Bæjarblaðið - 13.09.1984, Síða 1

Bæjarblaðið - 13.09.1984, Síða 1
14. tbl. - 6. árg. -13. september 1984 Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Alvarlegt ástand í atvinnumálum „Allt óljóst ennþá“ — segir Þórður Óskarsson, útgerðarmaður Eins og komiö hefur fram í Bæjarblaöinu hafa fiskvinnsluhús Þóröar Óskarssonar h.f. verið lok- uö um þriggja mánaöa skeið og var starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum í júní sl. Bæjarblaðið leitaði til Þóröar Óskarssonar út- gerðarmanns og spuröi hann hvort vænta mætti þess aö frysti- húsiö tæki til starfa aftur á næst- unni. „Ég hef ekki orðið var við neina lausn á þessum málum og undanfarin 6 ár hefur þaö verið eins og aö tala viö grjót aö óska fyrirgreiðslu af hálfu yfirvalda til aö halda þessu gangandi. Ég varö því miöur að segja upp öllu starfs- fólki, annað var ekki haegt. Þetta hefur veriö þaö tilgangslaust að maður er bara hættur aö eyða kröftum í þetta og blessaðir mennirnir verða bara að hafa þettaeins og þeirvilja." Nú hefur bátur þinri, Sólfari, undanfarið verið að rækjuveiðum en er nú kominn hingað heim. Verður hann gerður út í haust? „Þaö er nú, eins og komið hefur fram í blaðinu hjá ykkur, þannig með þessa báta eins og Sólfar- ann að þeir eru bara negldir upp við vegg og það er bara tíma- spursmál hvenær þeim er siglt út úr höfninni í síðasta sinn.“ Nú á Sólfarinn síldarkvóta í haust. Verður báturinn sendur á síld? „Já hann á þarna smáslatta, rétt rúm 300 tonn. Ég veit ekkert hvað verður í þeim efnum, ég stend frammi fyrir óleystu vanda- máli með það allt saman og get því ekkert sagt um það enn hvort hannfereða ekki.“ Það er því Ijóst að atvinnuhorf- ur þessa verkafólks og sjómanna sem unnið hafa hjá Þórði Óskars- syni hf. eru ekki of bjartar þessa stundina en hér er um 50-60 manns að ræða. Frystihús Þórðar Óskarssonar hf. —mynd hb „Við erum bara sprungnir“ — segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Hafarnar hf. Öllu starfsfólki Hafarnar hf. hef- ur nú verið sagt upp störfum frá og með mánaðarmótum nóvember- desember. Þá hefur yfirmönnum á togaranum Óskari Magnússyni einnig verið sagt upp störfum, en undirmönnum hefur ekki enn ver- ið sagt upp störfum, enda er uppsagnafrestur þeirra aðeins ein vika. Aðspurður um ástæðuna fyrir þessum uppsögnum sagði Guðmundur Pálmason fram- kvæmdastjóri Hafarnar hf. að hún væri einnfaldlega sú að þeir gætu ekki haldið togaranum gangandi lengur. „Við erum bara sprungnir og þetta er sama ástæðan og hjá Þórði Óskarssyni". Má búast við að Óskar Magn- ússon verði gerður út fram í des- ember? „Þetta er bara rekið frá degi til dags og ef við getum haldið hon- um úti svo lengi þá gerum við það. Það er ekki til í því að hlustað sé á okkur varðandi fyrirgreiðslur fyr- ir skipið og pað er best að ræða þau mál ekki meir, það er til- gangslaust." Þá kom fram hjá Guðmundi að nú starfa um 80 manns hjá fyrir- tækinu auk áhafnar togarans, svo nærri lætur að stöðvun Óskars Magnússonar geri um 100 manns atvinnulausa hér á Akranesi. Bæjarblaðið 5 ára Næstkomandi laugardag, þann 15. september, eru 5 ár liðin frá því að Bæjarblaðið kom fyrst út. Fyrstu ritstjórn blaðsins skipuðu þeir Andrés Ólafsson, Gunnlaugur Björnsson, Haraldur Bjarna- son og Sigþór Eiríksson. Tveir hinir síðasttöldu skipa núver- andi ritstjórn blaðsins. Á þessum tímamótum vill ritstjórn Bæjarblaðsins þakka Akurnesingum fyrir góðar við- tökur og gott samstarf og von- ar að svo verði áf ram. Þá fylgja sömu óskir til sölubarna Bæjarblaðsins en sum þeirra hafa selt blaðið mjög lengi, t.d. hefur einn sölugarpurinn, Bjarni Kristófersson, selt Bæjarblaðið alveg frá byrjun. Ritstjórnarskrifstofa Auglýsingasími 2974 0SkA8 MVAtSS V Umsókn Trésmiðju G.M. um land fyrir 25-30 hús: Stoppaði á deiliskipulaginu í Bæjarblaðinu þann 29. mars sl. var sagtfrá nýstárlegri umsókn Trésmiðju Guðmundar Magnús- sonar hf. um land undir 25-30 ein- býlishús og hugðist fyrirtækið sjá um allar þær framkvæmdir sem bæjarfélagið hefur hingað til haft á hendi sinni. Umsókn þessi fór hina venju- legu leið fyrir Bæjarráð, sem vís- aði henni til bygginganefndar og þaðan var henni vísað til skipu- lagsnefndar. Umsóknin mun alls staðar hafa fengið jákvæðar við- tökur, en samkvæmt heimildum Bæjarblaðsins mun skipulags- nefnd hafa bent Guömundi á lóðir í Jörundarholti, þar sem enn var ekki búið að gera deiliskipulag af því landsvæði sem Guðmundur sótti um. Umsóknin er því í biðstöðu eins og er en nú mun standa til að hefja vinnu að deiliskipulaginu og ætti því þessi byltingarkennda umsókn að eiga greiða lið í gegn- um kerfið eftir það. Akurnesingar! Notfærum okkur alla þá verslun og þjónustu sem Akranes hefur að bjóða

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.