Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Qupperneq 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Í júlímánuði minnumst við þess
að 388 ár eru frá Tyrkjaráninu.
Af því tilefni er boðið upp á afar
áhugaverða dagskrá í Sagn-
heimum fimmtudaginn 16. júlí
kl. 12-13. Skemmst er að
minnast eftirminnilegs flutnings
Steinunnar Jóhannesardóttur,
rithöfundar og leikkonu, á
Örlagasögu Hallgríms og
Guðríðar á bryggjusvæði
safnsins um goslok.
Að þessu sinni kynnum við
annan góðan gest, dr. Þorstein
Helgason, sagnfræðing en
doktorsritgerð hans: Minning og
saga í ljósi Tyrkjaránsins kom út
á síðasta ári. Í rannsókn sinni
leitaði Þorsteinn fanga í áður
óþekktar heimildir, einkum
danskar, hollenskar og franskar.
Tyrkjaránið á sér fastan sess í
þjóðarminningunni og birtist
víða í örnefnum og þjóðsögum
auk ritaðra frásagna ekki síst
hér í Eyjum.
Í hádegiserindi sínu ætlar Þorsteinn
einkum að beina augum sínum að
séra Jóni Þorsteinssyni presti að
Kirkjubæ og fjölskyldu hans, ekki
síst ævintýralegu lífshlaupi sonar sr.
Jóns, er kallaði sig Jón Vestmann.
Sá átti fyrir höndum að turnast sem
kallað var, þ.e. að gerast múslimi og
komst þar til æðstu metorða, varð
m.a. skipstjóri í ránsferðum um
Miðjarðarhafið. Síðar var Jón
handtekinn og fluttur fangi til
Kaupmannahafnar og átti þó enn
eftir að rísa til metorða áður en yfir
lauk. Þorsteinn mun fjalla um þá
feðga en einnig rekja kenningar
sínar um myndmál altaristöflu
kirkjunnar á Krossi í Landeyjum,
sem allir Vestmannaeyingar ættu að
skoða á ferð sinni um Suðurlandið.
Að venju er boðið upp á súpu á
undan erindinu.
Heimildir
Jón Þorsteinsson, annar sóknar-
prestanna í Vestmannaeyjum, var
drepinn í Tyrkjaráninu. Um það ber
heimildum saman og vitnar m.a. um
það legsteinn hans sem grafinn var
úr jörðu árið 1924 og á stendur:
„Síra Jón Þorsteinsson Occisus
[veginn] 17. júlí 1627.“ 1 En af
tildrögunum að vígi hans fer
nokkuð misjöfnum sögum. Þessar
eru helstar:
Elst og lengst er frásaga Kláusar
Eyjólfssonar, lögréttumanns frá
Hólmum í Landeyjum. Hún er hins
vegar til í ólíkum gerðum og sker sú
gerð, sem Jón Þorkelsson nefnir D í
útgáfu sinni, sig mest frá hinum.
Tvö bréf eru varðveitt sem skrifuð
voru skömmu eftir ránið, annað frá
Benedikt Halldórssyni, tvítugum
pilti fyrir norðan, og hitt frá Oddi
Einarssyni, Skálholtsbiskupi og er
þar sagt frá ráninu í stuttu máli eftir
því sem sögur hafa gengið.
Guðmundur Erlendsson, prestur í
Skagafirði, orti rímur um Tyrkja-
ránið eins og áður er nefnt og segir
allítarlega frá ævilokum Jóns
píslarvotts í bundnu máli.
Ólafur Egilsson, hinn presturinn í
Eyjum, víkur að vígi starfsbróður
síns í ferðasögu sinni sem jafnframt
er ítarlegasta upprunaheimild um
ránið í Vestmannaeyjum.
Loks koma kaflinn úr Tyrkjaráns-
sögu Björns Jónssonar á Skarðsá,
sem Þorlákur Hólabiskup fékk hann
til að rita eftir ýmsum skrifuðum
heimildum, og kafli úr Biskupa-
sögum Jóns Halldórssonar, ritaður
um hálfri öld síðar.
