Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Blaðsíða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015
Um síðustu helgi fór fram á
golfvellinum í Vestmannaeyjum
annað Íslandsmótið af þremur
sem haldin eru hér í sumar. Í júlí
fór fram Íslandsmótið í golfi í
öldungaflokki og nú var komið
að Sveitakeppni GSÍ. Sveit GV
féll í fyrra úr 1. deild niður í 2.
deild og keppni í 2. deild var
haldin hér.
Alls keppa sveitir frá átta golf-
klúbbum í 2. deild en keppnin fer
þannig fram að sex manns frá hverri
sveit keppa í hverrri umferð. Alls
eru leiknir fimm leikir í holukeppni,
einn fjórmenningsleikur, þar sem
tveir og tveir keppa saman og
leikmenn slá annað hvert högg. Svo
eru fjórir tvímenningsleikir þar sem
keppt er maður á móti manni. Sú
sveit sem hlýtur þrjá vinninga hefur
unnið viðureignina.
Keppnin hófst sl. föstudag og voru
þann dag leiknar tvær 18 holu
umferðir, sem og á laugardag en
lokaumferðin var á sunnudag.
Þessir golfklúbbar áttu lið í
keppninni og var þeim skipt í tvo
riðla:
A-riðill:
Golfklúbbur Grindavíkur
Golfklúbbur Selfoss
Nesklúbburinn
Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík
B-riðill:
Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbburinn Leynir Akranesi
Golfklúbbur Hveragerðis
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Einn sigur til viðbótar hefði
dugað í úrslit
Í 1. umferð mættu Eyjamenn sveit
Golfklúbbs Kiðjabergs og urðu að
sætta sig við naumt tap, 2-3. Það
voru ákveðin vonbrigði enda vont
að tapa í fyrstu umferð og því sýnt
að róðurinn yrði þungur í framhald-
inu ef takmarkið ætti að nást, að
spila til úrslita um 1. sætið í
deildinni. En reyndin varð sú að
þetta var eini tapleikur sveitarinnar í
keppninni, allir hinir leikirnir
unnust.
Í 2. umferð keppti sveit GV við
Hvergerðinga og höfðu þar sigur,
3-2. Í 3. umferð var svo keppt við
Leyni frá Akranesi og þar vannst
einnig góður sigur, 4-1. En að
þeirri umferð lokinni, þar sem öll
liðin í riðlinum höfðu keppt
innbyrðis, kom upp sú sérkennilega
staða að þrjú efstu liðin í B-riðli-
voru öll hnífjöfn með tvo vinninga
og einnig jafnt í innbyrðis leikjum;
staðan þessi í riðlinum:
Golfkl. Kiðjab 2 v – 9 leikir
Golfkl. Leynir 2 v – 9 leikir
Golfkl. Vestm 2 v – 9 leikir
Golfkl. Hver. 0 v – 3 leikir
Hefði sveit Eyjamanna náð að
landa sigri í einum leik til viðbótar í
einhverri af þessum þremur
umferðum, hefðu þeir verið í efsta
sæti. En þar sem jafnt var í
innbyrðis leikjum og vinningum
þurfti að leika bráðabana milli
sveitanna þriggja um það hver röð
þeirra yrði í lokakeppninni. Leikinn
var fjórmennings bráðabani og
úrslit Eyjamönnum ekki hagstæð;
Kiðjaberg varð í efsta sæti, Leynir í
öðru sæti og sveit GV í þriðja sæti.
Þar með var ljóst að sveitin myndi
ekki endurheimta sæti sitt í 1. deild
að þessu sinni, aðeins spurning um
hvort leikið yrði um 5. eða 7. sætið.
Í 4. umferð unnu svo okkar menn
Grindvíkinga léttilega, 4-1 og því
ljóst að sveitin myndi leika um 5.
sætið í keppninni.
Nýliðinn stóð sig vel
Fimmta umferð, og jafnframt
lokaumferð keppninnar, var leikin á
sunnudag og þar mættu okkar menn
Selfyssingum. Þar unnu þeir sætan
sigur og sannfærandi, 4-1 og
enduðu því í 5. sæti.
Sveit Eyjamanna í þessari keppni
skipuðu þessir kylfingar:
Örlygur Helgi Grímsson
Gunnar Geir Gústafsson
Jón Valgarð Gústafsson
Rúnar Þór Karlsson
Hallgrímur Júlíusson
Einar Gunnarsson
Daníel Ingi Sigurðsson
Sveinn Sigurðsson
Liðsstjóri var Bjarki Guðnason.
Þeir Daníel og Sveinn eru báðir
nýliðar í sveitinni og léku ekki í
fyrstu fjórum umferðunum, heldur
voru það reynsluboltarnir sem þar
fengu að spreyta sig. Í síðustu
umferðinni var hins vegar ákveðið
að leyfa nýliðunum að sýna getu
sína. Þá kom í ljós að Sveinn gat
ekki leikið vegna persónulegra
ástæðna en Daníel Ingi fékk að
spila og kennarinn hans í golfi,
Einar Gunnarsson, var kylfuberi hjá
honum. Sú samvinna tókst býsna
vel, Daníel Ingi, sem er með mun
hærri forgjöf en reynslumikill
mótherji hans frá Golfklúbbi
Selfoss, var einni holu undir eftir
fyrri níu holurnar en gerði sér lítið
fyrir og vann viðureignina 2-1, var
kominn með tveggja holna forskot
þegar ein hola var eftir.. Sannarlega
vel af sér vikið hjá þessum unga og
efnilega kylfingi.
