Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 5
Bœjorblodid 5 Þeir hafa vakið gífurlega at- hygli á knattspyrnuleikjum Skagamanna, hvort sem er hér á heimavelli eða á útivöllum. Gular regnskikkjur þeirra vekja eftirtekt og létt yfirbragð ásamt ótrúlegustu uppákom- um hafa gert „Vana menn, strákana í götunni" að umtöl- uðum mönnum hér á Skaga. En hverjir eru Vanir menn og hvurslags félag er þetta. Bæjar- blaðið ræddi við stjórnarmenn félagsins þá Einar Skúlason, sem titlaður er fyrirliði, Þorgeir Jósefsson féhirði og Halldór Karl Hermannsson skrásetjara. „Já þú vilt fá að vita hver hvatinn að þessu var“. Það er Einar sem hefur orðið. „Þannig var að það var nokkuð sterkur hópur sem mætti á alla leiki Skagamanna í fyrra og það má segja að með bikarúrslitaleiknum hafi myndast sterkur kjarni sem síðan lagði leið sína á Aberdeenleikinn. Nú síðan datt Dóri karlinn niður á það snjall- ræði að útbúa ÍA merki með áletr- uninni Vanir menn, strákarnir í götunni. Þetta var svona orðatil- tæki sem við höfðum notað og haft gaman af á ferðum okkar á leikina. Nú síðan nefndi ég það við Dóra karlinn hvort ekki væri til- valið að stofna félag í kringum þetta merki og það fólk sem sótt hafði leikina í fyrra. Það varð svo úr að efnt var til kynningafundar meðal þessa fólks.“ Og Halldór bætir við: „Þetta var í lok júní og viku seinna héldum við stofnfund þann 29. júní. Kynn- ingarfundurinn var haldinn á Bár- unni eftir leik hér og undir beinni sjónvarpssendingu frá Evrópu- keppninni. Þarna kom fjöldi fólks og stemningin var sko vígaleg." „ Það var strax kosin stjórn á kynn- ingarfundinum," bætir Þorgeir við og heldur áfram: „Þetta er opið félag svo framarlega sem fólk stenst ákveðin inntökuskilyrði. Sá sem æskir inngöngu þarf að senda inn svokallaða löngunar- beiðni skriflega. Hún verður að vera undirrituð af tveimur „Vönum mönnum“ og síðan er haldinn framkvæmdastjórnarfundur. þ.e.a.s. stjórnin og deildarstjórar en það eru fjórar deildir í félaginu, agadeild, kórdeild, rútudeild og skemmtideild. Þessi fundur tekur ákvörðun um hvort veita eigi um- sækjanda reynslutíma í einn mánuð. Að loknum reynslutíman- um verður umsækjandi að mæta á félagsfund og halda þar ávarp, skýra út fyrir félagsmönnum hvers vegna hann æskir inn- göngu o.fl. í þeim dúr. Að því loknu fer fram leynileg atkvæða- greiðsla meðal félagsmanna um hvort veita eigi viðkomandi inn- göngu og þurfa 75% félags- manna að samþykkja það.“ Þannig að reglurnar eru stífar? „Já það eru ýmsar þrautir sem þarf að leysa til að komast í þetta,“ segir Einar og bætir við „það labbar enginn hérna inn orðalaust." „Meiningin er“ segir Halldór, „að hafa sterkan, fá- mennan og góðan hóp.“ Félagslög „Vanra manna“ eru nokkuð greinargóð og ákveðin. Þar kennir ýmissa grasa sem ekki eru almennt í félagslögum. Lítum aðeins á þau: 2. gr. Starfsvæðið skal vera Akraneskaupstaður, og aðrir þeir staðir sem Vanir menn kjósa að heiðra með nærveru sinni. — 3. grein er í þremur liðum Þorgeir, Einar og Halldór í mussunum gulu og góðu og þar segir m.a.: „að stórauka hvatningarhróp á heimaleikjum ÍA liðsins, fylgja þeim landshorna á milli ef svo ber undir og hvetja þá til dáða. — Að fá knattspyrnu þá er meistaraflokkur ÍA spilar viðurkennda sem list, og fá menn- ingaryfirvöld landsins til að styrkja þá með listamannalaunum.“ Svo mætti lengi telja upp úr félags- lögum sem eru hin skemmtileg- asta lesning, en afdráttarlaus eru þau og greinilegt að ætlast er til þess af félagsmönnum að þeir hlýti þeim. Og til að framfylgja lögunum er sérstök Agadeild í félaginu. Einar: „Agadeildin er nú helsta tekjuöflunardeild félagsins, hún sektar menn fyrir agabrot, að vísu eru þær sektir vægar, en svarta bók aqadeildar er versta refsing sem félagsmaður getur lent í og ónefndur stjórnarmaður lenti í henni fyrir skömmu og ég vil bara benda bæjarbúum á að hann verður látinn taka út refsingu sína á leiknum á laugardaginn gegn KA. Fólk er bara beðið um að fylgjastvel með.