Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 Páll Magnússon er fyrrverandi fjölmiðlamaður og útvarpsstjóri. Páll eða Palli Magg eins og hann er kallaður er uppalinn í Eyjum en segist því miður hafa fæðst í Reykjavík. Faðir Páls var Magnús H. Magnússon bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og síðar þingmaður og ráðherra Alþýðu- flokksins. Það kom því mörgum í opna skjöldu þegar Páll bauð sig fram til Alþingis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Páll náði góðum árangri og er nú fyrsti þingmað- ur Suðurkjördæmis. Eins og maður hafi aldrei farið Hver er Páll Magnússon? ,,Ja, stutta svarið er náttúrulega bara Eyjapeyi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að heimili manns sé þar sem hjartað er en ekki þar sem hatturinn er eins og segir í dægur- laginu. Ég hef alltaf sótt mikið til Eyja. Kom heim að vinna öll sumrin eftir að ég fór í nám í Reykjavík og þar til ég fór í þriggja ára útlegð til Svíðþjóðar. Þar lærði ég stjórnmálasögu og stjórnmála- fræði. Árin sem ég var í Svíþjóð kom ég ekkert heim, hafði ekki efni á því, en vann bara þar úti á sumrin.“ ,,Æskuslóðirnar heima í Eyjum og uppeldið mótuðu mig,“ segir Páll og bætir við að hann komi nú æ oftar til Eyja og stoppi þar lengur. ,,Það er sérkennileg og skemmtileg upplifun að finnast eins og maður hafi aldrei farið neitt, maður tekur bara þráðinn upp aftur. Í Eyjum eru ræturnar,“ segir Páll með dreym- andi augu. Áður en Páll flutti til Svíþjóðar 1975 eignaðist hann dótturina Eir með fyrri konu sinni og síðar eignuðust þau aðra dóttur, Hlín. Með núverandi eigin- konu sinni, Hildi Hilmarsdóttur, á Páll dótturina Eddu Sif og soninn Pál Magnús. Barna- börnin eru fimm talsins. Að loknu námi í Svíþjóð kenndi Páll einn vetur í Þinghólsskóla í Kópavog og annan í Fjölbraut í Breiðholti og réði sig svo sem blaðamann á Vísi. Lét bara vaða og bauð sig fram ,,Ég hef verið alla mína hundstíð í fjölmiðlum fyrir utan tvö ár eða svo þegar ég vann hjá Íslenskri erfðagreiningu sem framkvæmda- stjóri upplýsinga- og samskipta- sviðs. Ætlaði þá að kveðja fjöl- miðlabransann sem ég hafði starfað í frá því er skóla lauk, en hann togaði í mig aftur. Það er mín reynsla og margra annarra að eftir langvarandi hark í fjölmiðlum þá virka önnur störf fremur daufleg og tilbreytingalítil. Ég sogaðist inn í þetta aftur og hef verið í fjölmiðla- tengdum störfum þar til ég sneri við blaðinu núna,“ segir Páll. Páll var hvattur til þess að bjóða sig fram til Alþingis og hlutirnir gerðust hratt í framhaldinu. ,,Ég held því fram að allar mikilvægustu ákvarðanirnar í lífinu taki maður eftir tilfinningu en ekki eftir útpældri rökhyggju eða útreikn- ingum. Ég var með í höndunum mjög álitlegt tilboð um spennandi og skemmtilegt fjölmiðlastarf, en ákvað að ögra sjálfum mér einu sinni enn. Klukkutíma áður en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út ákvað ég að láta vaða og bauð mig fram.“ Samfylkingin langt frá Alþýðuflokki föður míns Hvers vegna bauð Páll sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn alinn upp á krataheimili? ,,Það eru eiginlega tvö svör við þessu. Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn um áratuga skeið staðið næst mínum stjórnmálaskoðunum. Ég hef að vísu alltaf verið í þannig störfum að ég hef þurft að halda mínum stjórnmálaskoðunum nánast leyndum, eða bara fyrir sjálfan mig og mína nánustu. Og hafi það komið einhverjum á óvart að ég bauð mig fram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn bendir það til að mér hafi bara tekist það bærilega!“ Páll heldur áfram: ,,Í öðru lagi gerðu sumir ráð fyrir því að ég hefði sömu stjórnmálaskoðun og pabbi minn. Ég hef ég haldið því fram, mörgum Samfylkingar- mönnum til óyndis nokkurs, að ef karl faðir minn hefði verið að velja sér flokk í dag þá hefði hann ekki valið flokk á borð við þann sem Sam- fylkingin er núna. Það er nefnilega skoðun mín að Alþýðuflokkurinn sem faðir minn tilheyrði sé býsna langt frá þeirri Samfylkingu sem nú segist vera flokkur íslenskra jafnaðarmanna. Það á auðvitað ekki að gera látnu fólki upp skoðanir en ég tel líklegt að faðir minn hefði arkað sömu leið og ég við nú- verandi aðstæður í íslenskri flokkapólitík.“ Skotlistinn á teikniborðinu Þingmenn Suðurkjördæmis reyndu í tvígang að heimsækja Eyjar í síðustu kjördæmaviku en það tókst ekki vegna samgangna. Páll sem fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segist hafa lagt mikla áherslu á að Páll Magnússon fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í Alþingisgarðinum. Ljósmynd Hákon Broder Lund Kosningasigri fagnað í Ásgarði, Hildur Hilmarsdóttir, Edda Sif, Páll og Páll Magnús. Náttúrulega bara Eyjapeyi Ég held því fram að allar mikilvægustu ákvarðanirnar í lífinu taki maður eftir tilfinningu en ekki eftir útpældri rökhyggju eða útreikningum. Ég var með í höndunum mjög álitlegt tilboð um spennandi og skemmtilegt fjölmiðlastarf, en ákvað að ögra sjálfum mér einu sinni enn. Klukkutíma áður en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út ákvað ég að láta vaða og bauð mig fram. ” guðrún ErlingSdÓttir frettir@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.