Mættu ekki vegna
misskilnings
En það var ákveðin dramatík sem
fylgdi keppninni í síðustu umferð í
mótinu á laugardag. Golfklúbburinn
Jökull frá Ólafsvík og Golfklúbbur
Kiðjabergs voru í tveimur efstu
sætum fyrir lokaumferðina og áttu
því að leika til úrslita um meistara-
titilinn í 2. deild. Sú viðureign varð
því miður aldrei spennandi. Vegna
misskilnings með rástíma á
laugardag, mættu liðsmenn
Kiðjabergs ekki á tilsettum tíma í
þrjá fyrstu leikina og töpuðu þeim
því. Í hinum leikjunum unnu
Kiðjabergsmenn annan en í hinum
varð jafntefli og Ólafsvíkingar
sigruðu því 3,5-1,5. Sannarlega
leiðinlegt að slíkur misskilningur
skyldi hafa komið upp en eftir
stendur að bæði Ólafsvíkingar og
Kiðjabergsmenn leika í efstu deild á
næsta ári, þar sem tvö efstu liðin
fara upp um deild.
Lokastaðan varð því þessi í
mótinu:
1. GJÓ – Jökull Ólafsvík
2. GKB – Kiðjaberg
3. GL – Leynir Akranesi
4. NK – Nesklúbburinn
5. GV – Golfkl. Vestm.
6. GOS – Selfoss
7. GG – Grindavík
8. GHG – Hveragerði
Tvær síðustu sveitirnar falla í 3.
deild en upp úr 3. deild koma tvær
sveitir að norðan, frá Golfklúbbi
Akureyrar og Golfklúbbnum Hamri
á Dalvík. Þá koma einnig sveitir
Golfklúbbs Ólafsfjarðar og
Golfklúbbs Suðurnesja í 2. deildina
en báðir þeir klúbbar féllu úr 1.
deildinni í keppninni í ár.
Sáttir við okkar hlut
„Jú, ég neita því ekki að okkur
fannst það pínulítið svekkjandi að
það skyldi aðeins hafa verið einn
golfvinningur, sigur í einum leik,
sem skildi á milli þess hvort við
værum að berjast um 1. eða 5. sætið
í mótinu,“ sagði Bjarki Guðnason,
liðsstjóri sveitar GV. „Við töpuðum
einum leik með minnsta mun,
unnum alla hina og flesta sann-
færandi en svona er þetta nú bara í
golfinu og við vorum svo sem
ekkert að svekkja okkur of mikið
yfir því. Þegar upp er staðið þá
erum við kannski best settir í
þessari deild. Við erum bara með
heimamenn í okkar sveit, sú er ekki
raunin með alla aðra, það er orðið
mjög algengt að klúbbar séu að
kaupa sterka spilara. Og við getum
ekki verið annað en sáttir með
útkomuna, einn leikur tapaður með
minnsta mun í næststerkustu
deildinni í golfi á Íslandi. Ég held
að það henti okkur bara ágætlega að
spila í þeirri deild og ég hlakka til
keppninnar á næsta ári, hvort sem
ég verð liðsstjóri þá eða ekki. Ég er
mjög sáttur við þá stefnu að byggja
þetta upp á heimamönnum enda
sýndu þeir það í þessu móti að þeir
standa fyrir sínu enda allt þaulvanir
og reyndir keppnismenn. Svo má
heldur ekki gleyma því að við erum
mjög vel sett með ungu mennina í
klúbbnum, þeir eru að koma sterkir
inn. Daníel Ingi spilaði sinn fyrsta,
og örugglega ekki síðasta, leik í
sveitakeppni fyrir klúbbinn og stóð
sig frábærlega, landaði sigri á móti
andstæðingi sem átti að vera mun
sterkari. Svo eru það fleiri sem eru
að banka á dyrnar, eins og Lárus
Garðar Long, sem kom sterklega til
greina núna og ég reikna fastlega
með að verði með á næsta ári. Það
var alls ekki auðvelt að velja í liðið
núna en aðalmálið er að við erum
sáttir við gengi okkar og horfum
björtum augum til næsta árs,“ sagði
Bjarki Guðnason, liðsstjóri sveitar
GV.
Íslandsmót 35 ára og eldri
um næstu helgi
En Íslandsmótahaldi er langt í frá
lokið í Vestmannaeyjum á þessu ári.
Íslandsmót 35 ára og eldri verður
haldið hér í vikunni. Hefst mótið á
fimmtudag og lýkur á laugardag.
Upphaflega stóð til að halda mótið á
golfvellinum í Þorlákshöfn sömu
helgi og Íslandsmót eldri kylfinga
var haldið hér í Eyjum en vegna
dræmrar þátttöku var því frestað og
ákveðið að halda það í Vestmanna-
eyjum í þessari viku. Varla þarf að
óttast að því móti verði frestað því
nú þegar hafa vel á annað hundrað
manns boðað komu sína til Eyja til
þátttöku og allmargir Eyjamenn í
þeim hópi. Nánar verður greint frá
úrslitum þessa móts í næsta blaði
Eyjafrétta.
Sveitakeppni GSÍ, 2. deild:
Sveit GV aðeins einum
sigri frá því að keppa
til úrslita
:: Svekkjandi að svo litlu skyldi muna að komast í
1. deild á ný :: Byggjum allt okkar upp á
heimamönnum :: Dramatík og mistök í úrslitunum
:: Nýliðinn stóð sig vel :: Bjart framundan
Sigurgeir jónSSon
sigurge@internet.is
Púttað á 7. flötinni, við Kaplagjótu
Í þungum þönkum yfir væntanlegu pútti