“ Og þeirfélagar bætavið: „Fyrst talað er um aga og félagslög, þá viljum við endilega leiðrétta þann hvimleiða kvilla sem virðist hrjá al- menning hér í bæ, að halda að Vanir menn — strákarnir í götunni séu einhver fylliríissamtök. — „Þetta er af og frá,“ segir Einar. „Ég vil bara benda á að 5% fél- agsmanna eru stakir reglumenn, bæði á vín og tóbak, og ég er þess fullviss að leitun er að félagi sem státað getur af slíku. Mér dettur helst í hug stúkan Akur- blóm, í fljótu bragði sýnist mér það félag eitt um að veita okkur keppni á þessu sviði.“ — „Menn þurfa ekki að vera fyllibyttur eða í ræsinu þó þeir fá sér í könnu svona tilað halda upp á sigur eða mýkja söngröddina." Nú er undirtitill félagsins „Strák- arnir í götunni". Er félagið ein- göngu fyrir stráka? „Nei, síður en svo. Það er oft sagt að strákur sé í fólki ef það galsast eða skemmtir. Ef kvenfólk hefurslíkan strák í sérog uppfyllir inntökuskilyrðin þá getur það gengið í félagið." „Og fyrst þú minnist á nafnið," segir Þorgeir, „þá er rétt að koma því að hér að við erum óhressir með Þráinn Bertelsson kvikmynd- agerðarmenn að hann skyldi stela nafninu „Vanir menn“ í undirtitil kvikmyndarinnar „Nýtt líf“ er mesta ósvinna og þeirvönu menn hafa aldrei fengið inngöngu hjá okkur.“ Þeir „Vanir menn“ höfðu frá mörgu að segja og mun fleiru en nokkrun tíman gæti verið pláss fyrir hér. Þeir kvöddu blaðamann Bæjarblaðsins með hvatningar- orðum til hans og allra annarra Skagamanna um að hópast á leiki IA og hrópa og ekki aðeins að hrópa á útivöllum heldur hér heima líka. Við þökkum þeim fyrir frísklegt spjall. Slök aðsókn Þátttaka í Norrænu sund- keppninni eða 200 metra sund- inu, eins og það er jafnan nefnt, er frekar slök hér á Akranesi. Bára Pálsdóttir í Bjarnalaug sagðist ekki hafa neinar tölur á reiðum höndum, þegar Bæjar- blaðið spurðist fyrir um þátttök- una, en hins vegar sagði hún þátt- tökuna greinilega til muna minni en verið hefði áður í 200 metra sundinu. Þá sagði Bára að margir vildu ekki taka skráningarkort í sund- keppnina, þó svo að þeir syntu 200 metrana og vel það. Það kemur því að litlu gagni fyrir Akra- nes eða landið í heild ef fólk synd- ir en er hvergi skráð. Skráningarkort eru afhent í af- greiðslu Bjarnalaugar og sagðist Bára jafnan reyna að halda peim að fólki. Sundfólkið færir svo sjálft inn á kortin og afhendir þau í lok hvers mánaðar í afgreiðsluna. Ástæða er til að hvetja fólk til þátttöku í Norrænu sundkeppn- inni, en keppnin stendur yfir til 1. desember. Akurnesingar! Verslum á heimaslóðum NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Sund er heilsubót Byrjum fljótlega að byggja segir Halldór Einarsson „Þetta er allt í fullum gangi,“ sagði Halldór Einarsson forstjóri Henson, er Bæjarblaðið spurðist fyrir um gang mála hjá honum í undirbúningi að stofnsetningu stórrar saumastofu hér á Akra- nesi. Halldór sagði að hann þyrfti að byggja yfir starfsemina hér, þar sem ekkert heppilegt húsnæði hefði fundist fyrir starfsemina hér. „Ég er með dálítið ákveðnar kröfur um hvernig ég vil hafa húsnæðið, þannig að það er kannski ekki von að ég finni heppilegt húsnæði.“ Við spurðum Halldór um hve- nær framkvæmdir hefðust og sagði hann að hann væri nú þeg- ar búinn að fá tilboð í byggingu stálgrindarhúss sem stuttan tíma tæki að reisa, „og það verður bara gengið í þetta verk á næstu dögum,“ sagði hann. Halldór sagðist nú þegar vera búinn að fá góða lóð undir húsið við Kalmansvelli, „þannig að mál- ið er bara allt í hinum besta gangi,“ sagði Halldór Einarsson að lokum. Húsgögn í úrvali Skrifborð og stólar Stillholt i ■* a Sími 2507114 AKRANESI

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.