Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 10
„Best fyrir“ merkir að matvara geti enn verið vel hæf til neyslu. Not- aðu lyktar- og bragðskyn til að skera úr um það. „Síðasti neysludagur“ merkir að matvæli eru ekki lengur hæf til neyslu. Hentu vörunni. Upplýsingar af matarso- un.is 1 Skipulögð matarinnkaup n Útbúðu mat- seðil fyrir vikuna og hafðu í huga hvað er til á heimilinu. Skipuleggðu mat- seðilinn út frá því sem til er. n Ekki falla fyrir tilboðum í versl- unum. Það getur orðið til þess að keypt er umfram það sem þörf er á. 2 Athugaðu dagsetningar n Þekktu muninn á „síðasta neyslu- degi“ og „best fyrir“. n Notaðu lyktar- skynið til þess að segja til um hvort matvara er í lagi eða ekki. 3 Hugsaðu um fjármálin n Að henda mat er líkt og að henda fjármunum. n Gefum okkur að fjölskylda eyði að meðaltali fimmtán þúsund krónum í mat á viku og að þriðjungi sé hent. Þá er mat að verðmæti 260.000 krónur hent árlega í hverri fjölskyldu. 4 Stilltu ísskápinn rétt n Sé ísskápurinn stilltur of hátt getur það stytt endingartíma ýmissa matvæla. 5 Geymdu matinn rétt n Merktu hvenær þú opnar matvöru. n Vertu meðvituð/ aður um það hvern- ig geyma skal mat- vörur líkt og ávexti og grænmeti. 6 Skipuleggðu ísskápinn n Farðu yfir ísskápinn áður en keypt er inn. n Raðaðu því elsta fremst svo það sé notað fyrst. 7 Eldaðu rétt magn n Nýttu þér viðmið um skammta- stærðir. n Fylgstu með neyslu fjölskyldunnar. 8 Notaðu afganga n Nýttu afgangana í nesti daginn eftir eða í nýja rétti. 9 Notaðu frystinn n Nýttu frystinn til að geyma afganga eða umframmat. 10 Búðu til moltu n Leiðbeiningar um moltugerð má finna víðsvegar og gefur hún um- frammat, matar- afgöngum og -af- falli framhaldslíf. 10 ráð g eg n m at ar só un U pp lý si ng ar a f m at ar so un .is n Rúmlega ⅓ hluti þeirra matvæla sem fram- leidd eru í heim- inum endar í ruslinu. n Reykvíkingar henda um 5,8 tonnum af mat og drykk á hverju ári. n Mat að andvirði 4,5 milljarðar er hent af Reyk- víkingum árlega. n Matarsóun fjögurra Íslendinga myndar jafn mikið af gróður- húsaloft- tegundum og útblástur meðalbíls á einu ári. n Minna en 25% þeirra matvæla sem fleygt er árlega gætu fætt alla þá sem þjást af hungri í heiminum. n 25% af ferskvatni heimsins fara í ræktun matvæla sem aldrei eru borðuð. n 1,3 millj- örðum tonna af mat er sóað árlega í heiminum. St að re yn di r um m at ar só un U pp lý si ng ar  fr á La nd ve rn d M er ki ng ar á m at væ lu m u m en di ng ar tí m a Í hau st mu n Umhver f is-stofnun leita til um eitt þús-und heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna mat-arsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016. Búist er við niðurstöðum snemma á næsta ári og vonast til að þá verði hægt að sjá hvort eitthvað hafi breyst á þessum þremur árum. Árið 2016 var upplýsingum safn- að frá bæði heimilum og fyrirtækj- um. Niðurstöður úr heimilishluta rannsóknarinnar sýndu að hver íbúi hér á landi hendir að meðal- tali 23 kílóum af nýtanlegum mat á ári, 39 kílóum af ónýtanlegum mat, hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu og 199 kílóum af drykkjum. Þar kom fram að matarsóun var sambærileg því sem mælist í öðrum Evrópulöndum og að ekki hafi verið munur eftir landsvæðum á hversu miklu fólk sóar. „Það eru margir óvissuþættir í þessum mælingum, þannig að það getur verið erfitt að bera saman. En það er eitt markmiðið núna, að