Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Síða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015 Það sem af er sumri hafa margir ferðamenn lagt leið sína til Eyja og lífgar það svo sannarlega upp á mannlífið í bænum. Eyjamenn virðast vera almennt mjög ánægðir með fjölgun ferða- manna hér í Eyjum en fjölgun þeirra felur þó í sér það vanda- mál að erfiðara reynist að komast með Herjólfi milli lands og Eyja þar sem margar ferðir eru uppbókaðar. Blaðamaður tók stöðuna hjá nokkrum ferðaþjónustuaðilum hvernig sumarið hafi gengið hjá þeim hingað til. Magnús Bragason - Hótel Vestmannaeyjar „Sumarið er búið að vera mjög gott og það er vel bókað út ágúst. Þó veðrið sé ekki búið að vera gott, þá hafa gestir okkar verið ánægðir með það sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða. Söfnin okkar fá góða dóma og veitingastaðirnir okkar eru komnir í fremstu röð. Rútuferðir, bátsferðir, hestaferðir og önnur afþreying er líka vel unnin af fólki með ástríðu fyrir því sem þau eru að gera. Það styður okkur sem erum að selja gistingu og það hjálpar þeim að gestir vilja dvelja yfir nótt í Eyjum.“ Magnús segir að mikil aukning hafi verið hjá þeim á milli ára en ný álma var opnuð á hótelinu í fyrra og sé það að skila sér núna. Hann nefnir einnig að meira sé bókað fyrir sumarið 2016 en þau hefðu gert ráð fyrir að væri á þessum tíma. Magnús segir vera mikla aukningu erlendra ferðamanna og gestir sem áður hafi komið í dagsferð séu nú að koma og dvelja nótt eða nætur. „Það hefur verið meira um það hjá okkur að golfarar eru að koma og gista, en golfvöllurinn fær mikið lof þeirra. Íslenskir starfsmanna- og félagahópar koma svo mikið á vorin og haustin.“ „Framtíð ferðaþjónustunnar í Eyjum er björt. Eina verkefnið sem þarf að leysa eru öruggar sam- göngur“ segir Magnús að lokum. Kristín Jóhannsdóttir - Eldheimar „Eftir að mesta óvissan með Landeyjahöfn var liðin fór allt að gerast hér hjá okkur og það er búið að ganga mjög vel síðustu vikur“ segir Kristín. Gestirnir sem heimsækja Eldheima eru að hennar sögn bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn og eru þeir síðarnefndu þó heldur fleiri. Hún nefnir einnig að í Eldheima komi stór hluti þeirra farþega á skemmtiferðaskipunum, sem á annað borð fara í land. Aðspurð um breytingar á milli ára telur hún að það sé of snemmt að ræða það. „Hins vegar urðum við fyrir miklu tekjutapi frá janúar til maí vegna samgangna.“ Kristín segir Eldheimasýninguna heafa spurst vel út og telur hún að kynningarvinnan sé að skila sér. Einar Björn Árnason - Einsi kaldi Einar Björn Árnason á Einsa kalda segir að sumarið hafi farið nokkuð hægt af stað og telur hann veðrið spila þar stóran þátt og leiddi það til þess að mikið af hópum sem áttu bókað hafi afbókað. „En júní var alveg frábær, bæði á veitingastaðn- um og í veisluþjónustunni,“ segir Einar. Hann nefnir að viðskipta- vinirnir séu blanda af heima- mönnum og íslenskum og erlendum ferðamönnum. „Sumarið er afar skemmtilegur tími hjá okkur og aðalatriðið að fólk fari ánægt frá okkur“ segir Einar Björn að lokum. Aldís Grímsdóttir - Penninn Eymundsson Aldís segir mjög mikið vera að gera í upplýsingamiðsstöðinni í versluninni. „Hér fyllist allt þegar Herjólfur kemur en róast svo inn á milli.“ Hún segir ferðamennina mikið vera að leita eftir sömu upplýsingunum og spyrja um rútuferðir, afþreyingu og matsölu- staði. Ég held það væri mjög gott að hafa bækling með öllum upplýsingum um allt sem hægt er að gera hér í Eyjum svo ferðamenn geti nálgast þessar upplýsingar á sem auðveldastan máta.“ Aldís segir það vera mjög skemmtilegt að aðstoða ferðamenn sem koma til Eyja og geri það starfið mjög fjölbreytt og skemmti- legt. Hallgrímur Rögnvaldsson - Canton „Við opnuðum mánudaginn sjötta júlí og það er nánast búið að vera fullt út úr dyrum síðan þá“ segir Hallgrímur aðspurður um hvernig hafi gengið. Hann segir að gestirnir séu 90% heimamenn en svo komi túristar inn á milli. Honum þykir mjög gaman að heimamenn séu svona duglegir að koma og borða hjá þeim. „Við hlökkum bara til framhaldsins og vonum að það verði áfram eins gott að gera eins og hefur verið fyrstu vikuna“ segir Hallgrímur. Hilmar Kristjánsson - Rib safari Hilmar segir að það sé búið að vera frekar rólegt hjá Rib safari það sem af er sumri og sé það helst veðrinu sem hægt sé að kenna um það. „Fólk vill ekki fara í ferðir í roki og rigningu heldur í góðu veðri og því miður hafa góðviðrisdagarnir ekki verið mjög margir það sem af er sumri“ segir Hilmar. Breyting á milli ára er ekki mikil að sögn Hilmars þar sem seinasta sumar hafi heldur ekki verið mjög gott veðurfarslega séð. Svava Gunnarsdóttir - Gistihúsið Hamar „Það er búið að vera mjög gott og mikið af bókunum það sem eftir lifir af sumri.“ Svava segir aukningu vera á milli ára en þetta er fjórða sumarið hjá fjölskyldunni með gistiheimilið. „Sama fólkið kemur aftur til okkar og lætur svo ættingja og vini vita af okkur sem er alveg frábært.“ Svava segir að þó það sé mikið að gera hjá þeim þá gæti verið enn meira að gera ef þessir biðlistar og óvissa væri ekki til staðar hjá Herjólfi. „Þetta fær fólk til að hætta við því það vill vera öruggt með sitt sumarfrí. Það er mikið um það að fólk panti gistingu, það hringir svo aftur og lætur vita að það sé fullt með Herjólfi og hættir við. Er ekki kominn tími til að tengja okkur við Ísland skammarlaust og geta boðið upp á öruggar siglingar bæði fyrir okkur sem búum hér í Eyjum og okkar gesti?“ segir Svava. Ferðaþjónustan :: Mikill straumur frá byrjun júní :: Ánægja með stöðuna í dag: Söfnin okkar fá góða dóma og veitingastaðirnir okkar eru komnir í fremstu röð :: Rútuferðir, bátsferðir, hestaferðir og önnur afþreying er líka vel unnin af fólki með ástríðu, segir Magnús Bragason á Hótel Vestmannaeyjum ÁSTa SiGrÍður GuðjÓnSdÓTTir asta@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.