. 14.00 Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn Vestmannaeyjum. Óskar Jakob Sigurðsson Matthildur Eiríksdóttir Ég er hérna undir rússíbananum og ætla að finna mér aðeins hljóðlátari stað,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir þegar ég hringi. Spurð hvort hún sé búin að fá sér salíbunu svarar hún: „Nei, ég fór í rússíbana fyrir mörgum árum í Árósum og hét því að gera það aldrei aftur. En nú er ég komin með dóttur minni inn í lítið hús með þaki og sest á bekk. Erum hér átta saman  og  týndum nokkrum sem ætla í öll tæki. Það vantar aðeins eina litla fjölskyldu sem ég vildi að hefði verið með okkur en hún komst því miður ekki.“ Sjöfn er sem sagt stödd í Tívolíinu í Kaupmannahöfn og nýtur lífsins. Það á vel við að hún fagni  áttræðisafmæli í Danmörku, enda fæddist hún undir dönskum kóngi, eins og hún orðar það sjálf.  Stórafmælið gefur tilefni til að for- vitnast aðeins um lífsgöngu hennar til þessa. Fyrst upprunann. „Ég segist alltaf vera Húnvetningur en er fædd í Reykja- vík, á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu, hjá Helgu Níelsdóttur ljósmóður. Þar fæddust líka þau tvö börn sem ég ól í heiminn ansi mörgum árum seinna. En níu mánaða gömul fór ég með móður minni norður í Húnavatnssýslu og ólst upp í Sólheimum í þáverandi Svína- vatnshreppi. Þar var ég hjá ömmu  og afa, Sigurlaugu Hansdóttur og Þorleifi Ingvarssyni sem ég kallaði aldrei annað en mömmu og pabba, en móðir mín, Lára Guðmundsdóttir, og stjúpfaðir, Sveinbjörn Jónsson, bjuggu alla tíð á Blönduósi og þar fæddust hálfsystkini mín.  Ég er rík af hálfsystkinum og fóstur systkinum,“ segir hún.  Þó Sjöfn hafi ekki hitt móður sína og systkini daglega í uppvextinum segir hún hafa verið mikinn samgang milli heimilanna og hún hafi notið þess besta á báðum stöðum. „Ég var dekruð í Sólheimum og svo var ég elsta barnið þegar ég fór á Blönduós, það var mikill titill að bera. Ég átti bara dásamlega æsku. Ólst upp við venjubundin sveita- störf sem öll voru unnin með höndum. Ég er  auðvitað búin að lifa tímana tvenna þó mér finnist ég ekki vera neitt afgömul en ég tel mig lánsama að geta horft til beggja heima.“ Sjöf n  er f y r r vera nd i  for mað - ur  Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og varaformaður BSRB, fulltrúi launafólks í nefndum og ráðum. Spurð hvort hún hafi snemma orðið stéttvís svarar hún: „Ég veit það ekki. Pabbi Þor- leifur var Framsóknarmaður af gömlu gerðinni, þeirri framfarasinnuðu stétt sem stofnaði kaupfélög og var félagslega sinnuð. Hann var mjög vinnusamur, var mikill talsmaður þess að fólk létti hvað undir með öðru og það var of boðslega gaman að vinna með honum. En ég fór ung að heiman, var  í gagnfræðaskóla á Sauðárkróki og f lutti til Reykjavíkur f ljótlega upp úr því. Þar fór ég f ljótt að fylgjast með því sem vinstra fólk sagði og skrifaði, skráði mig í Alþýðubanda- lagið og síðan Vinstri græna.“ Smám saman kveðst Sjöfn  hafa farið að skipta sér af verkalýðsmálum. „Eftir að hafa unnið í fiski, keyrt vöru- bíl og gert það sem til féll, fékk ég vinnu í Borgarbókasafninu og það er besta og skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Þar gerðist ég bókavörður af lífi og sál, fór á öll námskeið sem ég gat og varð f ljótlega trúnaðarmaður fyrir starfs- menn. Svo vatt það upp á sig og allt í einu var ég komin inn í fulltrúaráð og síðan stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Í tímans rás varð ég for- maður og var það í ansi mörg ár og þá um leið varaformaður BSRB, vann þar lengst og best með Kristjáni Thorlacius og Ögmundi Jónassyni. Þetta var góður tími og skemmtilegur. Ég sé ekki eftir einum degi.“ Aldrei kveðst Sjöfn hafa farið í fram- boð til Alþingis. „Það var ekki takmark- ið,“ segir hún. „En ég hef unnið mikið fyrir Vinstri græna, verið svona í snún- ingum. Við Sigríður heitin Kristinsdóttir áttum oft heiðurinn af því að klósettin voru hrein og nóg af kaffi á könnunni. Vorum líka góðar í vöfflunum.“  Nú  á  Sjöfn heima í Mörkinni og kveðst njóta lífsins eins og aðrir sem þar búi.  „Ég hef  átt góða ævi,“ segir hún. „Ekki síst fyrir það að ég hef verið heilsuhraust og eignast góða vini.“ gun@frettabladid.is Tel mig lánsama að geta horft til beggja heima Sjöfn Ingólfsdóttir, forystukona í verkalýðshreyfingunni til margra ára, fagnar áttræðis­ afmæli í Kaupmannahöfn með börnum og barnabörnum, enda fædd undir dönskum kóngi, en hún sleppir rússíbananum í Tívolíinu þótt sumir í hópnum ætli í öll tækin. Sjöfn kveðst ekki sjá eftir einum degi sem hún hefur varið í stéttabaráttu um ævina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eftir að hafa unnið í fiski, keyrt vörubíl og gert það sem til féll, fékk ég vinnu í Borgar- bókasafninu og það er besta og skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. 1751 Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, eru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta. 1762 Katrín 2. verður einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var ráðinn af dögum. 1930 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kemur til Íslands og flýgur yfir alla suðurströnd landsins. 1932 Á Skólavörðuholti í Reykjavík er afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan er gjöf Bandaríkja- manna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. 1945 Potsdam-ráðstefnan hefst. Þar hittast Harry S. Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna, og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. 1946 Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu er leikinn í Reykjavík. Hann er gegn Dönum sem sigra, 3:0. 1969 Bing Crosby, leikari og söngvari, kemur til Íslands og dvelur í nokkra daga við laxveiðar.  Merkisatburðir 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 F -E 8 A C 2 3 6 F -E 7 7 0 2 3 6 F -E 6 3 4 2 3 6 F -E 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.