Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Meistaramóti Golfklúbbs
Vestmannaeyja lauk á laugar-
dag. Meistaramótið er fjögurra
daga mót, flokkaskipt, og leikur
hver flokkur fjóra 18 holu hringi
að öldugaflokkum undan-
skildum en þeir leika þrjá hringi.
Keppni í barna- og unglinga-
flokkum fór fram á mánudag og
þriðjudag í síðustu viku og
verðlaun í þeim flokkum voru
veitt á miðvikudaginn var.
Alls skráðu sig 65 kylfingar til
keppni í fullorðinsflokkum að þessu
sinni og er það svipaður fjöldi og
undanfarin ár. Veður var þokkalegt
alla dagana, reyndar nokkur
strekkingur á fimmtudag og
föstudag og lítils háttar regnúði á
laugardag. Verðlaunaafhending fór
fram í Golfskálanum eftir síðasta
hringinn á laugardag.
Meistaraflokkur karla
Í meistaraflokki leika þeir sem eru
með 5 í forgjöf eða lægra. Níu hófu
keppni og átta sem luku henni.
Örlygur Helgi Grímsson vann
titilinn nú í 12. sinn og nálgast met
Sveins Ársælssonar sem vann 14
sinnum. Örlygur lék vel alla
dagana, 73 – 67 – 72 – 70 eða
samtals 282 högg og var með 11
högga forystu í lokin. Þrír efstu
voru þessir:
1. Örlygur Helgi Grímsson .... 282 h
2. Jón Valgarð Gústafsson ...... 293 h
3. Gunnar Geir Gústafsson ..... 303 h
1. flokkur karla
Í 1. flokki leika þeir sem eru með
forgjöf milli 5 og 10 og voru það
níu kylfingar sem allir luku leik. Þar
var Brynjar Smári Unnarsson með
nokkuð trygga forystu allan tímann
en síðasta daginn hljóp spenna í
leikinn, þá saumaði ungur og
efnilegur kylfingur, Lárus Garðar
Long, að honum og var munurinn
aðeins tvö högg þegar upp var
staðið. Þessi urðu úrslit:
1. Brynjar Smári Unnarsson ... 309 h
2. Lárus Garðar Long ............. 311 h
3. Arnsteinn I. Jóhannesson ... 316 h
2. flokkur karla
Í 2. flokki leika þeir sem eru með
forgjöf milli 10 og 18, voru ellefu
talsins og luku allir leik. Þar komu
ungir og efnilegir kylfingar hvað
mest við sögu, piltar sem hafa lagt
mikla rækt við æfingar og eru nú að
uppskera samkvæmt því. Þrír efstu
urðu þessir:
1. Nökkvi Snær Óðinsson ...... 329 h
2. Jörgen Freyr Ólafsson ........ 334 h
3. Sigurður Óli Guðnason ...... 342 h
3. flokkur karla
Þessi flokkur var fámennastur í
mótinu, aðeins fjórir keppendur en í
4. flokki leika þeir sem eru með 18
og hærra í forgjöf. Þar hafði
Sigurjón Birgisson nokkra yfirburði
allt frá byrjun þrátt fyrir að vera
með hæstu forgjöfina í hópnum.
1. Sigurjón Birgisson ............. 379 h
2. Kristján Hauksson .............. 386 h
3. Kristófer Helgi Helgason ... 386 h
Öldungaflokkur karla
(55 – 69 ára)
Þetta var fjölmennasti flokkurinn á
mótinu, nítján gamalreyndir kappar
hófu keppni en einn heltist úr
lestinni. Í öldungaflokkum er keppt
bæði með og án forgjafar og
spilaðir þrír hringir.
Þessi urðu úrslit með forgjöf:
1. Kristján Gunnar Ólafsson .. 207 h
2. Þórður H. Hallgrímsson ..... 212 h
3. Viðar Elíasson .................... 214 h
Í keppni án forgjafar:
1. Sigurjón Pálsson................. 240 h
2. Magnús Þórarinsson ........... 246 h
3. Ásbjörn Garðarsson ........... 248 h
Öldungaflokkur karla
(70 ára og eldri)
Sex keppendur voru skráðir til leiks
í þessum flokki og fimm sem luku
leik. Í þessum flokki er einnig keppt
með og án forgjafar og leiknir þrír
hringir.
