Víkurfréttir - 16.05.2019, Side 4
Nýr Tómas Þorvaldsson GK væntanlegur til Grindavíkur
Þá er vetrarvertíð árið 2019 endanlega lokið og aflahæsti báturinn árið
2019 er: Nei, þetta er ekki eins og var á árum áður þegar að það var næstum
því slegist um það hver yrði aflahæstur á lokadeginum.
Sandgerðingar gerðu þó vel því
11. maí fór fram Vertíðaruppgjörs-
ball í fyrsta skipti í Sandgerði og
heppnaðist það vonum framar, þó svo
það kannski hafi það verið með öðru
sniði en vanalega var hér áður fyrr.
Það var nefnilega þannig í mörgum
bæjum en þó aðallega í Vestmanna-
eyjum, að haldið var lokaball vertíðar
og var þá skipsáhöfn þess báts sem
var aflahæstur afhendur bikar og á
honum stóð nafn bátsins sem var
aflahæstur þá vertíðina.
Þetta er liðin tíð í dag, kvótinn
stjórnar öllu og nokkuð merkilegt
er að hugsa til þess að fiskur er ekki
alltaf fiskur þegar kemur að því að
vigta aflann. Nú er það þannig að það
er til eitthvað sem heitir ísprósenta
sem þýðir að bátur kemur að landi
með afla, hann er vigtaður á vigt í
viðkomandi höfn, síðan er farið með
fiskinn í fiskvinnsluhús og aflinn
endurvigtaður. Þá er ísinn dreginn
frá aflanum og eftir stendur hreinn
fiskur.
Vertíðinni 2019 og vertíðinni 1969
munu verða gerð góð skil í riti sem
ég fer í að gefa út bráðlega, þegar ég
hef lagt lokahönd á verkið.
Förum aðeins í frystitogarana.
Í Grindavík hefur fyrirtækið Þor-
björn hf gert út tvo frystitogara. Þeir
eru Gnúpur GK, sem var áður Guð-
björg ÍS, og Hrafn Sveinbjarnarson
GK, sem var áður Snæfell EA. Um
haustið 2018 var undirritaður kaup-
samningur á frystitogaranum Sisi-
miut, sem er í eigu Royal Greenland á
Grænlandi. Þetta skip er reyndar ekki
ókunnugt Íslandi. Það var smíðað
árið 1992 fyrir Skagstrending hf á
Skagaströnd og hét fyrst Arnar HU 1
en var selt til Grænlands árið 1996.
Togarinn er 67 metra langur og
fjórtán metra breiður. Stutt er í af-
hendingu skipsins. Sigurður, sem
hefur verið skipstjóri á Hrafni Svein-
bjarnarsyni GK í 29 ár, mun hætta á
Hrafni og taka við skipstjórn á nýja
skipinu sem mun fá nafnið Tómas
Þorvaldsson GK.
Tómas Þorvaldsson er Grindvík-
ingum góðu kunnur. Hann fæddist
árið 1919 í Grindavík og lést árið
2008. Hann stofnaði ásamt þremum
félögum fyrirtækið Þorbjörn hf. í
Grindavík árið 1953 og er það fyrir-
tæki ennþá rekið undir sama nafni.
Þorbjörn ehf. gerði út bát sem hét
þessu nafni, Tómas Þorvaldsson
GK 10, í tólf ár. Sá bátur átti sér
langa sögu í Grindavík. Hann var
smíðaður árið 1966 í Noregi og hét
þá fyrst Héðinn ÞH. Þorbjörn eignað-
ist bátinn árið 1975 og hét hann þá
Hrafn GK. Báturinn var gerður út
undir þessu nafni, Hrafn GK, í um
tuttugu ár þar til að breytt var um
nafn á bátnum og hann fékk nafnið
Háberg GK.
Þessi bátur var mikið á loðnuveiðum
en síðustu árin hjá bátnum var hann
gerður út á línu með beitningavél.
Í einni veiðiferðinni snemma árs
2018 kom í ljós að báturinn hagaði
sér eitthvað öðruvísi. Það var eins
og hann væri að sveigjast í öldum
eða að hann væri að brotna í tvennt.
Bátnum var siglt til Hafnarfjarðar og
tekinn í skoðun. Þar kom í ljós að í
kjöl bátsins voru þrír langbitar en
aðeins einn langbiti í lengingunni
sem var gerð á bátnum fyrir mörgum
árum síðan. Til þess að laga þetta
hefði þurft að brjóta allt upp úr
lestinni og skræla skipið að utan,
gríðarlega mikil aðgerð og mjög
dýr. Ákveðið var frekar að leggja
bátnum og var honum þá siglt til
útlanda í brotajárn. Svona endaði
báturinn Tómas Þorvaldsson GK en
framundan er nýr tími með nýjum
og stærri Tómasi Þorvaldssyni GK.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Nettó hefur sett sér það að markmiði að vera með plastlausar ávaxta- og
grænmetisdeildir í verslunum fyrir lok árs 2019. Nú þegar er miklu hlut-
falli af lífrænu grænmeti og ávöxtum pakkað í umhverfisvænar umbúðir
og er verkefnið unnið í samstarfi við birgja.
