Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 6
6 Boejorblodid Barnakór Akraness kominn heim frá Spáni: Hlaut önnur verðlaun í barnakórakeppni Fyrir rúmum hálfum mánuði kom Barnakór Akraness heim úr tveggja vikna ferð til Spánar. Ferðin var farin til að taka þátt í al- þjóðlegri kórakeppni sem kórinn hafði verið valinn til þátttöku í. Er ekki að orðlengja það að kórinn hreppti önnur verðlaun í barnakórakeppninni, en hafnaði í áttunda sæti í opinni keppni, sem hann tók einnig þátt í. í smábænum, þar sem mótið fór fram, bjó kórinn í húsnæði sumarskóla sem rekinn er af nunnum. Tókust miklir kærleikar með hópnum og nunnunum, svo miklir að jafnvel kórstjórinn, Jón Karl Einarsson, var kysstur í bak og fyrir af nunnunum og mega það víst teljast ákveðin forréttindi. Áður en hópurinn hélt til keppn- innar sjálfrar hafði hann dvalið í eina viku á Torremolinos við sól- böð og aðra skemmtan. Heldur reyndust stúlkurnar missterkar við að standast hitann og loftlags- breytinguna, því fjóra daga í röð var alltaf ein með hita og bein- verki. Þó var reynt að sjá til þess að veran í sólinni væri hófleg m.a. með að fara ferðir, svo sem í Tívolí, vatnsrennibraut og stór- magasín, en það er nauðsynlegra en margt annað þegar íslending- ar eru á ferð. Næturlífið var mun fátæklegra, aðeins einu sinni farið á diskótek og það svo snemma kvölds að fjörið var naumast byrjað. Ekki létu Skagastúlkurnar það á sig fá heldur hleyptu sjálfar fjöri í ballið. Af þessu má sjá að ferðin hefur Á leið í vatnsrennibraut til kælingar verið hin fjölbreytilegasta þrátt fyr- Ijóst er að ekki hafa margir kórar ir að tilgangur hennar númer eitt, fengið svo mikinn tíma fyrir sjálfa tvö og þrjú hafi verið söngferð. Og sig í tónleikaferð. Kvöldtónleikar í Cantonigros íslandsmót eldri drengja í knattspyrnu IA Islandsmeistari Akurnesingar sigruðu í ís- landsmóti „eldri drengja“ í knatt- spyrnu, en úrslitaleikurinn í því móti fór fram á malarvellinum í Kaplakrika í Hafnarfirði sl. fimmtudag. Skagamenn léku þá til úrslita við lið Víkings og sigraði ÍA með einu marki gegn engu. íslandsmót „eldri drengja“ er keppni á milli knattspyrnuliða sem skipuð eru leikmönnum 30 ára og eldri og er þetta í fyrsta sinn sem ÍA sigrar í þessu móti en V íkingur var sigurvegari í fyrrra. í samtali við Bæjarblaðið sagði Þröstur Stefánsson, fyrirliði ÍA liðsins, að Tollverðirfundu smyglvarning Tollverðir fundu fyrir skömmu smyglvarning í flutn- ingaskipinu Svani frá Grundar- firði er skipið kom hingað með gifsfarm fyrir Sementsverk- smiðjuna. Alls fundust 542 flöskur af sterku áfengi aðallega Vodka, þá fundust 67 kassar af bjór og 42 karton af sígarettum. Það sem af er þessu ári hef- ur nokkrum sinnum fundist smyglvarningur í skipum hér og á Grundartanga. Mikið af þessu eru minniháttar smygl, þó svo að nokkrar smygltil- raunir við Grundartangahöfn teljist í flokk hinna stærri. hann og Matthías Hallgrímsson hefðu skorað markið í samein- ingu. Þröstur sagði jafnframt að áhugi hefði verið mikill hjá liðs- mönnum í sumar og í riðlakeppn- inni hefðu þeir unnið alla leiki nema einn sem endaði með jafn- tefli. Annars urðu einstök úrslit í riðlakeppninni þessi: ÍA-FH 2-1, Valur-ÍA 1-1, ÍA-UBK 5-1, ÍA- Haukar2-0, Þróttur-ÍA 1-4. Glæsi- legur árangur og markatalan úr riðlinum 14-4 ÍA í hag. f samtalinu við Þröst kom fram að lítill áhugi hefði verið á þessu móti hjá KSÍ, sem meðal annars kom fram í því að úrslitaleikurinn var spilaður á malarvelli. Ondvegis matur Úrvals þjónusta Veitingahúsið Stillholt' 'Q' STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SÍMI (93)2778 AKRANESKAUPSTAÐUR Álagningu útsvars og aðstöðugjalda 1984 er nú lokið. Fyrsti gjalddagi var 1. ágúst sl. Þeir aðilar sem ekki hafa gert full skil á fyrir- framgreiðslum útsvars og aðstöðugjalda eru alvarlega áminntir um að gera skil nú þegar. Lögtök eru þegar hafin. Einnig er skorað á þá sem eiga eftir að greiða fasteignagjöld ársins að greiða þau nú þegar. Dráttarvextir reiknast 15. hvers mánaðar. Innheimta Akraneskaupstaðar AKRANESKAUPSTAÐUR Smábátaeigeindur Akranesi Á fundi bæjarráðs þann 09.08.84 var m.a. samþykkt að bjóða smábátaeigendum á Akranesi lóðir nr. 14-16 við Hafnarbraut til ráðstöfunar undir veiðarfærageymslur og beitingaraðstöðu. Þeir smábátaeigendur á Akranesi, sem áhuga hafa á að nýta sér framanqreind boð eru hér með beðnir um að leggja inn umsókn um aðstöðu á fyrir- huguðu athafnasvæði. Nánari upplýsingar eru veittar á tækni- deild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, II hæð. Umsóknum skal skila á tæknideild á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, eigi síðar en 31. ágúst n.k. Bæjartæknifræðingur Laus staða Staða starfsmanns við afgreiðslu og gagnaskráningu á Skattstofu Vesturlands- umdæmis, Akranesi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt almennu launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar gefur Skattstjóri Vesturlands umdæmis, Akranesi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skattstjóra Vesturlandsumdæmis fyrir 1. september nk. Fjármálaráðuneytið 24. júlí 1984.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.