Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Side 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 10. júní Kl. 18:00 ÍBV - KR Pepsi-deild kvenna Kl. 16:00 ÍBV - Snæfellsnes 5. flokkur karla - A-lið Kl. 16:00 ÍBV - KR 2 5. flokkur karla - C-lið Kl. 16:50 ÍBV - Snæfellsnes 5. flokkur karla - B-lið Kl. 16:00 ÍBV - KR 2 5. flokkur karla - D-lið Kl. 17:00 ÍBV - FH 5. flokkur kvenna - A og C-lið Kl. 17:50 ÍBV - FH 5. flokkur kvenna - B og D-lið Fimmtudagur 11. júní Kl. 18:00 ÍBV - Grótta/KR 2. flokkur kvenna Föstudagur 12. júní Kl. 17:00 ÍBV - Valur 3. flokkur karla - bikar Kl. 14:45 Þróttur - ÍBV 4. flokkur karla - A-lið Kl. 16:15 Þróttur - ÍBV 4. flokkur karla - B-lið Laugardagur 13. júní Kl. 17:00 ÍBV - FH 2 5. flokkur karla - C-lið Kl. 17:50 ÍBV - FH 2 5. flokkur karla - D-lið Sunnudagur 14. júní Kl. 17:00 ÍBV - FH Pepsi-deild karla Kl. 15:00 ÍBV - KA 2. flokkur karla Kl. 14:00 Fjölnir/Fram/ Afturelding - ÍBV 3. flokkur kvenna Þriðjudagur 16. júní Kl. 18:00 Fylkir - ÍBV Pepsi-deild kvenna Kl. 17:00 Breiðablik 2 - ÍBV 4. flokkur kvenna - A-lið Eyjamenn sigruðu Létti, nokkuð léttilega í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á dögunum á Hertz-vellinum. Léttismenn voru engin fyrirstaða fyrir Eyjamenn sem stjórnuðu för, allan leikinn. Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari ÍBV, gerði margar breytingar á byrjunarliðinu og fengu ungir menn að spreyta sig. Dominic Adams hefur fengið fá tækifæri á tíma- bilinu en hann nýtti fyrsta færið sitt í leiknum eftir rúmar tuttugu mínútur. Jonathan Glenn bætti við marki stuttu síðar og Eyjamenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Leikurinn dó þá í rúmar 25 mínútur áður en ÍBV bætti við fleiri mörkum. Dominic Adams hamraði boltann viðstöðulaust í netið og kom ÍBV í þriggja marka forystu. Þá var komið að ungum og óreyndum leikmanni ÍBV en Richard Sæþór Sigurðsson skoraði þá tvö mörk á innan við tveimur mínútum. Dominic Adams fullkomnaði síðan þrennu sína í uppbótartíma og ÍBV því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna unnu frábæran sigur á einu besta liði 1. deildar, í vikunni. Sigurinn var aldrei í hættu eftir að Kristín Erna Sigurlásdóttir kom liðinu yfir eftir einungis nokkrar mínútur. Næsta mark lét bíða eftir sér en það skoraði Shaneka Gordon þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Sabrína Lind Adolfsdóttir er ekki þekkt fyrir að skora en hún bætti við marki og hefur því skorað í tveimur leikjum í röð. Nýr leikmaður liðsins, Cloe Lacasse, lét sig ekki vanta á markaskoraralistann. Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði annað mark sitt með hnitmiðuðu skoti en það var Sigríður Lára Garðarsdóttir sem kláraði leikinn með flottu marki. Í vikunni var svo dregið í næstu umferð bikarsins þar sem ÍBV var næstsíðast upp úr hattinum. Eina liðið sem var eftir var Selfoss og því fá stelpurnar annan heimaleik í 8-liða úrslitunum. Oftar en ekki biðja þjálfarar um heimaleik og því geta okkar þjálfarar ekki kvartað. Cloe Lacasse gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV. Fótbolti | Borgunarbikar kvenna :: ÍBV 6:0 HK/Víkingur: Mæta Selfyssingum í næstu umferð Fótbolti | Borgunarbikarinn :: Mfl. karla :: Léttir 0:6 ÍBV: Létt gegn Létti Eyjamenn sátu í tíunda sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Keflvíkingum sem vermdu botnsætið, leikið var í Keflavík. Skemmst er frá því að segja að Keflvíkingar unnu sinn fyrsta sigur 3:1 en þeir voru sterkari aðilinn allan leikinn. Strax í upphafi leiksins gerðu Eyjamenn sig seka um varnarmis- tök sem enduðu í marki Harðar Sveinssonar. Stuttu síðar fékk Ian Jeffs vítaspyrnu sem að Jonathan Glenn skoraði úr. Staðan því jöfn í hálfleik í þessum opna leik. Eftir hornspyrnu komust heimamenn aftur yfir með marki Einars Orra Einarssonar eftir klafs í teignum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Allt kom fyrir ekki en það voru Keflvíkingar sem skoruðu lokamarkið. Leonard Sigurðsson