Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Side 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015
Ég er fæddur og uppalinn á
Siglufirði. Flutti þaðan með
fjölskylduna til Vestmannaeyja á
vordögum 1989. Byrjaði mína
sjómennsku á skuttogurunum á
Siglufirði, lengst á Sigluvík Si 2
með Budda Jó. Á Frigg Ve 41 með
Magna Jó 1989-1991. Á Þórunni
Sveins með Sigurjóni Óskarssyni
einn vetur, með Helga Ágústssyni á
Frigg Ve (Katrínu) og Sindra Ve í
stuttan tíma og svo á Frá Ve 78,
1992-2010 með Óskari Þórarinssyni
á Háeyri og Sindra syni hans. Ég er
giftur Björgu Sigrúnu Baldvins-
dóttur og við eigum tvö börn, Önnu
Brynju sem er í sambúð með Davíð
Erni Guðmundssyni og Val Má sem
er í sambúð með Lindu Óskars-
dóttur og barnabörnin eru tvö, Una
Björg og Sigrún Anna.
Þegar ég byrjaði til sjós árið 1977
á skuttogara frá Siglufirði voru 16
kallar. Þetta voru skemmtilegir
tímar. Margir áhafnarmeðlima
höfðu upplifað síðutogaramenn-
inguna og lifðu í hálfgerðri
nostalgíu með sögum frá þessum
tíma. Þessir kallar áttu eitt sam-
eiginlegt, en það var dugnaðurinn
og ósérhlífnin við vinnuna. Þeir
kenndu mér nýliðanum mikið og
auðvitað stríddu þeir manni líka og
plötuðu.
Kallinn sótbölvandi og
kallandi alla aumingja
og ræfla
Togarinn sem ég var fyrst á var
Stálvík Si 1 en þar var sá mikli
afla- og skapmaður Hjalti Björnsson
skipstjóri. Það var alltaf hávaði á
dekkinu þegar við vorum að taka
trollið. Hjalti hálfur útum gluggann
argandi eða hlaupandi um dekkið á
inniskónum sótbölvandi og kallandi
alla aumingja og ræfla í kringum
sig. Stundum var öll vaktin rekin á
einu bretti.
Auðvitað var maður logandi
hræddur við kallhelvítið til að byrja
með, en það rjátlaðist af manni
þegar maður tók eftir því hvað hinir
voru rólegir yfir öllum þessum
látum í kallinum og þeir skömmuðu
hann líka fyrir hávaðann og
fyrirganginn. Stundum þegar
kallinn var alveg að tapa sér í
glugganum áttu hásetarnir til að
henda fiski í kallinn sem umsvifa-
laust dró upp gluggann og opnaði
svo aftur og argaði, „þú hittir ekki
helvítis auminginn þinn“.
Slagur milli skipstjóra og
stýrimanns
Já, þetta var góður tími og ekki
vildi ég hafa misst af honum.
Stýrimaður á Stálvíkinni á þessum
tíma var Kristján Elís Bjarnason,
Stjáni Bjarna sem núna er með
Múlabergið. Þeir Hjalti elduðu oft
grátt silfur saman. Mikið kapp var í
Stjána að fiska meira en helvítis
kallinn.
Þannig háttaði til að á millidekk-
inu var færiband milli blóðgun-
arkaranna sem við söfnuðum oft
karfanum á ef ekki var mikið af
honum. Svo þegar bandið var orðið
fullt var karfanum skverað í lestina.
Stjáni hafði miklar áhyggjur af því
hvor þeirra, hann
eða kallinn fengi
karfann skráðan í
kassabókina.
Einhverju sinni
þegar litlu munaði á
kallinum og Stjána
þegar túrinn var
gerður upp og
kallinn hafði aðeins
betur kvartaði Stjáni
mikið og kvað okkur
hafa einbeittan
brotavilja með því
að „láta helvítis
kallinn alltaf hafa
allan karfann“. Sagt
er að þeir félagarnir
Stjáni og Hjalti hafi slegist í einni
siglingunni til Englands um hvor
fiskaði meira. Það vantaði ekki
kappið í þessa kalla.
Minn mentor
í sjómennskunni
Sigurjón Jóhannsson eða Buddi Jó
eins og hann var kallaður var
skipstjóri á Sigluvíkinni þegar ég
byrjaði þar 1978. Hann var minn
mentor í sjómennskunni. Mjög
góður sjómaður og gætinn með
afbrigðum. Margir minnisstæðir
kallar voru með manni til sjós í
denn. Haukur á Kambi var einn sá
minnistæðasti, eða Kambarinn eins
og hann var kallaður. Kambarinn
var mjög sjóndapur maður og gekk
með þykk gleraugu. Þó háði þetta
honum ekki neitt í trollmennskunni,
flínkari kall var
ekki til þegar kom
að viðgerðum á
trolli eða greiða úr
flækjum.
