Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Qupperneq 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 Þau eru í hressari kantinum Aleksandra Chlipala og Juan Camilio Roman Estrada sem funduðu með eldri bekkjum Grunnskólans og nemendum Framhaldsskólans og ræddu fordóma gagnvart innflytjendum í síðustu viku. Bæði eru búsett á Íslandi en hún kemur frá Póllandi og hann frá Kólombíu. Það er Rauði kross Íslands sem stendur fyrir átakinu undir kjörorðunum, „(V)ertu næs? – fjölbreytileiki og fordómar“. Spurningin sé hvort það leynist fordómar gagnvart inn- flytjendum í okkar litla samfélagi? Höfum við undirbúið jarðveginn þannig að fjölbreytileikinn dafni og allir fái að njóta sín jafnt? Í þessu átaki hvetur RKÍ lands- menn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn. „Á Íslandi búa 330.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíu þúsund einstaklingar. Ljóst er að innflytjendum muni enn fara fjölgandi. Það hefur borið á neikvæðri orðræðu í þeirra garð og að fólki sé mismunað eftir þjóðerni. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Leitast er við að svara spurningum um þessi mál í fræðsluerindinu. Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við og krefst þess að við lítum öll í eigin barm og athugum hvort við getum gert betur,“ segir í kynningu RKÍ en fyrirlesarar á hans vegum hafa heimsótt um 70 skóla. Hafa fyrirlestrarnir mælst vel fyrir. Finna til ábyrgðar sem innflytjendur Juan hefur búið á Íslandi frá 11 ára aldri og er að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun og trúarbragða- fræði. Aleksandra kom til Íslands 2008 og hafði þá lokið námi í Kraká í sálfræði þar sem hún tók fyrir fjölmenningarsálfræði, íþróttasálfræði og vinnusálfræði og vinnur við mismunandi verkefni tengd fjölmenningu. Bæði tala þau góða íslensku. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að fræðast og læra af mistökum sem hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem mismunun er til staðar,“ segja þau í spjalli við blaðamann. „Af hverju fá innflytjendur ekki að nota þá menntun, þekkingu og reynslu sem þeir hafa þegar þeir koma til Íslands?“ spyr Aleksandra. „Sem innflytjandi finn ég til ábyrgðar en ég er líka óhræddur og finnst að ég geti verið brú fyrir þá sem hingað flytja inn í íslenskt samfélag,“ segir Juan en bendir á að málið er langt í frá einfalt. „Þetta er flókið og það þarf að koma á tengslum milli fólks af ólíkum uppruna og læra af reynslu þess. Ákvarðanir dagsins í dag hafa áhrif næstu áratugi.“ Þau ræddu um þann þrýsting og kröfu á innflytjendur að þeir tali íslensku og geri það vel. „Það þarf að eyða bæði orku og peningum í að kenna fólki sem hingað kemur íslensku. Það er oft sem fólk reynir en þá hættir ykkur til að fara yfir í ensku sem er í raun mismunun,“ segir Aleksandra. Þau voru ánægð með viðtökurnar í skólunum og það vakti athygli þeirra hvað krakkarnir í fimmta og sjötta bekk Grunnskólans báru fram margar og góðar spurningar. „Það er svo gaman að sjá að yngri krakkarnir eru forvitnir en viðtökur allra voru mjög góð.“ Aleksandra og Juan segja ekki nóg að þau mæti og tali við krakkana, meira þurfi til. „Ég vil benda öllum að fara inn á You Tube þar sem er að finna myndir frá RKÍ um verkefnið, Verum næs. Þetta er efni sem hægt er að nota í fræðslu um stöðu innflytjenda hér á landi og leiðir til úrbóta.