Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Side 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Guðmundur Jónsson tónlistar-
maður, sem er best þekktur
sem einn af Sálarmönnum,
heldur tónleika með vel völdu
tónlistarfólki næsta föstudag en
þau ganga undir nafninu
Vestanátt. Gummi, eins og hann
er oftast kallaður, samdi einnig
þjóðhátíðarlagið í ár, Haltu fast í
höndina á mér, við texta Stefáns
Hilmarssonar, félaga síns í
Sálinni. Lagið er núna aðra
vikuna á vinsældalistum. Þær
eru ófáar þjóðhátíðirnar sem
Sálin hefur kætt gesti í Herjólfs-
dal og á föstudaginn má fá
forsmekkinn þó nú mæti
Gummi með Vestanáttinni en
ekki Sálinni.
Stefán Hilmarson sagði að þú hafir
átt þjóðhátíðarlagið í pokahorninu,
hvenær samdir þú lagið?
„Lagstúf þennan samdi ég fyrir
einu og hálfu ári, í ársbyrjun 2014.
Ég hef vanið mig á það í gegnum
tíðina að taka skorpu í byrjun hvers
árs til að semja lög og þessi ópus
kom í það skiptið. Ég man að ég
var undir miklum áhrifum frá
sveitatónlist á þessum tíma sem
kom síðar Vestanáttinni til góða og
var nú kannski ástæðan fyrir því að
sú hljómsveit varð til.
Þess vegna fannst mér lagið Haltu
fast í höndina á mér, koma eins og
skrattinn úr sauðaleggnum, svona
grúvskotið en þó í kunnuglegum
sálarpoppstíl. Þegar sköpunarneist-
inn kviknar þá verður maður bara
að elta hann og sjá hvert það leiðir
og þetta lag kom fljótt og vel.“
Af hverju var það svo fyrir valinu?
„Þegar þjóðhátíðarnefnd bað
okkur um lag þá fannst mér liggja
beinast við að athuga hvort ég hefði
ekki eitthvað boðlegt á lager, í stað
þess að semja eitthvað þarna á
staðnum og það vildi svo vel til að
ég átti slatta af lögum sem gátu
hugsanlega virkað. Ég gerði því sex
laga demó að mig minnir, sem ég
síðan sendi á hljómsveitina til
hlustunar.
Ég hef aldrei verið hrifinn af því
að semja eftir pöntunum og vil
yfirleitt hafa frjálsar hendur í tón -
listinni, þannig að þetta var öðruvísi
og aðeins snúið. Líka af því að
þjóðhátíðarlög eru elskuð af þjóð-
inni og hafa á sér sérstakan brag.
Eftir að hafa hlustað á demóin og
velt þessu fyrir okkur þá ákváðum
við að kýla á þetta lag sem síðan
varð fyrir valinu. Það er grípandi og
í kunnuglegum sálarstíl en hafði
líka einn þýðingarmikinn kost
umfram hin lögin. Það er einfalt í
uppbyggingu, sem er yfirleitt
sjaldgæft með Sálarlög, og vonandi
svo einfalt að flestir gítareigendur
þjóðhátíðar geti spilað það.
Síðan var komið að hlut Stefáns í
jöfnunni, að semja texta við lagið
og leysti hann það verkefni af sinni
alkunnu snilld, frábær texti, vel
ortur og fellur vel að lagi og tilefni.
Við útsettum síðan lagið, tókum það
upp fljótt og vel, og bættum við
aukabrassi, orgeli og bakröddum.“
Hvernig finnst þér viðtökurnar hafa
verið?
„Bara góðar held ég, þjóðhátíðar-
nefndin er sátt. Maður hefur svo
sem ekkert verið að fiska eftir
viðbrögðum, ég veit að lagið er á
toppnum á Rás 2 sem er skemmti-
legt, þannig að hver veit?
Það er með svona tækifærislög,
fólk fílar þau eða ekki og allt í góðu
með það, enda elskar fólk sína
þjóðhátíð og vill henni sem allra
best.
Það er ekkert til sem heitir rétt eða
rangt í tónlist. Ég veit að við
Sálverjar gerðum eins vel og við
gátum á þessum tímapunkti og ef
maður veit það í hjarta sínu, þá
getur maður tekið við flestu sem að
manni kemur. Þannig að við erum
bara sáttir með útkomuna.“
Vestanátt – getur þú aðeins sagt
okkur frá tilkomu hennar?
„Vestanáttin varð til fyrir einu og
hálfu ári er ég fékk heiftarlegt æði
fyrir amerískri sveitatónlist og
langaði að syngja lögin mín, gömul
og ný í þeim stíl. Þegar slíkt brestur
á, ber að hóa í vini sína og kunn-
ingja og hnoða í band og skíra það
eftir tilefninu; Vestanáttin.
Það leið ekki á löngu áður en við
vorum farin að spila á tónleikum
um allar koppagrundir og bandið er
skipað slíku öndvegisfólki sem ég
fæ því seint fullþakkað fyrir að
spila með mér; Alma Rut söngdíva
sem syngur allt af stakri snilld,
Sigurgeir Sigmundsson, gítarhetja,
spilar á petal stálagítar og önnur
strengjahljóðfæri og í hryndeildinni
eru svo öðlingarnir Eysteinn
Eysteinsson á trommur og bakrödd
og Pétur Kolbeinsson á bassa. Ég,
ef mig skyldi kalla, strömma svo á
gítar og syng.