Píslarvættisdauði Jóns
Í nær öllum frásögnunum er vígi
Jóns lýst sem píslarvætti með
frumfyrirmynd í píslarsögu Krists.
Júdas, sem leiddi hermennina að
frelsaranum, er til staðar, sömu-
leiðis orð Krists á krossinum.
Þrisvar er Jón höggvinn og þrisvar
mælir hann fram orð sem lýsa
guðstrausti og rósemd þess sem veit
hvað fram verður að ganga. Orð
Krists voru að vísu sjö en þrenn-
ingin er einnig við hæfi. Trafið, sem
kona séra Jóns leggur um blóðugt
höfuð hans, er krýning píslarvotts-
ins.
Ein heimildin sker sig úr að því
leyti að þar hefur lýsingin ekki
fengið á sig form píslarsögunnar;
þar er lýst formlausu ódæðisverki.
Þetta er bréf Benedikts Halldórs-
sonar og þar er ungur maður í
öðrum landsfjórðungi að segja frá
því sem spurst hefur mann frá
manni um voðaverk í Vestmanna-
eyjum.
Munnlegar heimildir
Oddur Einarsson, biskup, byggir
einnig á munnlegum heimildum
þegar hann skrifar bréf, að líkindum
haustið 1627. „...er það hér almælt“,
segir hann um dráp Grindavíkur-
kaupmanna. Vitneskjuna um að
ræningjar hafi hleypt Djúpavogs-
kaupfari í sjó og það mari þar enn
hefur hann eftir „sögn þeirra, sem
það hafa séð.“ 2 Um atburðina í
Vestmannaeyjum er hann ákveðnari
í orðalagi en lýsing hans á vígi séra
Jóns er þó varla byggð á skrifaðri
frásögn Kláusar. Engu að síður
hefur hún á sér yfirbragð píslar-
sögunnar; þrískiptingin er til staðar,
konan og börnin eru nálæg. Ef til
vill hefur sagan borist um Suður-
land með þessum einkennum,
Oddur heyrt eina útgáfu hennar og
Kláus skráð aðra. En Oddur hefur
einnig kunnað að draga upp
frumeinkenni píslarsögu af
sjálfsdáðum þar sem hann var
lærður maður í trúfræðum og
mælskulist.
Mótaði píslarvættissöguna
Bréf Odds breiddist hins vegar ekki
út í afskriftum enda var það ekki til
þess ætlað. Það var Kláus Eyjólfs-
son sem mótaði hina skýru
píslarsögu með frásögn sinni (sem
að vísu er til í nokkuð mismunandi
gerðum). Björn á Skarðsá byggir
fyrst og fremst á Kláusi í Tyrkja-
ránssögunni.
Í nokkrum handritum af Kláusar
sögu er Þorsteinn svikari, sá er
leiddi korsara til uppgöngu í Eyjum,
einnig gerður að banamanni séra
Jóns Þorsteinssonar, stundum með
nokkrum fyrirvara. 3 Í einu afritinu,
sem skrifað var í byrjun 19. aldar,
JS 80 8vo, er gengið lengra en í
öðrum. Þar er fullyrt að Þorsteinn
þessi hafi verið „verka-þjónn“ séra
Jóns en „hafði þeim ei í besta máta
fallið“. 4 Í þessu handriti fær
verka-þjónninn einnig makleg
málagjöld með því að korsarar tóku
hann og hengdu upp í mastur á
stærsta skipinu. 5
Hinn íslenski svikari
Björn á Skarðsá endursegir úr ritum
annarra eins og vant er og hann
greinir einnig frá hinum íslenska
svikara sem sýndi korsurum
uppgönguleið en hann greinir hann
ekki sem banamann Jóns í helli eða
skipi. 6 Björn hafði aðgang að fleiri
heimildum en við höfum nú þar
sem hann notaði einnig herleið-
ingarsögu Einars Loftssonar úr
Eyjum. Björn moðar úr frásögnum
Kláusar og Einars en mest fer hann
þó að jafnaði eftir þriðju sögunni,
reisubók séra Ólafs Egilssonar.