Þessi urðu úrslit með forgjöf:
1. Sigurgeir Jónsson ............... 240 h
2. Sigurður Guðmundsson ..... 253 h
3. Gísli H. Jónasson ............... 255 h
Í keppni án forgafar:
1. Sigurður Guðmundsson ..... 274 h
2. Sigurgeir Jónsson ............... 288 h
3. Gísli H. Jónasson ............... 303 h
Kvennaflokkur
Í raun ætti að keppa flokkaskipt hjá
konunum í meistaramóti, eins og
hjá körlunum en sökum þess hve
fáar konur skrá sig alla jafna í þetta
mót, hefur sá háttur verið á hafður
að hafa aðeins einn flokk og leika
fjóra hringi með og án forgjafar.
Sex konur mættu til leiks og luku
allar leik, þar af þrjár systur sem
ekki eiga langt að sækja golfhæfi-
leikana, Alda, Hrönn og Katrín,
dætur þeirra Harðar Jónssonar og
Sjafnar Guðjónsdóttur sem bæði
eru látin fyrir nokkrum árum.
Reyndar voru systkinin fjögur
talsins, þar sem Eyþór bróðir þeirra
keppti í 1. flokki karla.
Þessi urðu úrslit með forgjöf:
1. Katrín Harðardóttir ............. 286 h
2. Alda Harðardóttir ............... 291 h
3. Guðmunda Á Bjarnadóttir .. 319 h
Í keppni án forgjafar:
1. Katrín Harðardóttir ............. 362 h
2. Alda Harðardóttir ............... 375 h
3. Katrín Lovísa Magnúsd. ..... 421 h
Katrín Harðardóttir er því
Vestmannaeyjameistari kvenna
2015 en hún vann þann titil einnig í
hitteðfyrra. Eins og sjá má af
skorinu hafði hún talsverða
yfirburði, lék sérstaklega vel tvo
seinni dagana og lækkaði forgjöfina
sína verulega í þessu móti.
Barna- og unglingaflokkar
Eins og áður segir var keppt í
barna- og unglingaflokkum á
mánudag og þriðjudag í síðustu
viku. Í drengjaflokki 14 ára og
yngri voru leiknir tveir 12 holu
hringir í höggleik og þessir efstir:
1. Kristófer Tjörvi Einarsson 94 h
2. Andri Steinn ....................... 124 h
3. Andri Kristinsson ............... 127 h
Í peyjaflokki voru leiknir tveir sex
holu hringir í stigakeppni og þessir
efstir:
1. Karl Jóhann .......................24 stig
2. Daníel Frans ......................24 stig
3. Andri Snær ........................22 stig
Í stúlknaflokki voru einnig leiknir
tveir sex holu hringir í stigakeppni
og þessar efstar:
1. Amelía ...............................20 stig
2. Erika ..................................14 stig
3. Rebekka .............................13 stig
Íslandsmót eldri kylfinga
í Eyjum
Í þessari viku verður Íslandsmót
eldri kylfinga haldið í Vestmanna-
eyjum. Þetta er þriggja daga mót
sem hefst á fimmtudag og lýkur á
laugardag. Alls eru 130 kylfingar
skráðir til leiks, þar af 13 úr GV.
Nánar verður greint frá mótinu í
næsta tölublaði Eyjafrétta.
Golf | Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja:
Örlygur Helgi og Katrín Harðardóttir
Vestmannaeyjameistarar GV 2015
:: Brynjar Smári meistari í 1. flokki :: Sigurjón Pálsson og Sigurður Guðmundsson
öldungameistarar.
Örlygur Helgi Grímsson og Katrín Harðardóttir Vestmannaeyjameistarar GV 2015.
Verðlaunahafar á meistaramóti GV 2015.