Bæjarblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 1
Bœiorblcidi 3. tölublað 8. mars 1980 2. árgangur 0 Söfnum fyrir sjúkrabil: l Bœtum eigið b n o n 0 n 0 n IR ÍIB oryggi Pessa dagana er Rauða- krossdeild Akraness að undir- búa fjársöfnun til kaupa á sjúkrabíl fyrir Akraneslæknis- hérað. Eins og Akurnesingar vita er enginn sjúkrabíll til á Akranesi — notast er við lögreglubílinn sem er mjög óhentugur til slíkra flutninga. í janúarblaði Bæjarblaðsins bentum við á hið slæma ástand sem er í sjúkraflutn- ingsmálum okkar. Rauðakross- deild Akraness hefur unnið að því að keyptur verði bíll og hefur nú þegar pantað einn slíkan og sett traust sitt á að Akurnesingar beri eigin hag fyrir brjósti. Hver vill ekki stuðla að því að sjúkl- ingar sem fluttir eru í neyðar- tilfellum hafi meiri möguleika á að ná heilsu aftur með því að njóta þess besta strax í upphafi? Hver veit nema þú verðir næstur, engin veit sína ævi fyrr en öll er. Svo við snúum okkur aftur að þeirri söfnun sem fyrirhuguð er. Formið verður það að sendur verður gíróseðill inn á hvert heimili í Akraiitís- læknishéraði með ósk um frjálst framlag. Einnig verð- ur hægt að leggja inn á ávís- ana reikning nr. 1800 í Sam- Þessa dagana gerast þær raddir æ háværari sem vilja leyfa dragnót í Faxaflóa. Á síðasta ári hafa staðið yfir tilraunaveiðar á skarkola með dragnót, en flóinn hefur ver- ið friðaður fyrir henni síðan 1970. í fréttum útvarps fyrir nokkru var viðtal við Aðal- stein Sigurðsson, fiskifræð- ing. Hann skýrði þar frá til- raunaveiðum þessum. í máli hans kom fram að skipting drápstækið sem notað er við veiðar. Ýsan er vinsælasti matarfiskurinn hér við flóann og þó víðar væri leitað. I greinargerð sem Magnús Oddsson bæjarstjóri gerði, kemur fram að friðun flóans 1952 hafði áhrif um allt land, afli jókst á miðum kringum alit landið. Árið 1960, þegar dragnótaveiðar eru leyfðar aftur, fer afli hraðminnkandi. 1962 er meðalýsuaflinn á bát Dragnót í Faxaflóann? aflans mælti mjög fyrir opn- un flóans fyrir dragnót þar sem aðrar fisktegundir en skarkoli voru óverulegar í aflanum. Hér er um mikið hagsmuna- mál okkar Akurnesinga og allra Vestlendinga að ræða. Hér í flóanum eru mikilvæg- ustu uppellisstöðvar ýsunnar. Fað hefur sýnt sig að þegar flóinn hefur verið opnaður fyr- ir dragnótinni hefur ýsunni farið mjög hrakandi, en drag- nótin er eitthvert mesta í róðri 3,7 tonn, en árið 1970 er hann 0,7 tonn. Fyrstu árin eftir friðunina 1970 sanna svo ekki verður um villst að með friðun eykst ýsuafli bátanna. Hér er því um mikið hags- munamál okkar Akurnesinga að ræða og verðum við að vera varir um okkur þegar raddir um opnun gerast há- værar. Við skorum á Alþingis- menn okkar að gæta hags- imun okkar í þessu mikilvæga máli. vinnubankanum á Akranesi. Áætlaður kostnaður við kaup og breytingar á bílnum er kr. 15 milljónir. Við hvetjum alla Akurnes- inga til að stuðla að komu nýs og fullkomins sjúkrabíls og stuðla um leið að meira ör- yggi okkar sjálfra. B 0 a s B 0 B 0 B 0 n Jón og séra Jón Það var ætlun Bæjarblaðsins að birta nöfn þeirra er sóttu um starf hitaveitustjóra, í þessu blaði. Þegar til átti að taka, var okkur tjáð af formanni H.A.B., Guðmundi Vésteinssyni, að hér væri um trúnaðarmál að ræða. Stjórn H.A.B. hefði samþykkt það á síðasta fundi sínum. Margt kom upp í hugann við þetta svar, var hér kannski um pólitískt kukl að ræða sem ekki mátti koma upp á yfirborðið. Ekkert hefði verið tekið fram um það í auglýsingunni að hér væri um trúnaðarmál að ræða. Þær skýringar voru gefnar að 4 af þeim 22 umsækjendum er sóttu um hafi farið fram á að með umsóknirnar væri farið sem trúnaðarmál. Hér á dögunum var auglýst starf vogarmanns, þá voru öll nöfn birt. Nú er auglýst starf hitaveitustjóra, þá fást engin Stuðningsmannafélag Stuðningsmannafélag ÍA mun líta dagsins Ijós innan skamms og hefur stofnfundur verið ákveðinn 16. mars kl. 14 í íþrótta- húsinu. nöfn birt. Það skyldi þó ekki vera, að hér ætti við máltækið um Jón og séra Jón. Rætt við eiginmenn á konudaginn Bls. 6

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.