Hálfum fjórða áratug síðar voru
Ræningjarímur Guðmundar
Erlendssonar í Felli skráðar í bók
sem enn er varðveitt. Það gerði
Skúli sonur hans og er ekki ástæða
til að ætla annað en að hann hafi
afritað sem næst frumriti föður síns
þó að ekki sé hægt að fullsanna það.
Guðmundur hefur vísast ort
rímurnar stuttu eftir að Ólafur
Egilsson kom aftur úr herleiðing-
unni sumarið 1628. Í 82. erindi,
þriðju rímu (af fjórum), yrkir
Guðmundur: „Aftur kominn er hann
þó...“ og í næsta erindi: „Drottinn
styrki hann í hug...“ 7 Þarna er
greinilega talað til Ólafs áður en
hann endurheimti konu sína frá
Algeirsborg um áratug eftir rán. Þó
að Guðmundur nefni ekki frásögn
Kláusar beinum orðum hefur hann
greinilega haft hana í höndum og í
bundnu máli hans verður píslar-
sagan mjög skýr með þrenningu
högga og orða. Guðmundur kveður
beinlínis upp úr um Jón Þorsteins-
son, að hann hafi dáið sem
píslarvottur, merktur blóði eins og
herrann Kristur:
72. Postullegan part sá hlaut í pínu
og dauða
hirðir frægur himnasauða,
herrans bar hann merkið rauða.
73. Er hann felldur eins og blóm af
illskurottum,
á því part með píslarvottum
sem prýddust [fyrr] í dreyra-
þvottum. 8
Heggur þrisvar
Sá sem á orðastað við séra Jón og
heggur hann þrisvar er ekki sagður
íslenskur og því síður nefndur nafni
heldur aðeins kallaður „[p]retta-
limur púkans“, ennfremur „hirðir
lasta“ og morðingi.9 Ekki hefur
Guðmundur í rímum sínum
lýsinguna á banamanni Jóns sem
þvær hendur sínar á skipinu á útleið
til Afríku.
Svikarinn Þorsteinn er hins vegar
talinn hafa vísað ránsmönnum leið í
eyna eins og Kláus segir frá.
Guðmundur gengur sem sé ekki
eins langt og gert er í JS 80 8vo.10 Í
stuttu máli má segja að vígi Jóns
Þorsteinssonar sé lýst í dramatísk-
ustu sögunum sem píslarvætti sem
fylgir frásagnarhætti píslarsögu
Krists og seinni píslarvotta.
Lýsingin er styrkt með því að
herma að vitni hafi verið að
atburðunum og má vera að séra Jón
hafi tekið þeim með kristilegum
skilningi. Kristileg minning og
skilningur mótuðu í öllu falli
frásögnina sem rituð var og ætluð
var eftirheiminum.
Morðinginn Þorsteinn
Hver er þá hin sanna lýsing á vígi
Jóns Þorsteinssonar? Kláus styrkir
sögu sína með því að tilgreina
Súpa og erindi í Sagnheimum :: Í ár eru 388 ár frá Tyrkjaráni:
Hver er þá hin sanna lýsing
á vígi Jóns Þorsteinssonar?
:: Dr. Þorstein Helgason, sagnfræðingur, segir frá doktorsritgerð sinni, Minning og saga
í ljósi Tyrkjaránsins :: Leitaði leitaði Þorsteinn fanga í áður óþekktar heimildir
Í nær öllum frásögnunum er vígi Jóns lýst
sem píslarvætti með frumfyrirmynd í píslar-
sögu Krists. Júdas, sem leiddi hermennina
að frelsaranum, er til staðar, sömuleiðis orð
Krists á krossinum. Þrisvar er Jón höggvinn
og þrisvar mælir hann fram orð sem lýsa
guðstrausti og rósemd þess sem veit hvað
fram verður að ganga. Orð Krists voru að
vísu sjö en þrenningin er einnig við hæfi.
Trafið, sem kona séra Jóns leggur um
blóðugt höfuð hans, er krýning píslarvotts-
ins.
”