Bæjarblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 6
BaJorbladid Fádæma sóðaskapur Þetta bílhræ rákust Bæjarblaðsmenn á vlð veglnn upp að Akrafjalli. Hræið liggur þar á áberandi stað, þar sem jafnan er mikil umferð fólks sem vill njóta útiveru í „óspilltri" náttúru. Ekki vitum við ástæðuna fyrir tilveru bílhræsins þama en líklega er þar einfaldlega um að ræða fádæma sóðaskap, sem er óskiljanlegur og ekki síst fyrir þá sök að bílhræinu hefur verið dröslað framhjá öskuhaugunum og það talsvert langt upp fyrir þá. Öllu þægilegra hlýtur að hafa verið að setja það á haugana. Mynd: HB. ----------------------—------ IÐNRÁÐGJÖF Iðnráðgjafi Vesturlands verðurtil viðtals að Heiðarbraut 40 (í húsi Bókhlöðunnar) á fimmtudögum kl. 9.00-12,00. Áhugaaðilar um nýjan og starfandi iðnrekstur eru hvattir til að notfæra og kynna sér þá þjónustu, sem honum er ætlað að veita. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu iðnráðgjafa Vesturlands (sími 7318) og á skrifstofu Akraneskaupstaðar (sími 1211). Á framangreindum viðtalstíma er iðnráðgjafinn í síma 1984. Iðnráðgjafi Vesturlands Bæjarstjórinn á Akranesi Samtök Sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Akraneskaupstaður Fóstrur Auglýst er til umsóknar starf eftirlitsmanns með dagvistun barna í heimahúsum, sem er laust frá 1. júní n.k. Um er að ræða 30% starf. Vinnutími eftir samkomulagi. Óskað er eftir starfsmanni með fóstrumenntun. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er framlengdur til 2. maí n.k. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 Er rétt að innleiða veigamestu galla ameríska stjórnkerfisins? i síöustu eintökum af Bæjarblað- inu hafa birst greinar frá aðdáend- um Vilmundar Gylfasonar þar sem leitast er við að gera grein fyrir svo- kölluðum málefnagrundvelli fyrir bandalagi hans. Höfuðkenning bandalags Vilmundar er um að- skilnað framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds, sem ætlað er að leysa allan vanda, sem steðjar að þjóð- inni í bráð og lengd. Sem þingmaður síns eigin lands lagði Vilmundur fram á þingi tillögu um þetta efni, sem vakið hefur nokkra athygli og eitthvað mun um það, að fólk haldi, að hér sé um merkt mál að ræða. Tillaga Vil- mundar gerir ráð fyrir, að forsætis- ráðherra verði kosinn beinni kosn- ingu og hann hafi síðan einn sjálf- dæmi um skipan ríkisstjórnar. Al- þingi er þar með svipt öllum áhrif- um á skipan ríkisstjórnar og getur ekki fellt hana eða vikið frá með vantrausti. Þetta þýðir með öðrum orðum, að svonefnt þingræði væri afnumið á (slandi. Þetta þýðir einn- ig, að hlutverk forseta varðandi stjórnarmyndanir er að engu gert. [ annan stað gerir tillaga Vil- mundar ráð fyrir, að Alþingi fari með fjárveitingarvald og löggjafar- vald, eins og verið hefur. Einnig getir tillagan ráð fyrir, að núverandi rétturtil þingrofs verði afnuminn. Alþingi hefur síðasta orðið Flestar ráðstafanir ríkisstjórna á hverjum tíma byggist á löggjöf og fjárveitingum, sem þær þurfa að fá samþykktar af Alþingi. Engin trygging er fyrir því, að slík ríkisstjórn geti komið málum sínum fram á Alþingi. Þegar slík staða er komin upp getur ríkisstjórnin ekki leyst upp þingið og látið fara fram kosningar að nýju. De Gaule kom á sínum tíma á svipuðu kerfi í Frakklandi og hér er um að ræða. Þar hefur forsetinn vald til þess að rjúfa þing og efna til kosninga. Þegar jafnaðarmaðurinn, Mitterr- and va kosinn forseti var það fyrsta verk hans að rjúfa þingið og freista þess að ná þar hreinum meirihluta fyrir flokk jafnaðarmanna til að tryggja ríkisstjórn sinni starfs- grundvöll og það tókst. Flokkarnir reyna að fá ítök í framkvæmdavaldi og löggjafavaldi Þótt farið yrði að kjósa fram- kvæmdavaldið og löggjafar- valdið sitt í hvoru lagi mun það engu breyta um það, að stjóm- máiaflokkamir mundu halda áfram að reyna að tryggja sér sem mest ítök og áhrif á sviði framkvæmdavaldsins og bjóða fram sína frambjóðendur í for- sætisráðherrakosningum og gera allt til að tryggja sínum frambjóðenda kosningu. Fram- bjóðandi einhvers flokks yrði Stofan Bárugötu 21 Sími1970 CANDY 2.56 þvotta- vélar. Vinduhraöi 800 snúningar á mínútu. Tekur heitt og kalt vatn. ORD í BELG vafalaust kjörinn, en síðan sætu aðrir flokkar með meirihluta á Alþingi. Niðurstaðan yrði aug- Ijóslega sjálfhelda og þrátefli varðandi stjóm landsins, eins og þjóðin