Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Side 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 fara til Eyja þrátt fyrir að kjör- dæmaviku væri lokið. ,,Full sátt var meðal þingmanna Suðurkjördæmis um að fara til Eyja sem við og gerðum 10 dögum seinna. Ég legg á það áherslu að við, þessir 10 þingmenn Suðurkjördæmis, tökum þau mál sem þverpólitísk samstaða ríkir um og vinnum þau saman. Hvert í sínum þingflokki og hvert í sinni þingnefnd. Við eigum að geta unnið sameiginlega að mörgum úrlausnarefnum fyrir kjördæmið og þannig sett meiri þyngd á bak við þau en ef við værum að potast hvert í sínu horni“. Páll segir að næst á döfinni sé að kalla saman þingmenn Suðurkjör- dæmis. ,,Þar förum við yfir niðurstöðurnar úr þessum heim- sóknum okkar og samræðum við heimamenn og búum okkur til skotlista yfir helstu úrlausnarefni á þeim grundvelli. Síðan reynum við sameiginlega að þoka þessum málum til viðunandi niðurstöðu á kjörtímabilinu.“ Spurður hvort þetta sé ný nálgun, svarar Páll. ,,Ég hef ekki samanburð en eftir því sem ég best veit var þetta ekki unnið svona á síðasta kjörtímabili.“ Skóla- og löggæslumál í lagi, heilbrigðisþjónusta og samgöngur ekki ,,Í Eyjum eru fyrst og fremst fjórir snertipunktar á milli bæjarins og ríkisins. Skólamál sem snúa að framhaldsskólastiginu, löggæslu- mál, samgöngumál og heilbrigðis- þjónusta. Ég held að í öllum meginatriðum séu löggæslu- og skólamál í lagi.“ Áfram heldur Páll alvarlegur: ,,Heilbrigðisþjónustan er hins vegar fjarri því að vera í lagi. Hún hefur snarversnað á síðustu árum og sameiningin í Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 2014 hefur ekkert hjálpað í þeim efnum; raunar síður en svo.“ ,,Við þekkjum öll umræðuna um fæðingarþjónustuna. Það liggur fyrir það álit sérfræðinga að með tilliti til allra aðstæðna og öryggis- sjónarmiða beri að halda hér úti fæðingarþjónustu á svokölluðu ,,C1'“ stigi samkvæmt flokkun Landlæknis og haga mönnun skurðstofu samkvæmt því. Þetta er ekki gert og því miður virðist vera takmarkaður vilji hjá yfirstjórn- endum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að ráða bót á þessu. Þetta mál verður þá að takast upp á hinum pólitíska vettvangi því það er auðvitað óboðlegt að bæjarfélag á borð við Vestmannaeyjar skuli búa við miklu lakari heilbrigðisþjónustu en raunin var bara fyrir nokkrum árum - og það öryggisleysi sem því fylgir.“ Úrbætur þangað til nýja ferjan kemur ,,Nú hafa menn ýmsar skoðanir á Landeyjahöfn og hvort bíða hefði átt með smíði ferjunnar þar til búið væri að leysa vandamálin með höfnina og þar fram eftir götunum. En við verðum alltaf að reyna að spila sem best úr þeirri stöðu sem við erum í á hverjum tíma - og hér erum við; nýja ferjan kemur á næsta ári, sem betur fer tókst að tryggja það í gildandi fjárlögum, og við sjáum svo hvernig hún spilar með höfninni,“ segir Páll og bætir við: ,,Það verður hins vegar að halda áfram að bæta höfnina til þess að upphafleg markmið um samgöngu- bætur standist. “ ,,Það eru hins vegar nokkrir hlutir í samgöngumálum sem þola enga bið og þarfnast lagfæringar strax. Það verður að auka ferðatíðnina - sérstaklega yfir sumartímann og þegar Landaeyjahöfn er opin. Það er ekki hægt að láta skipið liggja lungann úr deginum við bryggju þegar fullt af fólki er að bíða eftir ferðum. Það þarf að auka ferðatíðn- ina strax í sumar og þoka málum í þá átt að jafna fargjöld. Eins og þetta er núna þá margfaldast kostnaður þeirra sem þurfa að koma og fara frá Eyjum við það að Landeyjahöfn verði ófær og siglt er í Þorlákshöfn.