Víkurfréttir - 16.05.2019, Page 10
VÍNBÚÐIN REYKJANESBÆ
Vínbúðin Reykjanesbæ verður lokuð
mánudagana 20. maí og 27. maí
vegna breytinga.
Við bendum viðskiptavinum á að
næsta Vínbúð er í Grindavík.
MÁNUDAGINN 20. MAÍ
LOKAÐ
Our store will be closed due to renovation
on Monday, May 20th 2019.
Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að
taka á móti ykkur í stærri og betri Vínbúð.
Það héldu sumir að Ingi
putti væri klikkaður þegar
hann veðjaði á ferðamenn
og sumarhúsagistingu rétt
við bæjarmörk Sandgerðis
árið 2002. Á þeim tíma var
hefð fyrir því að íslenskir
ferðamenn gistu í sumar-
húsum á Suðurlandi eða í
Borgarfirði en ekki á Suður-
nesjum. Tíminn átti eftir
að leiða í ljós að hugmynd
Inga var ekki svo galin.
Maðurinn heitir fullu nafni Ingimar
Sumarliðason en er alltaf kallaður
Ingi putti. Við tókum hús á manninum
bjartsýna og spurðum fyrst hvers
vegna hann hefði þetta gælunafn.
„Þegar ég var lítill þá kallaði pabbi
alltaf á mig með þessum hætti
„komdu hérna putti minn“. Jú, jú ég
er með alla puttana tíu ennþá á mér
svo það var ekki þess vegna sem ég
fékk þetta gælunafn,“ svarar Ingi og
hlær þegar hann er spurður út í þetta.
Fyrstu gestirnir voru
brúðhjón frá Noregi
„Þegar ég byrjaði þá var akkúrat
ekkert fyrir ferðamenn á svæðinu.
Þá voru kannski tvö hótel og lítil
önnur umsvif. Ég veit ekki af hverju
ég veðjaði á ferðamenn, kannski var
það ævintýraþrá. Þetta átti aldrei
að verða fullt starf, bara búbót en
þróaðist yfir í fullt starf frá 2014. Þó
að menn séu núna að tala um ein
hverja lægð í ferðamennsku á Íslandi
eftir að WOW hætti að fljúga, þá finn
ég það ekki hér hjá mér í bókun í Nátt
haga. Jú, jú, maður var álitinn kol
klikkaður á þeim tíma sem ég byrjaði
í þessu ævintýri. Þessi hús voru fyrst
og fremst hugsuð fyrir Íslendinga í
upphafi en samt voru fyrstu gestirnir
norsk brúðhjón 28. júlí árið 2002.
Hugmyndin kviknaði eftir að ég hafði
sjálfur verið að ferðast og gist í svona
sumarhúsi úti á landi. Það þarf alltaf
einhverja ruglaða til að breytingar
verði. Hér í Sandgerði var bara fiskur
og aftur fiskur. Ég átti Þóroddsstaði en
var trillukarl og ætlaði fyrst að hafa
sumarhúsin fyrir neðan húsið, niður
við sjó en fékk ekki leyfi til þess vegna
flóðahættu. Þetta var brösug byrjun
og miklar tafir hjá byggingarfulltrúa
þar til loksins leyfi fékkst til að byggja
nokkur sumarhús fjær ströndinni.“
ÆVINTÝRI
sem endaði vel
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM