Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Side 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Ásta Sigríður Guðjónsdóttir - asta@eyjafrettir.is Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Makrílvertíðin hefur farið mjög vel af stað þetta árið, bæði veiðar og vinnsla. Fiskurinn er líka stærri og í betra ásigkomu- lagi en var í fyrra. Unnið er á vöktum bæði hjá Ísfélagi og Vinnslustöð. Segja má að hið eina sem skyggi á, sé óvissa á stærstu mörkuðum okkar fyrir makríl, í Rússlandi, Úkraínu og Nígeríu. Eyjafréttir náðu tali af nokkrum aðilum sem tengjast makrílnum í veiðum og vinnslu. „Þetta hefur gengið alveg skínandi vel það sem af er,“ sagði Ólafur Ágúst Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE þegar við ræddum við hann á mánudag. „Reyndar má segja að við séum meira í landi en á sjó, við fórum út um hádegið í gær og vorum komnir inn með skammt- inn okkar fyrir hádegi í dag. Nú bíðum við bara eftir löndun.“ Ólafur segir að veiðarnar hafi farið mun betur af stað núna en í fyrra. Skarpara en í fyrra „Þetta er skarpara en menn höfðu gert sér vonir um og auk þess stærri og betri fiskur en var í fyrra. Svo er heldur ekki langt að sækja, þetta 30 til 60 sjómílur og túrarnir hjá okkur hafa yfirleitt verið í kringum sólarhringur úr höfn og í höfn og aflinn þetta 400 til 500 tonn. Sem sagt, stutt og þægilegt,“ sagði Ólafur og bætti við að það eina sem hægt væri að kvarta yfir væri veðrið sem hefði mátt vera betra að undanförnu. „Kvótastaðan er líka góð hjá okkur auk þess sem við áttum eitthvað óveitt frá því í fyrra. Það er bara bjart framundan í makrílveiðum,“ sagði Ólafur að lokum. Páll Þór Guðmundsson, útgerðar- stjóri Hugins VE, var ánægður með gang mála á mánudag þegar við slógum á þráðinn til hans. „Það hefur gengið ágætlega, búið að vera betra en undanfarin ár. Huginn er búinn að landa þrisvar sinnum, í allt eru það um 2000 tonn. Af því eru um 1200 tonn af frystum afurðum eða um 400 tonn í hverjum túr. Vonandi helst þetta svona áfram og sem lengst. Í fyrra vorum við að alveg fram í október og við vonum bara að það endurtaki sig núna,“ sagði Páll að lokum. 5000 tonn hjá VSV „Bæði veiðar og vinnsla hafa gengið nokkuð vel,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni. Eitthvað um 5000 tonn komin á land og má segja að veiðin sé á pari við það sem var í fyrra en ástandið á fiskinum betra, auk þess sem hann er stærri í ár. Einhverjir óttuðust að makríllinn myndi ganga seint inn í íslensku lögsöguna en sú spá hefur sem betur fer ekki gengið eftir, a.m.k. ekki á miðunum hér við Eyjar.“ Í fréttum RÚV á mánudagskvöld kom fram að nokkur óvissa er í markaðsmálum í þeim löndum sem hafa keypt megnið af makrílnum og Sindri tekur undir það. „Já, það er ákveðið óvissuástand núna. Rússar hafa verið stórir kaupendur á þessum markaði en nú eiga þeir birgðir síðan í fyrra og halda að sér höndum á meðan. Úkraína og Nígería hafa einnig keypt mikið magn en stríðsástand í báðum löndum ásamt stjórnar- kreppu í Nígeríu setur strik í reikninginn. Þá hafa Egyptar einnig verið nokkuð stórir kaupendur en loft er lævi blandið í þeim heims- hluta og á meðan má segja að þessir markaðir svífi hálfvegis í lausu lofti þar sem þessir aðilar hafa keypt gríðarlegt magn af makríl. Raunar höfum við verið að leita fyrir okkur á nýjum mörkuðum líka en það tekur tíma og kostar fé og slíkt er ekki gert á einni nóttu. En útlitið er bjart, alla vega hvað snertir veiðar og vinnslu og vonandi rætist úr í markaðsmálunum,“ sagði Sindri. Skammturinn 400 tonn Eyþór Harðarson, hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, tók mjög í sama streng og Sindri. „Þetta hefur rúllað ágætlega, skipin eru að koma með 400 tonn eftir sólarhringinn og hefur verið stanslaus löndun; fiskurinn stór og fallegur. En eins og fram hefur komið í fréttum þá virðist ganga hægt á markaðnum. Ég veit ekki hvort þarf að hafa miklar áhyggjur af því, við höfum leyst þetta með því að hægja aðeins á í veiðum og vinnslu ef geymslu- plássið minnkar og vonandi horfum við fram á góða makrílvertíð,“ sagði Eyþór Harðarson. Góður gangur í veiðum og vinnslu á makríl :: Stærri og betri fiskur en í fyrra :: Stutt að sækja á miðin :: Óvissa í markaðsmálum hjá stærstu kaupendunum SiGurGEir jÓnSSon sigurge@internet.is Á fundi umhverfis og skipulags- ráðs á mánudaginn lagði Stefán Ó. Jónasson, oddviti Eyjalistans, fram fyrirspurn um stöðu uppgræðslumála og hvað hafi verið gert. Gróður og jarðvegur kom víða illa undan síðasta vetri sem var einn sá harðasti í mörg ár. Gekk hvert stórviðrið af öðru yfir landið og varð í sumum tilfellum stórtjón. Í einu austanveðrinu fauk stór gróður- þekja og hundruð ef ekki þúsundir tonna af jarðvegi úr Stórhöfða austanverðum. Þá hefur suðurhlíð Eldfells látið mikið á sjá. Bæjarráð fól starfsmönnum sviðsins að taka saman greinargerð um umhverfismál. Í samtali Eyjafrétta við Ólaf Snorrason, framkvæmda- stjóra, kemur fram að þegar hefur verið hafist handa. „Það er búið að fara í Eldfellið í tvígang með hóp sumarstarfsmanna og bera áburð og fræ í fellið. Unnið hefur verið í rofi við Brimurð. Það er beðið eftir tillögum Landgræðslunnar varðandi Stórhöfða og svo höfum við fengið í lið með okkur nokkra vaska göngugarpa sem hafa verið að bera í Dalfjallið, Heimaklett og fleiri svæði. Einnig hefur verið slegin lúpína, bæði í Herjólfsdal og Ofanleitishrauni auk annarra almennra umhverfisaðgerða,“ sagði Ólafur. Á fundi sínum í apríl lýsti ráðið áhyggjum af gróðureyðingu á Heimaey sökum veðurfars. „Ljóst er að ákveðin svæði eru illa farin og þarfnast sértækra aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skemmdir. Starfsmenn Vestmanna- eyjabæjar hafa undanfarin sumur unnið að úrbótum en nú er ljóst að kalla þarf fleiri aðila að verkinu, s.s. Landgræðsluna, félagasamtök og aðra áhugasama hópa og einstak- linga,“ sagði í fundargerð um- hverfis- og skipulagsráðs. Stefán Jónasson í umhverfis- og skipulagsráði :: Uppgræðsla á foksvæðum: Byrjað að bera fræ í Eldfell :: Unnið í rofi við Brimurð :: Beðið eftir tillögum um Stórhöfða Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Umhverfis- og skipulagsráð lagði til á fundi sínum á mánu- daginn að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum í þrjá daga í sumar, dagana sjöunda til níunda ágúst og báðir dagar meðtaldir. Árin 2011 og 2012 var engin lunda- veiði heimiluð í Vestmannaeyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði. Árin 2013 og 2014 var veiði heimiluð í fimm daga. „Reynslan frá því í fyrra sýnir að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nánast eingöngu nýttir til að kenna ungmennum og nýliðum handtökin og menninguna í kringum veiðar. Þá er tíminn nýttur til að að huga að húsnæði úteyjanna og öðru sem til fellur í úteyjalífi,“ segir í greinargerð ráðsins. Kemur fram að nánast engin veiði var þessa daga og víðast hvar var þeim fáu fuglum sem sveiflað var fyrir sleppt. „Ákvörðunin nú er sem sagt tekin með hliðsjón af ástandi stofnsins sl. ár og þeim mikilvæga menningarlega þætti sem lunda- veiði er í sögu Vestmannaeyja. Ráðið hvetur bjargveiðimenn til þess að haga veiðum þannig að lundinn njóti ætíð vafans,“ segir í lokaorðum greinargerðarinnar. Þessi heimild til lundaveiða í sumar var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Margréti Rós Ingólfsdóttur, Ingólfi Jó- hannessyni og Esther Bergsdóttur. Stefán Ó. Jónasson Eyjalista lét bóka að þar sem ekki liggja fyrir ný gögn frá Náttúrustofu Suðurlands taki hann ekki afstöðu til málsins. Samkvæmt því sem komið hefur fram hjá vísindamönnum er lundastofninn í Vestmannaeyjum enn á niðurleið. Umhverfis- og skipulagsráð :: Heimilar lunda- veiði í þrjá daga: Lítil veiði en reynt að halda í hefðir Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Nýr Ísleifur VE 63 til Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hefur tekið við uppsjávarskipinu Ingunni AK sem hún keypti af HB-Granda fyrr í sumar ásamt Faxa RE og aflaheimildum í loðnu. Ingunn heitir nú Ísleifur VE 63 og er kominn með græna litinn sem verið hefur einkennislitur Ísleifanna í áratugi. Skipstjórar á Ísleifi VE verða Helgi Geir Valdimarsson og Eyjólfur Guðjónsson. Yfirvélstjóri verður Guðjón Gunnsteinsson. Faxi verður afhentur síðar og fær hann nafnið Kap VE. Skipstjórar verða þeir Gísli Þór Garðarsson og Jón Atli Gunnarsson. Yfirvélstjóri verður Örn Friðriksson. Mynd: Sveinn Magnússon.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.