hefur mátt horfa upp á í allan vetur á Alþingi. Meðan Vilmundur var í Alþýðu- flokknum gaf hann út með fleir- um tímarit, sem nefnist Málþing. Benedikt Gröndal, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins skrif- aði grein í 2. hefti ritsins árið 1980, sem ber yfirskriftina: „Þrískipting valdsins“. í grein þessari fjallar Benedikt um þessi mál á mjög athyglisverðan hátt, enda hafa fáir aðilar hér á landi kynnt sér þessi mál betur en Bene- dikt og styðst hann við mikla reynslu á þessu sviði, eins og kunnugt er. í grein Benedikts er m.a. að finna þessi athyglisverðu ummæli: „Blandast saman á flókinn hátt“ „Mestu máli skiptir að viður- kenna, að ekki verða dregnar iínur milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, eins og gamlir hugsuðir töldu og stjóm- arskrá okkar gerir ráð fyrir. Þetta tvennt blandast saman á flókinn hátt og verður hvort að hafa megináhrif á hitt, þing og ríkis- stjórn, sem byggist á meirihluta þess. Þingið verur að gera ríkis- stjórn kleift að stjórna og veita henni þau lög, sem hún telur nauðsynleg.“ Hugmyndirnar í tillögum Vil- mundar virðast einkum eiga sér að fyrirmynd það stjórnkerfi, sem Bandaríkin búa við. Benedikt fjallar um það stjómkerfi í grein sinni og m.a. segir hann þetta: Veigamestu gallar ameríska stjórnkerfisins „Hvergi hefur þrískipting valds- ins verið framkvæmd eins og í Bandaríkjunum. Þess verður þó að minnast, að feður amerísku stjórnarskrárinnar voru frá þrettán mismunandi nýlendum, sem vantreystu sterku mið- stjórnarvaldi og leituðu allra ráða til að draga sem mest úr valdi alríkisstjómarinnar. Þess vegna er löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald þar vestra ekki aðeins sundur skilið, heldur er hver þáttur gerður á hemli á hina. Hefur djúpið milli forseta og þings t.d. verið talið til veigamestu galla ameríska stjórnkerfisins og valdið erfið- leikum allt fram til Carters for- seta. Þrískipting valdsins átti við bandarískar aðstæður 1776, en á ekki við í ríkjum eins og ís- lands, sem þurfa sterkara og traustara ríkisvald en þar hefur verið.“ Margt má betur fara í íslensku stjórnarfari og stjórnmálum yfirleitt. En getur það talist vænleg leið til lausnar á vandanum, að taka upp 200-300 ára gamlar kenningar, sem eru að verulegu leyti orðnar úreltar og eiga ekki við í þjóðfélagi okkar í dag, eins og bent hefur verið hér að framan m.a. með til- vitnunum í orð Benedikts Gröndal. Að hans mati, gera tillögur Vil- mundar ráð fyrir því, að taka upp hér á landi „veigamestu galla ameríska stjórnkerfisins11. Er það spor í rétta átt? Guðmundur Vésteinsson Kosningaslagorðin Kjósandi góður, nú rennur upp stóra stundin, og stund hinna stóru slagorða og við heyrum nú í fram- bjóðendum flokka koma fram og segja okkur hvernig þeir ætli að gera eftir kosningar, þeir koma með fögur loforð, og svolítið af lygi. Allir ætla kappar að bjarga mál- um. Ekkert mál bara færa pening- ana til og þá er allt komið. Allir ætla þeir að bjarga húsnæðismálum, lána 80% af íbúð, þó þeir viti varla hvernig þeir eiga að bjarga þess- um 15% sem eru í dag. Bensíndropin hækkaði meira á síðasta ári en mjólk og vita allir hvernig hún hefur hækkað, samt er bensín allsstaðar á niðurleið í heiminum. Viðgerðarþjónusta. ORD í BELG Allir þekkja atkvæðalánin sem þingmenn lána úr sjóðum sínum (en ekki landsmanna). Samanber Byggðasjóður lánar á síðasta ári á niðurgreiddum vöxtum til byggðasjónarmiða í galleri á Akur- eyri, í rakarastofu á Egilsstöðum og lögfræðiskrifstofu á Höfn. Já, kjósandi góður það vantar ekki fögru fyrirheitin hjá köppum okkar, og slagorðin sem við heyr- um. Val um íslenska leið, bjóðum betri leiðir, úrsundrung til ábirgðar, og teljum niður verðbólguna, þó’ þeir hafi reynt að telja ’niður verð- bólgu í tólf ár. Sóað hafa kappar því sem gamla fólkið var búið að aura saman til ellinnar, en það sem er öllu verra það er búið að setja byrðar á börnin. Og enn var verið að setja ein bráðabirgðalögin enn, til bjargar útgerð, og þegar þeir voru spurðir hvar ætti aö taka pen- inga þá vissu þeir ekki hvort þeir yrðu fengnir að láni innanlands eða erlendis. Svo er best að láta söng þing- manna fylgja með: Það er búið að eyða sjóðum það er búið að taka lán. Nú við betri leiðir bjóðum nú við tökum fleiri lán. Georg Þorvaldsson

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.