Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 2
Veður Austanátt 3-8 m/s. Dálítil rigning austan til og skúrir í öðrum lands- hlutum, einkum síðdegis. Norð- austan 5-13 í kvöld og á morgun. Hiti víða 12 til 18 stig. SJÁ SÍÐU 24 Ungmenni í Keflavík stukku í höfnina NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? HEILBRIGÐISMÁL „Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara get- gátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuð- verk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virki- lega veik. Ég fór í endalausar læknis- heimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóð- prufur og tekin voru ítarleg myglu- sýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal ann- ars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Dan- merkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auð- vitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukku- stundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimil- inu og fengum okkur dýnu úr nátt- úrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsi- tæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki full- yrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali. arib@frettabladid.is Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu sínu. Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi síðasta vetur, þar á meðal höfuðverk, verki og mikið orkuleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það Þórdís Jóhannsdóttir Wathne Það er ýmislegt sem ungmennum dettur í hug að gera úti í veðurblíðunni nú þegar skólar eru í fríi. Þessi ungmenni í Kef lavík léku sér við að stökkva út í höfnina í gær. Undir vökulum augum foreldra og aðdáenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Í gær funduðu stuðn- ingsmenn Duterte, forseta á Filipps- eyjum, með Birgi Þórarinssyni, þing- manni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. Fyrir hópnum fór Sherry Ruth Buot sem sagði Birgi frá sjónarmið- um hópsins. „Við vorum að upplýsa Birgi um raunverulegt ástand á Fil- ippseyjum og við treystum honum til að fara með þetta til Alþingis,“ sagði Sherry. Talsmenn hópsins voru hikandi að ræða við Fréttablaðið en á fundin- um sögðu þau að ástandið á Filipps- eyjum væri gjörbreytt. Friður ríkti fyrir eiturlyfjabarónum og loksins þyrftu stórfyrirtæki að borga skatta. Birgir er sá þingmaður sem lýst hefur mestum efasemdum um ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Ég var beðinn að hitta þetta fólk sem ég og gerði. Það var að færa mér upplýsingar og lýsa yfir óánægju með ályktun Íslands,“ sagði Birgir. Hvað varðar ályktunina sjálfa segir Birgir að hann hafi viljað stíga varlega til jarðar. „Mér sýnist að þetta hafi ekki verið nógu vel undirbúið og skýri það með því að hún var samþykkt mjög naumlega. Hún hafði ekki víðtækan stuðning eins og utan- ríkisráðherra hélt fram. Við hefðum frekar átt að hafa samtal við stjórn- völd í Filippseyjum.“ – khg Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Fundur Birgis og stuðningsmanna Duterte. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. LÖGREGLUMÁL Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. Það voru samtökin ITAKA sem gerðu það. „Við höfum skoðað þetta hjá okkur og erum engu nær um hvar Mateusz er niðurkominn. Það eina sem við vitum er að hann kom einu sinni hingað til okkar á síðasta ári,“ segir starfsmaður sendiráðsins. Sendiráðið hefur sett upp plak- öt þar sem auglýst er eftir Mateusz og einnig sett tilkynningar á sam- félagsmiðla. „Við erum að reyna að vekja athygli á þessu hvarfi og ná til sem flestra. Kannski hefur einhver séð hann.“ – khg Kannski hefur einhver séð hann Mateusz Tynski. Fleiri myndir af stökkunum er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -5 4 D 0 2 3 7 1 -5 3 9 4 2 3 7 1 -5 2 5 8 2 3 7 1 -5 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.