Víkurfréttir - 16.05.2019, Qupperneq 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR
4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg
SPÁÐ ER SENDINGUM
UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS
SANDGERÐI
-20° 150kg
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit &
umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími
421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Hefurðu skoðað
Reykjanesskagann?
Jón Bjarnason:
„Já ég hef farið út um allan
Reykjanesskaga, það eru svo
margir fallegir staðir. Mér finnst
rosa gaman að skoða bergið út á
Reykjanesvita og Gunnuhver.“
Oddný J.B. Mattadóttir:
„Já ég er lærður leiðsögu
maður og hef farið ásamt fjöl
skyldunni og með hópa um
svæðið. Mig langar að skoða
margt betur. Að standa úti á
Reykjanesvita og horfa út í Eld
ey það er magnað. Jarðfræðin
er heillandi og flekaskilin.
Ströndin á Garðsskagavita og
Melabergi, skógurinn á Háa
bjalla, Seltjörn og margt fleira
er gaman að sjá.“
Ólafur Örvar Ólafsson:
„Já, ég hef keyrt fram og til baka
um skagann. Svæðið í kringum
Reykjanesvita er áhugavert
svæði. Uppáhaldsstaðurinn
minn er samt Bluehöllin eða
Íþróttahúsið í Reykjanesbæ en
þar ver ég mörgum stundum.“
Ragnheiður Skúladóttir:
„Já í fyrrasumar ókum við frá
Grindavík út að Reykjanesvita.
Svo langt síðan ég hef farið
þessa leið og það kom mér á
óvart hvað þetta er merkilegt
svæði. Gunnuhver, bjargbrúnin
á Reykjanesvita og brimið var
gaman að sjá.“
SPURNING VIKUNNAR
á timarit.is
Eldur kom upp í rusli við húsnæði
Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli á
laugardag. Eldurinn logaði í rusla-
keri og var byrjaður að læsa sig í
klæðningu á húsnæðinu þegar
slökkvilið kom á staðinn.
Útkall barst Brunavörnum Suðurnesja
kl. 13:10 á laugardag en fjölmennt
slökkvilið frá Isavia var sent á staðinn
og slökkti eldinn fljótt og örugglega.
Auk Suðurflugs er Isavia með svo
kallað Silfurhlið Keflavíkurflugvallar
við húsið.
Myndin var tekin þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-mynd: Hilmar Bragi
Eldur í rusli læsti sig í klæðn
ingu á húsnæði Suðurflugs
Gróður brann á Miðnesheiði
Gróður brann á Miðnesheiði milli Garðs og Sandgerðis á laugardagskvöldið.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi mannskap á staðinn sem slökkti
eldinn. Myndin var tekin með flygildi yfir brunastaðinn á háheiðinni.
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, segist
undrandi á ráðgjöfum Capacent vegna kynningar á hugsanlegri sameiningu
Kölku og Sorpu. „Ég tel að bæjarstjórn þurfi að fá betri útskýringar hvað
felst í þessari sameiningu. Við þurfum að fá skýrari og betri gögn varðandi
málið. Ég er til dæmis alveg undrandi á ráðgjöfum Capacent, hvernig þeir
héldu þessa kynningu, varðandi sameiningu Kölku og Sorpu. Hún var mjög
sérstök og ekki nægilega vönduð að mínum dómi. Það hallaði verulega á
okkur og þetta birtist mér þannig að hagsmunir Sorpu væru aðalmálið í
þessu,“ segir Margrét í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Í bókuninni segist Margrét velta fyrir
sér hver vilji búa í Reykjanesbæ sé
það þar sem tvö stærstu kísilver í
Evrópu eiga að rísa, einnig álver og
síðan stærsta sorpbrennsla landsins.
„Allavega ekki ég. Eins og allir vita þá
er stóriðja mengandi og henni fylgir
oft byggðarleg röskun. Ég spyr því
meirihlutann að því hvort að það sé
búið að gera heildstætt umhverfismat
fyrir Helguvík ásamt mengunarmati
miðað við að öll þessi starfsemi hefjist
í Helguvík.
