Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 8
16. ágúst 1984 Verð kr. 28 Gamlar myndir og minningabrot w . - ' r - . . .. — nýjar opnaðar Verslamr a faraldsfæti og þær eldri fluttar Tímamóthjá Fjölbrautaskólanum: Nýja heimavistin tekin í notkun að hluta Hið nýja heimavistarhús Fjöl- brautaskólans verður að hluta til tekið í notkun nú 1. september. Það er efri hæð hússins sem nú verður tekin í notkun og verður þar pláss fyrir 32 nemendur í 16 herbergjum, auk þess sem hús- varðaríbúð verður tekin í notkun. Utanbæjarnemendur við skól- ann verða á annað hundrað í vetur, en að sögn Þóris Ólafsson- ar, liggur enn ekki nákvæmlega fyrir hve margir þeir nemendur eru, en eins og kom fram í síðasta Bæjarblaði í lokjúní þávoru þeir orðnir 100 og eitthvaö hefur fjölg- að síðan. Þórir sagði jafnframt að rúm væri fyrir 18 nemendur á gömlu heimavistinni að Kirkjuhvoli og yrði hún starfrækt í vetur. Þá sagði hann að nú væri búið að út- vega öllum utanbæjarnemendum húsnæði. Þeir nemendur sem ekki komast fyrir á heimavist verða í leiguhúsnæði út í bæ, og hefur skólinn verið nemendum innan handar við útvegun hús- næðis. í þessum þætti var fyrirhugað að birta upplýsingar um þær myndir, sem verið hafa í fyrri þáttum. Þess er þó ekki kostur að svo stöddu og bíður betri tíma. Þess í stað birtum við hér mynd, sem gott væri að fá nánari uþþlýsingar um. Myndin er tek- in sumarið 1942 á fiskireit (stakk- slæði) Sigurðar Hallbjarnarsonar og þekkjum við með vissu Þórð Hjálmsson (dökkklæddan með svarta húfu), sem þarna var verk- stjóri. Á fleirum kunnum við ekki skil í fremri hópnum, en áður höfum við birt myndir af því fólki, sem er fjærst á myndinni. Þar á rneðal munu vera ísak Eyleifs- son, Hallbjörn Oddsson, Oddrún Jónsdóttir í Mýrarhúsum o.fl. Upplýsingum má koma til rit- stjórnar blaðsins í síma 2974 eða Gunnlaugs Haraldssonar safn- varðar (s. 1255 og 2304). Talsverð hreyfing hefur verið á verslunum hér á Skaga undanfar- ið. Blómaríkið, sem verið hefur að Vesturgötu 46, flutti sig á Kirkju- braut 14, þar sem verslunin Amor var áður til húsa en sú verslun hefur nú hætt starfsemi. Með hinu nýja húsnæði skapast mun betra rými fyrir verslunina og að sögn Kristínar Benediktsdóttur versl- unarstjóra og eins af eigendum, mun vöruvalið einnig aukast um leið, sérstaklega sagði hún að aukning yrði á glervörunum vin- sælu frá Gler í Bergvík. Á Vesturgötu 46 hefur nú verið stofnsett ný verslun og ber hún nafnið Dýralíf. Eigandi Dýralífs er Ingimar Garðarsson og að hans sögn mun verslunin bjóða upp á margar tegurndir gæludýra auk þess sem fóður hverskonar, skraut og leikföng til handa gælu- dýrum væru til staðar í Verslun- inni. Gæludýraverslunin Dýralíf verður opin virka daga frá kl. 15- 19og laugardaga frá 10-14. Verslunin Stúdíóval, sem verið hefur á Skólabraut 12 hefur flutt sig ofar í þá götu, eða að Skóla- braut 37, þar sem Margrét Sigur- jónsdóttir var til húsa með verslun sína en sú verslun hefur hætt starfsemi. Ragnar Amazen eig- andi Stúdíóvals segir að með auknu húsrými yrði vöruval aukið og þá sérstakalega á sviði hljóm- flutningstækja og hljóðfæra. Skeljungur hf. opnaði fyrir skömmu verslun í húsnæði sínu að Bárugötu. í verslun Skeljungs eru á boðstólnum ýmsar vörur er Skeljungur hf. flytur inn, svo sem bílavörur margvíslegar, verkfæri, gastæki og fleira því tengt. Kristín Benediktsdóttir í Blómaríkinu Ingimar Garðarsson í Dýralífi Ragnar Amzen eigandi Stúdíóvals til hægri og Kristófer Kristó- fersson afgreiðslumaður í verlsuninni Nýr skólastjóri ráðinn Eins og kom fram í síðasta Bæjarblaði hefur Grímur Bjarndal Jónsson sagt upp störfum sem skólastjóri Brekkubæjarskóla. Fyrir skömmu var svo Viktor A. Guðlaugsson ráðinn skóla- stjóri Brekkubæjarskóla. Vikt- or var um ellefu ára skeið skólastjóri að Stóru-Tjörnum í Svarfaðardal en hingað kemur hann úr Mosfellssveit, þar sem hann hefur verið yfirkennari um skeið. Reiknað er með að kennsla í Brekkubæjarskóla hefjist föstudaginn 7. september nk., en er Bæjarblaðið átti leið um Bekkubæjarskóla í loksíðustu viku voru þeir Guðjón Þ. Krist- jánsson og Ingi Steinar Gunn- laugsson kennarar í óða önn að koma saman stundatöflu. Þeir félagar töldu stundaskrár- gerðina hina mestu krossgátu, þar sem erfitt væri að koma saman, svo vel færi. Stunda- töflu fyrir marga nemendur í litlu húsnæði.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.