Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.07.2019, Qupperneq 10
FÓTBOLTI „Þær höfðu eðlilega aldr- ei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelp- urnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnu- félag Fjallabyggðar sem er sveitar- félag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarð- vík er á Reykjanesi og eru 442 kíló- metrar á milli samkvæmt vef Vega- gerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuld- aða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nán- ast á sitthvorum endanum á land- inu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjalla- byggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemn- inguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var f lottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurfor- eldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp sam- félagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópur- inn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þrem- ur leikjum. „Þeim fannst þetta stór- kostleg upplifun og mjög skemmti- legt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða f lokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF- búningunum en voru með Njarð- víkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afger- andi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelp- urnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmti- legt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup. Benediktboas@frettabladid.is Mótherjar urðu samherjar á Rey Cup þrátt fyrir 450 kílómetra á milli liða Lið KF/Njarðvíkur vakti athygli á Rey Cup mótinu enda ekki mjög algengt að lið með um 450 kílómetra á milli sameinist. Báðir flokkar eru fámennir og því var ákveðið að sameinast og þótt þær þekktust sama sem ekkert þá var gleðin við völd. Rey Cup 95 lið 11 erlend lið 1350 leikmenn, stelpur og strákar 210 þjálfarar og liðsstjórar 9 vellir 3732 morgunverðarskammtar Aldursbil þátttakenda á Rey Cup er 13-16 ára og er þetta lang- stærsta knattspyrnumót lands- ins fyrir þennan aldurshóp, þar sem um eða yfir 1.400 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri. Björk Óladóttir 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Lið KF/Njarðvíkur samankomið fyrir leik á Rey Cup. Stelpurnar þekktust ekkert fyrir mótið, tóku enga æfingu fyrir það en unnu tvo leiki og skemmtu sér konunglega. Þær ætla sér að mæta að ári. 2 9 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 C -F 2 6 C 2 3 7 C -F 1 3 0 2 3 7 C -E F F 4 2 3 7 C -E E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 8 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.