Miðflokkurinn lagði áherslu í kosn
ingarbaráttu sinni á íbúalýðræði og
íbúakosningu varðandi mikilvæg og
stór málefni. Ég tel svo vera að bæjar
búar ættu að fá greinargóða kynningu
á því hvað felst í sameiningu Kölku
og Sorpu og síðan ætti að fara fram
íbúakosning enda er hér um mikið
hagsmunamál fyrir íbúa Reykjanes
bæjar en eins og ég kom inn á áðan
að öll stóriðja er mengandi,“ segir
Margrét í bókun á fundinum og þar
ítrekaði hún jafnframt fyrri bókun
sína um sameiningu Kölku og Sorpu.
Í þeirri bókun segir:
„Bæjarfulltrúi Miðflokksins geldur
varhug við því að Kalka eigi að taka
við megninu af sorpi af höfuðborgar
svæðinu. Bæði er það mikið umhverf
isálag fyrir Reykjanesbæ og ekki síður
umferðarálag á Reykjanesbrautina.
Svona til glöggvunar þá fara í dag um
55.000 bílar á sólarhring í gegnum
Hafnarfjörð. Á þeim hluta sem er
einbreiður í Hafnarfjarðarbæ er um
ferðin um 27.000 bílar á sólarhring.
Vestur af Straumsvík aka um 19.000
bílar á sólarhring.
Á meðan ástandið á Reykjanesbraut
inni er ekki betra en raun ber vitni er
varhugavert að auka álagið á braut
ina enn frekar með sorpflutningum
hingað suður eftir. Áður en lengra
er haldið verða frekari upplýsingar
að liggja fyrir s.s. þær hvort áætlað
er að nýr brennsluofn eigi að vera
staðsettur í Helguvík. Bæjarbúar
eiga heimtingu á að vita hver áform
meirihlutans eru í þessum efnum.
Áætlað er að 10 manns verði í stjórn
sameinaðs félags en einungis 5 að
ilar verði í framkvæmdaráði. Verði
af þessari sameiningu er það skýr
krafa bæjarfulltrúa Miðflokksins að
Reykjanesbær eigi fulltrúa í fram
kvæmdaráðinu þar sem bærinn er
fjórða stærsta sveitarfélagið sem að
þessari sameiningu standa.“
Segir hagsmuni Sorpu tekna fram yfir Kölku
– bæjarfulltrúi Miðflokksins vill ekki búa í bæ með tvö kísilver, álver og stærstu sorpbrennslu landsins
Sækjast eftir
auknu stöðugildi
skólahjúkrunar
fræðings
– við Grunnskóla Grindavíkur
Grunnskóli Grindavíkur er fjöl-
mennasti grunnskóli á Suður-
nesjum, með yfir 500 nemendur
samkvæmt samantekt um skóla-
hjúkrun á Suðurnesjum. Samkvæmt
árangursviðmiðum landlæknis ætti
að miða eitt stöðugildi heilbrigðis-
starfsmanns við 500 til 700 nem-
endur.
Fræðslunefnd hefur falið fræðslu
stjóra að vera í samstarfi við aðra
fræðslustjóra á Suðurnesjum um við
ræður við Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja um að samræma þjón
ustu skólahjúkrunar við grunnskóla
á svæðinu. Einnig þarf að sækjast eftir
auknu stöðugildi skólahjúkrunar
fræðings við Grunnskóla Grindavíkur,
segir í fundargerð fræðslunefndar.
Íbúafundur um
skipulag hátíða í
Suðurnesjabæ
Áætlað er að íbúafundur um skipu-
lag hátíða í Suðurnesjabæ verði
haldinn í Vörðunni 21. maí kl. 20:00.
Ferða-, safna- og menningarráð
Suðurnesjabæjar hefur falið for-
manni ráðsins að undirbúa fundinn.
Umræða um fyrirkomulag Sand
gerðisdaga fór einnig fram á fundi
ráðsins á dögunum. Ráðið myndi
vilja sjá fyrirkomulag Sandgerðisdaga
verða með sama hætti og Sólseturs
hátíðina í Garði þar sem félagasamtök
tengd Suðurnesjabæ sjá um fram
kvæmdina.
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.