fékk þá boltann rétt fyrir utan vítateig og skaut hnitmiðuðu skoti í stöng og inn. ÍBV er því enn í fallsæti en þó einungis einu stigi frá öruggu sæti að sjö umferðum loknum. topplið FH-inga kemur í heimsókn Næsti leikur meistaraflokks karla í fótbolta er gegn FH-ingum. FH-ingar tróna á toppi deildarinnar en fllautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 17:00, næsta sunnudag. Síðast þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli lauk leiknum með jafntefli en bæði lið skoruðu eitt mark. Þar gerði Jonathan Glenn mark ÍBV, en hann hefur verið að hitna, hvað varðar markaskorun í undanförnum leikjum. Fótbolti | Pepsídeild karla :: Keflavík 3:1 ÍBV: Stór skellur í fallbaráttunni FH 7 5 1 1 15 - 7 16 Breiðablik 7 4 3 0 11 - 4 15 Fjölnir 7 4 2 1 11 - 7 14 KR 7 4 1 2 13 - 9 13 Valur 7 3 2 2 13 - 9 11 Fylkir 7 2 3 2 9 - 9 9 Stjarnan 7 2 3 2 8 - 10 9 Leiknir R. 7 2 2 3 10 - 10 8 Víkingur R. 7 1 3 3 10 - 12 6 ÍA 7 1 2 4 3 - 9 5 ÍBV 7 1 1 5 6 - 14 4 Keflavík 7 1 1 5 6 - 15 4 Pepsi-deild karla ÍBV íþróttafélag og Eimskip skrifuðu undir nýjan styrktar- og samstarfssamning til tveggja ára á heimaleik ÍBV gegn Víkingum í meistaraflokki karla sunnudaginn. Samningurinn snýr að farþegaflutn- ingum Herjólfs sem rekinn er af Eimskip, fyrir leikmenn, liðstjóra og þjálfara deilda ÍBV og mun samningur þessi því létta mikið undir rekstri félagsins. Markmið Eimskips er að styðja við kröftugt starf ÍBV í mótun ungra iðkenda og létta þannig undir með ÍBV að skila öflugri uppbyggingu í íþróttastarfi og sinna uppeldishlutverki sínu í Vestmannaeyjum. Merki Eimskips verður á keppnisbúningum meistaraflokks félagsins í kvenna- og karlaknattspyrnu eins og verið hefur undanfarin ár og einnig verður félagið áberandi í öllu starfi ÍBV. Það góða samstarf sem verið hefur á undanförnum árum í kringum viðburði ÍBV verður áfram sem hingað til og mun ÍBV leggja sig fram um að auka þetta samstarf enn frekar til hagsbóta fyrir ÍBV, Eimskip og Herjólf. Gylfi Sigfússon og Íris Róbertsdóttir skrifuðu undir samninginn Nýr styrktar- og samstarfs- samningur undirritaður Handboltaparið Kristrún Ósk Hlynsdóttir og Andri Heimir Friðriksson hafa skrifað undir nýja samninga við handknatt- leiksdeild ÍBV. Allt benti til þess að þau myndu ekki leika með ÍBV á næstu leiktíð en eitthvað virðist hafa breyst. Andri Heimir er gríðarlega öflug skytta sem getur einnig leikið sem miðjumaður en hann hefur reynst ÍBV vel varnarlega, sem og sóknarlega. Mörg lið hafa spurst fyrir um leikmanninn sem hefur endanlega ákveðið að leika áfram með ÍBV. Kristrún Ósk hefur mikið verið meidd undanfarið en náð að stíga upp úr meiðslunum og lék mikið með ÍBV á leiktíðinni. Hún spilar í vinstra horninu og vann sig inn í byrjunarliðið á tímabilinu. ÍBV er mög ánægt með undirskrift- ina en miklu er búist við af leikmönnunum. Handbolti | Kristrún og Andri Heimir skrifa undir Nemanja Malovic hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir tvö ár í svissnesku deildinni. Hann lék gríðarlega vel með ÍBV, tímabilið sem liðið fór upp en Nemó er örvhent skytta. Nemanja er 24 ára gamall Svartfellingur. Hann spilaði með ÍBV keppnistímabilið 2012 til 2013 þegar liðið sigraði 1. deildina örugglega. Nemó var markahæsti leikmaður liðsins það tímabil, skoraði 141 mark í 19 leikjum. Hann setti met þetta tímabil hjá ÍBV þegar hann skoraði 17 mörk í einum leik í 26-25 marka sigri gegn Selfossi. ÍBV býður Nemanja velkominn á Eyjuna aftur. Vonandi fær hann að upplifa þá stemmningu og gleði sem hefur verið hjá liðinu undanfarin tvö keppnistímabil. Það er mikill fengur fyrir ÍBV að fá Nemanja aftur í sínar raðir. Handbolti | Nemanja Malovic aftur til ÍBVAndri Heimir, Karl Haraldsson, Stefán Þ. Lúðvíksson forstjóri Eyjablikks, einum af styrktaraðilum handboltans og Kristrún við undirskriftina. Hin ungi og efnilegi richard Sæþór Sigurðsson skoraði tvö mörk á innan við tveimur mínútum gegn Létti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.