“ Páll heldur áfram með þunga í röddinni: ,,Það kostar langleiðina í 30 þúsund kall fyrir fólk að fara með tvö börn og bíl, það er algjörlega fáránlegt. Það er hægt að fljúga til London fyrir sama pening. Það er verið að refsa fólki tvöfalt þegar ekki er hægt að sigla í Landeyjahöfn, gera ferðalagið erfiðara og margfalt dýrara.“ Öryggi Eyjamanna minnst á landinu Páll er hugsi smá stund en segir svo ,,Þegar þú leggur saman þessa samgöngulegu og veðurfarslegu þætti við stöðuna á spítalanum í Vestmanneyjum - og staðsetningu sjúkraflugvélar á Akureyri - þá er ég alveg klár á því að þegar upp koma slys og bráðaveikindi er öryggi íbúa minnst í Vestmannaeyjum á öllu landinu. Það verður að bæta úr þessu,“ segir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis alvarlegur í bragði. Samfélagssátt um afgjald af auðlindum Hvaða skoðun hefur fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis á auðlindagjaldi í sjávarútvegi? ,,Um sjávarútveginn vil ég segja að núgildandi aflamarkskerfi er í öllum aðalatriðum mjög gott. Það tryggir sjálfbæra nýtingu á auðlindinni og hámarkar arðsemina af henni fyrir þjóðina í heild. Við þurfum hins vegar að ná sem mestri samfélagslegri sátt um það hvernig afgjaldi fyrir afnot af auðlindinni skuli háttað. Núverandi veiðileyfa- gjald er ekki heilagt í mínum huga; við verðum bara að gæta þess að gjaldtakan minnki ekki heildar- arðsemina í greininni. Við erum að mörgu leyti með besta og arðsam- asta sjávarútveg í heimi og þurfum að tryggja að svo verði áfram.“ Órjótandi möguleikar, að því gefnu að samgöngur séu í lagi Nú er Páll komin á flug. ,,Af því að við erum að tala um Eyjar í samhengi við gjaldeyrisöflun þá held ég fáir staðir á Íslandi séu betur settir í því samhengi. Við erum sennilega sterkasta sjávarút- vegspláss á landinu, miðað við margumtalaða höfðatölu, og við erum með sum af glæsilegustu fyrirtækjum landsins í þeim geira staðsett í Vestmannaeyjum. Og möguleikar okkar í ferðaþjónustu eru nánast óþrjótandi að því gefnu að samgöngur séu í lagi”. Áfram heldur Páll og er heitt í hamsi: ,,Stór hluti af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem koma til landsins árlega aka framhjá afleggjaranum niður í Landeyja- höfn. Stóran hluta af árinu er enginn valkostur fyrir ferðamenn að taka hægri beygjuna niður í Herjólf og búa sér til dagsferð eða lengri til Eyja. Þorláks- höfn er ekki valkostur í þessu samhengi. Þegar Landeyjahöfn er opin þarf að auka tíðni ferða. Skipið þarf að ganga stöðugt fram og til baka eins og ferjur gera víðast hvar. Þær standa ekki bundnar við bryggju lungann úr deginum eins og gerist meira að segja yfir hábjargræðistímann á sumrin flesta daga í Eyjum.“ ,,Með þeim samgöngubótum sem fyrirhugaðar eru verður hægt að margfalda umfangið við móttöku ferðamanna. Þegar við horfum fram á veginn þá felast vaxtarmöguleikar Vestmannaeyja í móttöku ferða- manna annars vegar og vaxandi þróunarstarfi og nýsköpun í sjávarútvegi hins vegar. Þetta tvennt kemur til með að bera Vestmanna- eyjar uppi tekjulega og atvinnulega næstu áratugina, að því gefnu að samgöngur verði í lagi,“ segir Páll Magnússon. Langt frá hugmynd að framkvæmd Páll var kosinn á þing í lok október á síðasta ári. Það tók nokkurn tíma að ná saman ríkisstjórn og því hefur Páll í rauninni ekki setið við eiginleg þingstörf nema í þrjá mánuði eða svo. ,,Þingstörfin