Á hverju á fólk von á föstudaginn?
„Fólk á von á afslappaðri
kvöldstund með helling af frum-
saminni, íslenskri tónlist. Við gáfum
út plötu, samnefnda hljómsveitinni,
í vor með tíu nýjum lögum, sem
sum hver hafa fengið prýðisvið-
tökur í útvarpinu og hægt er að
versla í Eymundsson Bárustíg eða á
síðunni minni; gummijons.is eða
bara á Háaloftinu um kvöldið.
Við komum til með að spila lög af
nýja diskinum, ásamt ópusum sem
ég hef samið fyrir Sálina, Pelican,
Sjonna Brink, Björgvin Halldórs og
af sólóplötum mínum o.fl. Af nógu
er að taka eftir mörg ár í bransanum
og verður farið yfir víðan völl,
sagðar sögur um tilurð laga og texta
og reynt að búa til góðan galdur
fyrir gesti og gangandi.
Því maður fær aldrei nóg af því að
semja lítið lag upp úr engu, flytja
það með góðu fólki fyrir framan
þakklátan sal og ná kannski í
augnablik að hreyfa við sálinni –
það gerist ekki betra.“
Gummi í Sálinni með Vestanáttinni á Háaloftinu:
Grípandi og í kunnuglegum sálarstíl
:: Segir hann um þjóðhátíðarlagið :: Hentar gítarspilurum í Dalnum
:: Lofar góðum tónleikum á föstudaginn
Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir
sarasjofn@eyjafrettir.is
Guðmundur Jónsson hefur samið ófáa smellina. Sá nýjasti er
Þjóðhátíðarlagið 2015, Haltu fast í höndina á mér.
Staðfest hefur verið að bekkja-
bílar verði ekki á þjóðhátíð í ár
eins og fram kemur í yfirlýsingu
sem birtist í Eyjafréttum í dag. Í
yfirlýsingunni segir að þjóðhá-
tíðarnefnd hafi samið við
einkaaðila innanbæjar um að
taka að sér að aka fjórum
strætisvögnum.
„Margir kostir eru við að fá
hingað strætisvagna. Þeir taka
fleiri farþega, betri aðstaða er
fyrir farþega, betra aðgengi fyrir
barnavagna, auðveldara að flytja
farangur auk þess sem strætis-
vagnar eru mun öruggari til
farþegaflutnings,“ segir í
yfirlýsingunni.
Enn fremur kemur fram að
strætisvagnarnir munu aka sömu
leið og bekkjabílarnir hafi hingað til
gert en lestun og losun mun fara
öðruvísi fram. „Fyrirkomulagið í
dalnum verður þó með öðru sniði
þar sem strætisvagnar stoppa hægra
megin á hringtorginu og nota
hringinn til að snúa við og er það
gert til þess að auka öryggi
þjóðhátíðargesta og flýta fyrir
lestun og losun vagnanna.“
Bekkjabílar hafa frá því bílar
komu til sögunnar í Vestmanna-
eyjum verið hluti af þjóðhátíð. Þeim
fylgir ákveðin stemmning og fjör en
nú er þessum kafla í sögu hátíðar-
innar að öllum líkindum lokið. Það
er því ekki óeðlilegt að mikil
óánægja hefur gert vart við sig á
samskiptamiðlum eins og Face-
book. Hefur verið stofnuð síða þar
inni undir nafninu, Bekkjabíla á
þjóðhátíð og hafa yfir 2000 manns
lýst yfir ánægju sinni með síðuna á
síðasta sólarhring.
Einnig hefur verið hrundið af
stað undirskriftasöfnun til að þrýsta
á lögreglustjóra að breyta ákvörð-
uninni um að gefa ekki leyfi fyrir
bekkjabílum þetta árið.
Nú þegar hafa 1238 skrifað undir
og hækkar talan jafnt og þétt.
Margir hafa sagt sína skoðun á
málinu.
Óréttlátt
Blaðamaður Eyjafrétta setti sig í
samband við Hildi Jóhannsdóttur
einn af forsprökkum undir-
skriftasöfnuninnar. „Mér finnst
þetta óréttlátt. Á sama tíma er verið
að leyfa hjólabíla í Reykjavík,
heykerrur í Hrísey og háhæla skó á
stórum pöllum á Gay pride. Einnig
stendur fólk í strætisvögnunum á
milli Reykjavíkur og Landeyja-
hafnar á 90 kílómetra hraða. Hér er
um skemmtileg hefð að ræða sem
hefur verið síðan um miðja
tuttugustu öld en er nú að hverfa á
braut. Geta menn ekki sest niður og
komið með hugmyndir að bættu
öryggi bekkjabílanna í stað þess að
kasta þessu frá sér.“
Sameiginleg niðurstaða lögreglustjóra og Þjóðhátíðarnefndar ÍBV:
Fjórir strætisvagnar en
engir bekkjabílar
:: Undirskriftasöfnun hrundið af stað vegna þess að fólk vill halda í bekkjabílana
GÍGja ÓSKarSdÓTTir
gigja@eyjafrettir.is
Bekkjabílar hafa, frá því bílar komu til sögunnar í Vestmannaeyjum, verið hluti af þjóðhátíð.