Bæjarblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 3
3 Bœjorblodid Friðrik Stefánsson, tuttugu og tveggja ára gamall Akurnesingur, tók fyrir skömmu lokapróf frá Tón- listarskólanum á Akranesi. Til að forvitnast nánar um þennan áfanga, lagði Bæjarblaðið leið sína til Friðriks og spurðist fyrir um nám hans í orgelleik og þetta burtfararpróf hans. Gefum þá Friðrik orðið. ,,Já ég var að Ijúka áttunda stigs prófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og það próf er lokapróf þar og jafn- framt burtfarar próf við Tónlistar- skólann á Akranesi. Þetta próf veitir mér réttindi til að starfa sem orgelleikari í kirkjum landsins og jafnframt veitir það mér kennara- réttindi í orgelleik. Er þetta próf það mesta sem hægt er að taka í orgelleik hér- lendis? ,,Já, ég veit ekki betur en þetta sé efsta stig í orgelleik hér en hins vegar er alltaf hægt að læra meira og ég stefni á að komast erlendis til frekara náms í framtfðinni.“ Hve lengi hefurðu stundað orgelnám og hjá hverjum? ,,Ég byrjaði ellefu ára gamall og ég hef verið hér á Akranesi við námið. Fyrst var ég hjá Hauki Guðlaugssyni og síðan hjá Fríðu Lárusdóttur og einn vetur var ég hjá Úlrik Ólasyni. Ég hef síðan æft mig áorgel kirkjunnarenTónlistar- skólinn á ekki hljóðfæri sem henta þeim sem lengra eru komnir í orgelleik.“ Við spyrjum Friðrik hvort hann hyggi á frekara nám á næstunni Tónlistarskólinn á Akranesi Árekstrar í janúar Mun fleiri en í fyrra Snjórinn og hálkan í byrjun árs- ins hafa heldur betur angrað öku- menn hér á Skaga undanfarið. Stöðugir umhleypingar hafa gert færðina enn verri en ella, þar sem snjóað hefur annan daginn og rignt hinn. Við þetta hafa víða myndast hættulegir klakarásir sem gera það að verkum að bílar hafa viljað renna saman þegar þeir mætast í hálkunni. í janúarmánuði urðu alls 22 árekstrar hér á Akranesi en voru til samanburðar 14 í janúar í fyrra, en eins og menn muna var veðurfarið og færðin mjög svipuð þá og nú. Flestir eru þessir árekstrar minni- háttar og engin slys á fólki í þeim. Ástæða er til að hvetja vegfar- endur, jafnt sem gangandi, til var- kárni í umferðinni. Erfitt hefur verið fyrir bæjarstarfsmenn að halda burtu og slíkt verk er tímafrekt og götum auðum vegna umhleypinga oft á tíðum snjóar allt í kaf aftur og víða í bænum gagnar ekkert að þegar nýbúið er að fjarlægja snjó- ryðja snjó nema moka honum í inn. Algeng sjón frá áramótum eða hvort hann muni hefja störf við orgelleik? ,,Nú sem stendur er ég í námi í orgelleik hjá Herði Áskellssyni í Reykjavík, það nám er meira í ein- leik og mig hefur vantað það svo- lítið og ég stefni á að taka hjá Herði einleikarapróf. Nú hvort ég byrja að starfa við orgelleik strax, það held ég varla. Ég gæti valið úr störfum við krikjuorgelleik nú vegna þess að það er mikil vöntun á organist- um í kirkjur landsins. Sjálfsagt endar maður nú sem organisti í einhverri kirkjunni. En áður en af því verður mun ég læra meira í kórstjórn og raddbeitingu því kirkjuorganisti þarf yrirleitt að vera undir það búinn að stjórna kirkjukór og ég læri þetta í Tónskóla þjóð- kirkjunnar hjá Smára Ólasyni." Friðrik segir okkur frá að hann sé nú einnig í píanónámi og sé að hefja nám á þverflautu og fljótlega muni hann einnig bæta gítarnámi við þetta allt saman. En við spyrjum hann hvenær áhugi hans á orgel- leik hafði kviknað? „Ætli áhuginn hafi ekki kviknað þegar ég var svona fimm ára gamall. Þá kom ég í hús í Reykjavík og þar var til staðar gamalt har- monium og kona þar sem spilaði á það. Hún kenndi mér þarna undir- stöður í nótum og það kom sér mjög vel þegar ég byrjaði hið eigin- lega nám sem í fyrstu var píanó- nám. Ég óskaði nú strax eftir því við Friðrik Stefánsson Hauk Guðlaugsson kennara minn að fá að hefja ná á orgel en Haukur taldi betra að nemendur væru fyrstu eitt eða tvö árin við píanó- nám og það er mest til þess að öðlast styrk í fingurna sem maður fær ekki við orgelleik.“ En tónleikahald þitt? ,,Ég hélt mína fyrstu orgeltónleika 18. maí 1982 og átjándi er minn dagur, hann er minn afmælisdagur og þann 18. desember í vetur hélt ég svo lokatónleikana sem jafn- fram voru burtfarar próf.“ Bæjarblaðið þakkar Friðrik fyrir spjallið og óskar honum góðs gengis á tónlistarbrautinni. Urvals þjónusta Veitingahúsid Stillholt STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SÍMI (93)2778 VERÐLÆKKUN Á HEIMILISTÖLVUM Dragon 32 Oric 1 Commodore 64 m/segulb. Sharp MZ 700 m/segulb. og litpr. BBC 32 Litskjár frá Sharp kr. kr. 8.650.- 7.200.- kr. 13.000.- kr. 11.900.- kr. 20.330.- kr. 8.950.- Tölvuprentarar— Tölvuborð Ritvélar— Reiknivélar Reiknitölvur— Ljósritunarvélar »//. % FACIT — BROTHER— SHARP Leitið ekki langt yfir skammt Nokkrum vélum óráðstafað í mars. Nú er auðvelt að eignast heimilistölvu. Forrit og bækur í úrvali fyrir flestar heimilistölvur. BÓKASKEMMAN Skrifstofubúnaður— Tölvudeild— Sími 2840

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.