Í öllum Nettó verslunum hefur í
nokkur ár verið í notkun úðunarkerfi í
ávaxta –og grænmetistorgi sem lengir
líftíma grænmetis og ávaxta um 30-
40%. Í upphafi árs voru síðan teknir
í notkun og seldir fjölnotapokar fyrir
ávexti og grænmeti í öllum verslunum
Nettó sem mælst hafa vel fyrir hjá
viðskiptavinum.
Nettó hefur undanfarin ár lagt mikla
áherslu á að hafa jákvæð áhrif á um-
hverfið og verið leiðandi í umhverfis-
málum matvöruverslana hér á landi.
,,Við viljum sífellt vera að bæta okkur
út frá umhverfislegu sjónarmiði
og haga verklagi okkar í takti við
það“, segir Gunnar Egill Sigurðsson,
framkvæmdastjóri verslunarsviðs
Samkaupa sem á og rekur m.a. Nettó
verslanirnar.
Önnur verkefni sem Nettó hefur ráð-
ist í út frá umhverfislegu sjónarmiði í
tengslum við rekstur verslana er t.d.
verkefni á borð við ,,Minni sóun“ sem
felst í að gefa stighækkandi afslátt af
vörum sem nálgast síðasta söludag,
lok á allar frystikistur sem skilar sér
í 40% orkusparnaði á ársgrundvelli,
strandhreinsanir, öflugt söluátak í
tengslum við fjölnota burðarpoka,
diskósúpan og fleira. Fyrir tæpum
tveimur árum opnaði Nettó fyrstu
lágvöruverðs vefverslunina á Íslandi
og hefur reglulega verið boðið upp
á fría fjölnotapoka í tengslum við
heimsendingar og sóttar pantanir.
Þess má geta að rafbílar eru eingöngu
notaðir við útkeyrslur í tengslum við
sendingar úr vefverslun.
„Árið 2017 settum við okkur markmið
að minnka plastpoka um 1 milljón
eða 30% fyrir árslok 2019. Frá árinu
2010 erum við að sjá samdrátt upp
á 37% og núna erum við að horfa á
25% samdrátt mánuð fyrir mánuð
þannig að við erum fullviss að ná
þessu markmiði á þessu ári. Auk
þessa erum við að vinna markvisst
í að finna umhverfisvænar lausnir,
s.s. plastlausar lausnir í einnota vörur
fyrir útileguna í sumar, munum hætta
sölu á plaströrum og færum okkur
yfir í niðurbrjótanleg rör og fleira í
þessa átt. Þessi frábæri árangur sýnir
að viðskiptavinir Nettó eru tilbúnir
í þessa vegferð með okkur og er um-
hugað um umhverfið. Við tvíeflumst
við að finna þann frábæra meðbyr,“
segir Gunnar Egill.
Úr grænmetisdeild Nettó.
Plastlausar ávaxta-
og grænmetisdeildir
Gunnar Egill Sigurðsson.
í verslunum Nettó fyrir lok árs 2019
Verðlaunaður
fyrir þátttöku í
kjarakönnun
Búið er að draga út verðlaunahafa
úr hópi þeirra sem tóku þátt í kjara-
könnun Starfsmannafélags Suður-
nesja í desember sl.
Vinningshafi er Þórir Jónsson starfs-
maður hjá Hópbílar/Kynnisferðir
(áður SBK) og hlýtur hann gjafakort
að upphæð kr. 30.000 í verðlaun.
Á myndinni afhendir Stefán B. Ólafsson,
formaður Starfsmannafélags Suðurnesja,
Þóri verðlaunin. VF-mynd: hilmarbragi
Framkvæmd Ljósa-
nætur 2019 á svip-
uðum nótum og áður
Menningarráð Reykjanesbæjar
leggur til að umsjón og framkvæmd
Ljósanætur verði á svipuðum nótum
og áður og Ljósanefndina skipi
starfsmenn af hinum ýmsu sviðum
bæjarins en um leið verði mikil
áhersla lögð á þátttöku bæjarbúa
sjálfra og sérstaklega verði leitað
eftir framlagi þeirra.
Menningarráð hvetur fyrirtæki og
félagasamtök til að setja mark sitt
á hátíðina með virkum hætti, hvort
heldur er með því að leggja til fjár-
magn eða einstaka viðburði og þar
með að gera 20 ára afmæli Ljósanætur
að veglegum menningarviðburði.
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.