leggjast að flestu leyti vel í mig. Það er skemmtileg ögrun svona seint á starfsævinni að fara úr einhverju sem maður er búinn að gera alla starfsævina og vinda sér yfir í allt annað. Það má kannski segja að ég hafi að sumu leyti verið óbeinn þátttakandi í íslenskri póltík sem fjölmiðlajaxl. En þetta er spennandi og öðruvísi en ég hef átt að venjast“. ,,Lengst af hef ég verið í stjórn- unarhlutverki í fjölmiðlaheiminum þar sem ofboðslega stuttur tími líður frá hugmynd að ákvörðun. Það er öðruvísi í pólitíkinni, þar er langt á milli hugmyndar og þess að eitthvað verði úr henni. Og það er ástæða fyrir því. Lýðræðislegur ákvörðunarferill tekur langan tíma. Hugsunin er auðvitað sú að þannig sé vandað til verka. Menn geta svo haft alls konar skoðanir á því hvort sú sé raunin! Ég er í lærdómsferli og er að stilla mig inn á þessi vinnubrögð,“ segir nýi þingmaður- inn. ,,Þetta er allt talsverð opinberun fyrir mann eins og mig sem hélt að ég þekkti þetta. Búinn að vera meðal annars þingfréttamaður, þótt það hafi verið fyrir tæplega 100 árum, þá taldi ég mig hafa talsverða nasasjón af því hvernig þetta færi allt saman fram“ segir Páll og hlær. ,,Það er margt eins og ég hafði séð en annað kom mér talsvert á óvart. Til dæmis hversu umfangsmikið starfið er í nefndunum. Ég var gerður að formanni í atvinnuvega- nefnd og sit auk þess í fjárlaganefnd og má hafa mig allan við!“ Engin fýla né seyra Páll var ósáttur við ráðherraskipan Bjarna Benediktsonar. Er gróið um heilt milli hans og formannsins? ,,Já, já, þetta er fullrætt milli mín og formannsins og það situr ekki í mér nein fýla eða seyra, enda snerist þetta ekki um mína persónu. Ég tók upp þykkjuna fyrir Sjálf- stæðismenn í Suðurkjördæmi sem er höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Það lýðræðislega umboð sem skapaðist fyrst með óvenju afgerandi niðurstöðu úr prófkjöri og síðan með úrslitunum í kosning- unum sjálfum, þar sem flokkurinn jók verulega fylgi sitt og bætti við sig fjórða kjördæmakjörna þingmanninum, var með þeim hætti að oddviti flokksins í kjördæminu átti að sitja í ríkistjórn.Formaðurinn hefur síðan útskýrt sín sjónarmið sem ég tel mun léttvægari en mín. Við það situr og áfram veginn!“ Duglegasti maðurinn í Eyjum Sem þingmaður þarf Páll Magnús- son að þekkja sitt heimafólk, hann stóðst prófið þegar blaðamaður spurði hann hver væri duglegasti maðurinn í Vestmannaeyjum; spurning sem hann hafði verið beðinn sérstaklega fyrir. Eftir góða hláturroku svarar Páll,, Hverjum gæti dottið í hug svona spurning? Það eru margir duglegir í Eyjum en ef ég á að velja einn þá er það hann Hanni harði,“ segir Páll og hlær dátt þegar blaðamaður upplýsir hann um að spurningin væri einmitt frá Hanna harða sjálfum eins og hann kýs að kalla sig, kominn. Páll á góðri stundu með eiginkonu og börnum. Páll, Hildur, Edda Sif, Páll Magnús, Eir og Hlín. Eyjapeyinn að störfum í sal Alþingis. Ljósmynd Hákon Broder Lund Stóran hluta af árinu er enginn valkostur fyrir ferðamenn að taka hægri beygjuna niður í Herjólf og búa sér til dagsferð eða lengri til Eyja. Þorlákshöfn er ekki valkostur í þessu samhengi. Þegar Landeyjahöfn er opin þarf að auka tíðni ferða. Skipið þarf að ganga stöðugt fram og til baka eins og ferjur gera víðast hvar. Þær standa ekki bundnar við bryggju lungann úr deginum eins og gerist meira að segja yfir hábjargræðistím- ann á sumrin flesta daga í Eyjum. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.