Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Qupperneq 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 30. mars Kl. 20.00 Æfing hjá kór Landa- kirkju. Föstudagur 31. mars Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safnaðarheimili Landakirkju. Kl. 12.00 Aðalfundur KFUM&K í Vestmannaeyjum í fundarherbergi. Sunnudagur 2. apríl. 5. sunnu- dagur í föstu. Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri. Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Kl. 20.00 Æskulýðsfundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landa- kirkju og KFUM og K í Vestmanna- eyjum. Mánudagur 3. apríl Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára). Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 4. apríl Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára). Kl. 17.00. Æfing fyrir fermingu þann 9. apríl Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Miðvikudagur 5. apríl Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára). Kl. 17.30 Alzheimer samvera. Kl. 20.00 Aglowfundur í Safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Guð er ekki dáinn, biblíulestraröð 10:10 „Lifandi sönnun.“ Föstudagur kl. 14:00 Bænastund. Föstudagur kl. 20:30 Opinn AA-fundur. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, ræðumaður Lilja Óskars- dóttir. Kaffi og spjall eftir á. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Það yrði mér mikill heiður að fá að spila með íslenska landsliðinu Markvörður karlaliðs ÍBV, Stephen Nielsen, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum síðan hann kom til baka í liðið eftir lánsdvöl í Frakklandi fyrir áramót. Í síðustu viku varði hann til að mynda heil 25 skot þegar ÍBV lagði Hauka eftirminni- lega með 17 marka mun. Í dag eru Eyjamenn á toppi Olís-deildarinnar og er það ekki síst markverðinum knáa að þakka. Stephen er Eyja- maður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Stephen Nielsen. Fæðingardagur: 2. april 1985. Fæðingarstaður: Hróaskelda í Danmörku. Fjölskylda: Kona og barn. Draumabíllinn: Alltof margir til að velja bara einn. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur og indverskur matur. Versti matur: Ég veit það ekki, mér finnst flestur matur góður. Uppáhalds vefsíða: www. allblacks.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Mér líkar flest öll tónlist og er það misjafnt hvað virkar hverju sinni. Aðallega er það þó hip/hop og rokk. Aðaláhugamál: Aðallega handbolti og rugby en svo bara íþróttir yfir höfuð og svo tónlist og saga. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég myndi gjarnan vilja hitta eina af mínum helstu fyrirmyndum í íþróttum, Jonathan „Tana“ Umaga, fyrrverandi fyrirliða Nýsjálenska rugby liðsins New Zealand All Blacks. Hann veitir manni sannar- lega innblástur bæði utan sem innan vallar og virkar sem náungi sem maður gæti lært mikið af. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Peter Gentzel, Tana Umaga og Richie McCaw. Uppáhalds íþróttafélag er New Zealand All Blacks. Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ætli það ekki. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég spila handbolta, þrátt fyrir að einhverjir af liðsfélögum mínum segja að markverðir hreyfi sig ekki mjög mikið. Einnig spila ég rugby á sumrin eins mikið og ég kemst upp með. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi á allt frá Designated Survivor til The Walkin Dead. Ég horfi í raun á allt sem er þessi virði að horfa á. Þið unnuð núna síðast Haukana með 17 mörkum, hvernig var tilfinningin eftir þann leik: Andrúmsloftið í klefanum eftir leik var virkilega gott. Það er frábært að ná svona sigri en við vitum allir að þetta var bara einn leikur og það er langur vegur framundan ef við ætlum okkur að komast á þann stað sem við viljum í lok tímabils. ÍBV hefur ekki tapað leik á árinu og á góða möguleika að vinna deildina. Er nokkuð annað sem kemur til greina: Á þessum tímapunkti erum við einungis að einbeita okkur að því að bæta okkur í hvert skipti sem við förum út á völlinn. Augljóslega viljum við vinna alla titla sem í boði eru en núna er allur okkar fókus á að bæta okkur og klára þá leiki sem eru framundan frekar en að hugsa út í hvar við getum mögulega endað. Nú hefur þú verið að verja um og yfir 20 skot í leik síðan þú komst aftur frá Frakklandi. Er ekki landsliðssæti eitthvað sem þú stefnir á: Það yrði mér mikill heiður og forréttindi að fá að spila með íslenska landsliðinu. Núna er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því að spila vel fyrir ÍBV, það eina sem ég hef stjórn á er að gefa mitt allt í hvern leik fyrir sig og einbeita mér að því verkefni sem er fyrir framan mig hverju sinni. Framhaldið kemur svo í ljós. Stephen Nielsen er Eyjamaður vikunnar Ég þakka Jóhanni Inga kærlega fyrir áskorunina og ætla að bjóða upp grillkjöt meistarans. 1 kíló nautalund. Salt & nýmalaður svartur pipar. Salat: Nei takk! Köld E. FINNSON piparsósa. Fetaostur. Hendið þessu í grillið, tvær mínútur hvora hlið. Krydda vel báðar hliðar og ég segi það og skrifa, þessi aðferð er algjörlega skotheld, nautalundin verður fullkomlega grilluð á þennan hátt! Með kjötinu er rosalega gott að skola þessu niður með heimabrugg- uðu rauðvíni. Ég skora á frænku mína Höllu Björk Jónsdóttir sem næsta matgæðing Grillkjöt meistarans Birgir Davíð Óskarsson er matgæðingur vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Fyrir nokkrum árum komu fjölmargir Vestmannaeyingar saman á Stakkó til að mótmæla ófremdar- ástandi því sem ríkti í heilbrigðis- málum okkar Eyjamanna. Þessi mótmæli áttu fyllilega rétt á sér enda var margt í megnasta ólestri og full ástæða til þess að mótmæla ástandinu og setja fram kröfur um umbætur. Í mótmælunum bar mest á hetjulegri framgöngu margra forystumanna Sjálfstæðisflokksins í bænum og í máli sínu hlífðu þeir ekki ríkisstjórninni sem þá sat við völd. Stór orð fuku enda málið grafalvarlegt. En hvað hefur síðan gerst? Ég held að fullyrða megi að ekkert hafi gerst og enn búum við hér við allsendis ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Hér þarf ekki að tíunda frekar þá ömurlegu stöðu sem heilbrigðismál okkar eru í, hún er okkur öllum kunn og er til háborinnar skammar. Frá því að boðað var til mótmæl- anna á Stakkó hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið ráðandi í tveimur ríkisstjórnum og m.a. sérstaklega farið með heilbrigðismálin í landinu. Þeir sem hæst töluðu í mótmælunum hafa einhverra hluta vegna hvorki haft hátt síðan né mótmælt framkomu stjórnvalda nú eins kröftuglega og sköruglega sem þá. Þeim ætti hins vegar að vera auðveldara nú en fyrr að ná eyrum ráðamanna þar sem flokkssystkini þeirra fara nú með völdin í landinu. Nú er lag. Ég legg því til að það ágæta fólk sem fór með eldmóðinn að vopni á mótmælafundinn á Stakkó hér um árið sjái til þess að enn á ný verði haldinn fundur á Stakkó. Þar mætti endurtaka ummælin sem þá voru höfð uppi og jafnvel gefa í ef eitthvað er. Ég er meira en til í að mæta eins og þá og ég er viss um að fleiri eru til. Slagorðið á fundinum gæti verið: „Ríkisstjórn Íslands, burt með lítilsvirðingu ykkar gagnvart heilbrigðismálum Vestmannaeyinga.“ Burt með lítilsvirðinguna ragnar Óskarsson Ég legg því til að það ágæta fólk sem fór með eldmóðinn að vopni á mótmæla- fundinn á Stakkó hér um árið sjái til þess að enn á ný verði haldinn fundur á Stakkó. Þar mætti endurtaka ummælin sem þá voru höfð uppi og jafnvel gefa í ef eitthvað er. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.