Einhverju sinni
þegar Haukur var á
Hafliða, síðutog-
aranum, höfðu þeir
lent í samförum
við þýskan togara
úti fyrir Vest-
fjörðum í blæja-
logni. Þegar þeir
höfðu híft sig
saman til að reyna
leysa úr flækjunni
og orðið mjög stutt
á milli þeirra, þóttist Kambarinn sjá
hvar lásinn á flækjunni væri. Setur
krumlurnar sem lúður á munninn
og argar yfir til þýskaranna, „ der
ligger hunden på grabben “ eða
þarna liggur hundurinn grafinn uppá
íslensku og varð alveg steinhissa
þegar þjóðverjar hváðu. „Þeir skilja
ekki sitt eigið tungumál, þessir
helvítis Þjóðverjar“.
Með meiri whiskýrödd
en Lee Marvin
Margir fleiri góðir voru á Sigluvík-
inni. Palli Gull eða Gullarinn var
einn góður. Maður komst ekkert hjá
því að heyra í honum, hann var með
meiri wiskýrödd en Lee Marvin.
Gaui Björns, Ási Björns, Friggi
Guggu, siglfirskir karlmenn eru
mjög gjarnan kenndir við mæður
sínar. Steini í Seljalandi sem Gaui
Björns kallaði Þvagstein en Steini
var einu sinni í koju í 30 tíma án
þess að míga. Birkir Ólafs, kallaður
Biggi Önnu Möggu sem var konan
hans. Magnús Ásmunds sem við
kölluðum Magnús sjávarfjallaháska,
hann hljóp niður fjall í Færeyjum
og gat ekki stoppað sig áður en
hann lenti í sjónum. Fengum einu
sinni vélstjóra sem hét Birgir og átti
fyrirtæki sem hét Runtal ofnar.
Biggi var sköllóttur mjög og
auðvitað skýrði Gaui Björns hann
Rúntalskallann um leið. Svona var
þetta, maður var manns gaman og
margt gert sér til dundurs. Ef
einhver hætti að reykja voru lagðar
sígarettugildrur út um allt skip sem
viðkomandi féll oft í.
Til Eyja 1989
Eins og áður segir flutti fjölskyldan
til Eyja vorið 1989. Það var lítið að
gera á Siglufirði haustið 1988 og ég
hafði samband við Baldur heitinn í
Gúanó sem var giftur Biddu systur
mömmu, og bað hann að redda mér
plássi í Eyjum. Alveg sama hvernig
plássi. Baldur hitti Hödda á Hvoli
frænda minn og sagði honum frá
vilja mínum. Eins og Hödda var
von og vísa fór hann í málið og
seinna sama dag hringir Baldur og
tjáir mér að Höddi sé búinn að
redda mér plássi á Frigginni sem sé
trollari.
Þetta var 26. janúar 1989 og þann
28. var ég mættur til skips. Ekki
leist mér mikið á þennan kopp sem
Friggin var, komandi af 500 tonna
járnara. Lét þó slag standa og hef
aldrei séð eftir því. Magni Jó er
margslunginn karakter og við
tókum margar rimmurnar þó við
værum nú samt alltaf perluvinir,
erfðum aldrei við hvorn annan þó
slægi í brýnu. Magni var mikill
fiskimaður og alltaf í góðu skapi.
Við fiskuðum mest í gáma þó
Vinnslustöðin ætti Frigg á pappír-
unum. Gísli Guðlaugs á Tanganum
gerði Frigg út og tók ekki í mál að
landa á einhverju landssambands-
verði. Áhöfnin á Frigginni var
nokkuð samheldinn hópur til að
byrja með. Fórum m.a. í tvær
utanlandsferðir, til Portúgal og
Amsterdam fyrir lifrarpeninginn.
Svo komst Skattmann í lifrina og þá
var það ævintýri búið.
Valmundur Valmundsson fráfarandi formaður Jötuns og nú formaður Sjómanna-
sambands Íslands lítur yfir farinn veg:
Buddi Jó, Magni Jó, Sigurjón
Óskars og Óskar á Háeyri
menn sem vörðuðu leiðina
:: Skrautlegir kallar á siglfirsku togurunum :: Höddi á Hvoli örlagavaldur
:: Þegar skattmann komst í lifrina :: Sögustundir á Frá :: Í mörg horn að líta
í hagsmunamálum sjómanna
VaLmundur VaLmundSSon
að ósk eyjafrétta
Auðvitað var maður logandi hræddur við
kallhelvítið til að byrja með, en það rjátlað-
ist af manni þegar maður tók eftir því hvað
hinir voru rólegir yfir öllum þessum látum í
kallinum og þeir skömmuðu hann líka fyrir
hávaðann og fyrirganginn. Stundum þegar
kallinn var alveg að tapa sér í glugganum
áttu hásetarnir til að henda fiski í kallinn
sem umsvifalaust dró upp gluggann og
opnaði svo aftur og argaði, „þú hittir ekki
helvítis auminginn þinn“.
”