Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 36

Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 36
ÉG SPYR NÆSTU MANNESKJU HVAÐ SÉ EIGINLEGA Í GANGI OG ÞÁ KOM Í LJÓS AÐ VON VAR Á BRIAN MAY AÐ ÁRITA KLUKKAN SEX. Atli hefur verið aðdáandi sveitarinnar í nokkra áratugi og sá hana spila í Wembley Arena 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Atla Þór finnst mest gaman að safna vínylplötum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var bara að klára að taka allt til. Ég tók til geisladiskana mína, húfur og bolla. Nefndu það bara, ég á alveg alls konar,“ segir Atli glaður í bragði. Hann var meira en lítið til í að ræða aðdáun sína á hljómsveit- inni, en hann hefur verið dyggur aðdáandi hennar í nokkra ára- tugi. Atli segir að á sínum tíma hafi minningar tónleikarnir um Freddie Mercury gert útslagið og hann hafi verið eldheitur aðdáandi Queen allar götur síðan. Spenntur fyrir We Will Rock You Þegar það var tilkynnt á sínum tíma að söngleikurinn We Will Rock You yrði settur á fjalir Háskólabíós nú síðar í sumar, var aðstandendum sýningarinnar ljóst að Atli væri vafa- laust einn helsti aðdáandi sveitar- innar á landinu í dag. „Ég varð bara svo spenntur og sýndi komu sýningarinnar mikinn áhuga á Facebook. Sjálfur hafði ég einmitt hugsað í mörg ár hvenær það stæði eiginlega til að setja We Will Rock You upp á klakanum. Söng- leikurinn hefur verið sýndur úti um allan heim.“ Atli hefur séð uppsetningu We Will Rock You í Bretlandi, Dan- mörku og Svíþjóð. ,,Í Svíþjóð var búið að þýða sum lögin. Ég sá upptökur frá æfingum hérna heima og heyrðist eitt lag í það minnsta vera sungið á íslensku, sem ég er alveg ótrúlega spenntur að sjá hvernig kemur út. “ Á miða á tvær sýningar Atli er nú þegar búinn að panta miða á tvær sýningar á íslensku uppsetn- ingunni. ,,Ég keypti auðvitað miða á frum- sýninguna. Svo fer ég með foreldrum mínum á sýningu númer tvö, þau ákváðu að bjóða mér með á hana, “ Minningartónleikar voru haldnir um Freddie Mercury þann 20. apríl Atli Þór er einn dyggasti aðdáandi Queen á Íslandi árið 1992, um hálfu ári eftir að söngvarinn lést. Það var ákveðinn vendipunktur fyrir Atla þegar hann sá og heyrði upptökur frá tónleik- unum. ,,Ég man að ég hugsaði hvað þetta væri ótrúlega flott tónlist. Ég mundi samt alveg eftir að hafa séð The Miracle í Skonrokki í gamla daga og heyrt I Want to Break Free í útvarpinu þegar ég var bara barn. Svo man ég líka óljóst eftir að hafa séð Live Aid á sínum tíma, en á þeim tónleikum stal Queen hreinlega senunni,“ segir Atli. Hitti Brian May fyrir tilviljun Það er gífurlega skemmtileg saga bak við það þegar Atli hitti gítarleikara sveitarinnar, Brian May. ,,Ég var á röltinu í London því ég hafði misst af rútuferð. Þetta var á þeim tíma sem internetsamband í síma erlendis var lélegra og það varð til þess að ég missti af rútunni. Ég hafði stefnt á að fara í túristaferð um London þar sem heimili rokk- stjarnanna voru skoðuð.“ Atli fann ekki rútuna og var frek- ar svekktur yfir því. Það reyndist honum þó til mikils happs. ,,Allt í einu labba ég, enn frekar svekktur, upp að einhverri langri biðröð fólks í Queen-bolum. Ég spyr næstu manneskju hvað sé eiginlega í gangi og þá kom í ljós að von var á Brian May að árita klukkan sex. Ég varð bara eins og Wayne’s World gaurarnir, svo spenntur varð ég. Mér fannst flott að hann mætti hálf- tíma fyrr því hann vildi ekki valda neinum vonbrigðum.“ Atli segist hafa verið svo spenntur að hitta átrúnaðargoðið að hann hafi hreinlega þurft að æfa sig og undirbúa. ,,Ég hef sjaldan verið jafn stress- aður. Maður var auðvitað ekki að búast við þessu. Þetta var svo mikil tilviljun og heppni. Hefði ég ekki labbað nákvæmlega niður þessa götu í London á þessum tíma, þá hefði þetta aldrei gerst og ég ekki fengið mynd með honum og eigin- handaráritun.“ Vil Queen og Adam til Íslands Atli hefur einnig hitt son trommara Queen, Rufus Taylor, sem er tromm- ari eins og pabbi hans og spilar með hljómsveitinni The Darkness. „Ég hitti hann í Danmörku 2015. Þar stóð fólki til boða að hitta með- limi The Darkness, ég fór snemma í biðröðina inn á tónleikasvæðið,“ segi Atli. Rufus hefur spilað með Queen + Adam Lambert, áður en hann gekk til liðs við The Darkness. „Ég hef líka séð Queen spila með Adam Lambert á tónleikum. Það var algjör upplifun. Adam Lambert var góður, hann nær áhorfendum á sitt band. Hann er líka mjög góður söngvari. Það eru líka upptökur af Freddy spilaðar á tónleikunum, þá sturlast áhorfendur af gleði.“ Atli skorar á tónleikahaldara að flytja þá til Íslands. „Það eru svo margir aðdáendur hérlendis að ég er alveg viss um að það myndi seljast upp, alveg hand- viss,“ segir Atli Þór. steingerdur@frettabladid.is Lengra viðtal við Atla verður hægt að nálgast á Fréttabladid.is í dag. Miði Atla á tónleika Queen og Adams Lambert á Wem- bley Arena 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Atli Þór Matthíasson hefur haldið upp á hljómsveitina Queen í ára- tugi og er einn dyggasti aðdáandi hennar hérlendis. Hann á ýmsa muni tengda sveitinni og hitti eitt sinn Brian May fyrir tilviljun. Hér heldur Atli á eiginhandaáritun- inni sem hann fékk frá Brian May. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 0 -0 6 4 C 2 3 7 0 -0 5 1 0 2 3 7 0 -0 3 D 4 2 3 7 0 -0 2 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.