Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 Það þætti víða í heiminum fagnaðarerindi að lögregluemb- ætti sýndi svo mikinn skilning á sálrænum eftirköstum kynferð- isbrota og hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Ég hélt því í einfeldni minni að að hags- munahópar þolenda og fagað- ilar almennt myndu fagna þessari ákvörðun. Það kom mér því vægast sagt nokkuð í opna skjöldu þegar umræðan í fjölmiðlum fór að snúast um að ákvörðun lögreglustjóra væri slæm og virtust ýmsir hags- munahópar þolenda kynferðis- brota og jafnvel fagaðilar með þekkingu á kynferðisbrota- málum finna þessari ákvörðun allt til foráttu. Á miðvikudegi fyrir þjóðhátíð birtist frétt á Visir.is með fyrir- sögninni „Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð“ og er vísað í bréf sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafði sent á viðbragðsaðila fyrir þjóðhátíð. Samdægurs kemur talskona Stígamóta fram í kvöld- fréttum RÚV, þar sem hún með vísan í umrætt bréf efast um hæfi lögreglustjóra til að gæta hagsmuna þolenda kynferðisofbeldis. Segir lögreglustjóra vanta yfirsýn og innsýn og nefnir hugtakið þöggun í þessu samhengi. Á fimmtudegi sendir Blaðamannafélag Íslands (BÍ) og Félag fréttamanna út harðorða yfirlýsingu þar sem talað er um tilraun lögreglustjóra til þöggunar og bætt við að lögreglu- stjóri sé að brjóta lýðræðislega og samfélagslega skyldu sína með því að greina ekki skilmerkilega frá því sem fréttnæmt þykir á þjóðhátíð. Þegar einn þekktasti fagaðili landsins á sviði kynferðisofbeldis sem og forsvarsmenn fjölmiðla- manna koma fram í fjölmiðlum með þessum hætti er ekki að undra að einhverjir hafi dregið þá ályktun að markmið lögreglustjóra hafi verið að þagga niður öll kynferðis- brot á þjóðhátíð. Hlutlægni og ábyrgð frétta- manna og fagaðila í fjöl- miðlum Það er eitt ef almennir borgarar draga ályktanir út frá umfjöllun Visir.is, en maður gerir þá lág- markskröfu til fagaðila að þeir myndi sér ekki fullmótaða skoðun án þess að kynna sér málin betur. Það felst mikil ábyrgð í að vera titlaður fagaðili í fjölmiðlum og þykir mér ansi hart að meta hæfni opinbers starfsmanns út frá einu bréfi og ekki síður alvarlegt að saka viðkomandi um þöggun! Í þessu tilfelli hefði ég talið skynsamlegra ef talskona Stígamóta hefði sjálf kynnt sér þau rök og ástæður sem lágu að baki ákvörðun lögreglustjóra. Eins má velta fyrir sér hlutlægni fjölmiðla í þessu máli, og hversu ítarlega forsvarsmenn BÍ og Félags fréttamanna hafi kynnt sér málið áður en harðorð yfirlýsing var send út? Ég vil þó hrósa vinnubrögðum fréttamanna Morgunblaðsins og þáttastjórnenda Síðdegisútvarps Rásar 2, sem höfðu fyrir því að spyrja um afstöðu þeirra fagaðila sem lögreglustjóri hafði leitað álits hjá. Í viðtali Síðdegisútvarps Rásar 2 fimmtudaginn 30. júlí, útskýrði ég meðal annars að málið snerist ekki um að þagga niður kynferðismál, þvert á móti benti ég á að réttar upplýsingar ættu og myndu koma fram, þegar væri búið að vinna úr málunum. Að sama skapi skrifaði lögreglustjóri á lögregluvefinn á föstudag 31. júlí að upplýsingar vegna kynferðismála sem mögulega kæmu upp yrðu veittar um leið og hagsmunir brotaþola væru tryggðir sem og rannsóknarhagsmunir. Einhverra hluta vegna fór lítið fyrir þessum ummælum í umræðunni og lifðu gróusögur um þöggun á þjóðhátíð því áfram í vitund margra. Ákvörðun lögreglustjóra - að- dragandinn En um hvað snerist ákvörðun lögreglustjóra og hvernig var aðdragandinn? Síðustu árin hafði skapast sú venja á þjóðhátíð að lögregla birti tölulegar upplýsingar um fjölda kynferðismála nánast samdægurs og í sumum tilfellum áður en málsatvik voru að fullu upplýst. Út frá sjónarhóli frétta- manna var þetta eflaust fínt fyrirkomulag en út frá sjónarhóli brotaþola er ég þeirrar skoðunar að almennt sé ekkert gott unnið með því að birta þessar upplýsingar svo fljótt. Í aðdraganda þjóðhátíðar 2015 hafði lögreglustjóri samband við ýmsa fagaðila sem hafa unnið með kynferðisbrotamál á þjóðhátíð, hér á meðal forráðamenn Áfallateymis Þjóðhátíðarnefndar, Félagsþjónustu, Barnavernd, og Heilsugæslu Dr. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og forsvarsmaður áfallateymis á þjóðhátíð :: Ákvörðun lögreglustjóra var rétt: Reynslan sýnt að fjölmiðla- umræða strax í kjölfar atburða er þungbær fyrir suma brotaþola :: Kom á óvart neikvæð umræða í fjölmiðlum og að fagaðilar með þekkingu á kynferðisbrotamálum finna þessari ákvörðun allt til foráttu. Hjalti Jónsson Eyjamönnum er mjög annt um þjóðhátíðina og leggja mikið upp úr hvítu tjöldunum. Það er oft fjör í tjaldinu hjá Sæsu og Bjössa eins og sést á þessari mynd sem Gunnar Ingi tók.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.