þróa mælinguna áfram. Það eru ekki enn til neinar viðurkenndar eða staðlaðar aðferðir til að mæla matarsóun,“ segir Margrét Einars- dóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Umhverfisstofnun fékk styrk frá Eurostat, Hagstofu Evrópu- sambandsins, til að framkvæma rannsóknina og segir Margrét að stofnunin hafi kallað sérstaklega eftir svokölluðum forrannsóknum [e. Pilot study] til að fá nánari vísbend- ingar um hvaða m æ l i n g a r h e nt i b e s t til að mæla Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun umfang matarsóunar. Skráningin fór síðast fram að vori, en mun nú fara fram að hausti til. Margrét segir að það hafi sýnt sig að heppilegra sé að framkvæma slíka könnun að hausti til að fá raunhæfari niðurstöður. Á vorin séu f leiri frídagar og fólk jafnvel á meira f lakki. Fyrirtæki hafi einn- ig tjáð þeim að betra væri að svara slíkum könnunum að hausti til. „Þetta er tími þar sem er venju- leg rútína. Best væri auðvitað að geta mælt þetta yfir heilt ár, en það er of mikil vinna til að það sé framkvæmanlegt í raun. Þá þarf að finna einhvern „venjulegan“ tíma og áætla út frá honum en við vitum að það eru alltaf einhverjar sveiflur yfir árið sem er erfitt að mæla,“ segir Margrét. Dregið verður tilviljunarkennt úrtak fyrirtækja úr Fyrirtækjaskrá og heimila úr Þjóðskrá og þau fyrir- tæki og heimili sem lenda í úrtak- inu beðin um að vigta bæði nýtan- legan og ónýtanlegan matarúrgang í nokkra daga og skrá í dagbók. „Það er yfirleitt talin besta leiðin að vera með tilviljanakennd úrtök. Þá tekurðu út tilviljanir sem gætu skekkt niðurstöðurnar eins og að hlutfallslega margir úr einum hópi með svipaðar matarsóunarvenjur veljist í úrtakið en hlutfallslega fáir úr öðrum. Það ætti að styrkja niðurstöðurnar. Það verða rúmlega 1.000 heimili sem lenda í úrtaki. Síðast voru það 700 fyrirtæki og ég reikna með að fjöldinn verði svipaður í ár,“ segir Margrét. Fyrirtækjarannsóknin beinist að þeim fyrirtækjum sem ætla má að sýsli með mat, fyrirtækjum í landbúnaði, fiskvinnslu og annarri matvælaframleiðslu, fyrirtækjum í heildsölu og smásölu matvæla og fyrirtækjum sem framreiða mat, eins og veitingastöðum og opin- berum mötuneytum í skólum og sjúkrastofnunum. Síðast þegar rannsóknin var framkvæmd fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem voru í úrtaki. Í skýrslu sem fylgir niðurstöðunum segir að mikilvægt sé að fá gögn frá fjölbreyttum fyrir- tækjum. „Til að mynda fengust ekki gögn frá þeim fiskveiðifyrirtækjum, fiskvinnslufyrirtækjum og fyrir- tækjum í mjólkuriðnaði sem lentu í úrtaki. Það skekkir óneitanlega samanburð við niðurstöður ann- arra landa þegar upplýsingar vantar frá svo stórum og mikil- vægum atvinnugreinum,“ segir í skýrslunni. Spurð hvort hún hafi einhverjar tilgátur um niðurstöður segir Mar- grét að hún vilji, sem rannsakandi, lítið spá um það. „Það eina sem maður getur sagt sér er að það hefur verið mikil umfjöllun um matarsóun síðustu misserin og maður myndi ætla að það myndi hjálpa til að fólk nýti matinn betur. Bæði heimilin og fyrirtækin.“ Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvík- ingar hendi mat að and- virði 4,5 milljörðum ár- lega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is TILVERAN 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -6 3 A 0 2 3 7 1 -6 2 6 4 2 3 7 1 -6 1 2 8 2 3 7 1 -5 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.