“ Þau segja Íslendinga ætlast til þess af útlendingum að þeir hafi frumkvæðið í samskiptum við innfædda. „Það er ekki nóg að hafa hurð ef hún er ekki opnuð en það jákvæða er að í dag hafa margir Íslendingar reynslu af því að búa erlendis og vita hvernig það er að vera innflytjandi. Í þessum málum höfum við búið í hálfgerðri sápu- kúlu en ekki lengur. Auðvitað er hér meira af útlendingum en við höfum áður þekkt en ferðmenn koma og fara. Innflytjendur koma hingað til dvalar og við verðum að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Stærsta áskorun okkar í dag er hvernig við nýtum okkur fjölbreytileikann. Það mun skipta okkur mestu þegar fram í sækir,“ sagði Juan. „Þetta er ekki bara spurning um tungumálið, það þarf fleira að koma til,“ sagði Aleksandra. „En hvert tungumál er brú sem við getum notað til að bindast böndum. Einn getur talað þrjú tungumál og deilir einu þeirra með öðrum sem svo getur myndað tengsl við þann þriðja sem kann önnur þrjú. Ofan á þetta getum við byggt,“ sagði Juan að endingu. Rauði krossinn :: Átakið Vertu næs gegn fordómum Skiptir máli fyrir okkur öll að fræðast og læra af mistökum annarra :: Það segja Aleksandra og Juan Camilio Roman sem fluttu erindi í skólunum Ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is Aleksandra Chlipala og Juan Camilio Roman Estrada. Markmið að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en jafn- framt að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna Meðal mikilvægra verkefna fjölskylduráðs eru húsnæðismál. Í dag á og leigir Vestmannaeyjabær 58 íbúðir. Leigutakar eru ýmist fatlaðir, aldraðir eða fólk sem fær húsnæðisaðstoð vegna félagslegra aðstæðna. Þjónustuhópurinn er því fjölbreyttur og mikilvægt að honum sé boðin aðstoð í samræmi við þarfir hvers og eins. Frá 2014 hefur fjölskylduráð unnið einhuga að samræmingu leiguverðs á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar enda með öllu óeðlilegt að mismuna leigutökum án þess að til grundvallar liggi aðstöðumunur svo sem vegna fjárhagslegrar stöðu. Um leið og leiða hefur verið leitað til að samræma leiguverð hefur einnig verið horft til þess að færa það nær markaðsverði og draga þar með úr aðstöðumun þeirra sem leigja á almennum markaði og hinna sem leigja af Vestmannaeyjabæ. Vegna þessa hefur fjölskyldu- og tómstundarráð lagt á það áherslu að samhliða þessum breytingum verði tekinn upp sérstakur húsnæðis- stuðningur og þannig jafnaður réttur þeirra aðila sem eru á leigumarkaði og hinna sem leigja á almennum markaði. Þar með er einnig tekið tillit til fjárhagslegra aðstæðna og bótum beint til þeirra sem mesta hafa þörfina. Húsaleigubætur hækkuðu um áramót og tekinn var upp sérstakur húsnæðisstuðningur Fyrsta skrefið í þessari réttlætisað- gerð var að samþykkja nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og komu þær til framkvæmda nýverið. Um áramót hækkuðu húsnæðis- bætur í takt við þróun verðlags. Á seinasta fundi sínum tók svo ráðið lokaskrefið í þessari aðgerð og samræmdi leiguverð allra íbúða og verður það 1.200,- kr. á fermetra frá og með 1. apríl 2017. Í samræmi við leigusamninga verður þó ekki um hækkun að ræða hjá þeim sem eru í fastri leigu hjá Vestmannaeyjabæ fyrr en 12 mánuðum síðar eða 1. apríl 2018. Málið allt verður af sjálfsögðu kynnt leigutökum sérstaklega með bréfi sem inniheldur upplýsingar um breytingu á leigu auk þess sem ráðgjafi á vegum Vestmannaeyja- bæjar býður leigutökum upp á viðtal til að fara yfir væntanlegar breytingar. Ljóst er að húsaleiga á leiguhús- næði á vegum Vestmannaeyjabæjar hefur í gegnum árin verið mun lægri en á almennum markaði og hefur það skapað mikla óánægju meðal þess hóps sem býr við lágar tekjur en hefur ekki komist í húsnæði hjá Vestmannaeyjabæ. Þetta bil hefur verið að aukast mikið á síðustu árum og í dag er leiguverð leigjanda hjá Vestmanna- eyjabæ oft um 60% af markaðsverði óháð fjölskyldutekjum viðkomandi. Í allri sanngirni hljóta allir að geta séð að óeðlilegt er að sveitarfélag niðurgreiði leiguverð og skekki þannig leigumarkaðinn, og enn verra er þegar fólk með háar tekjur býr við niðurgreiddan húsnæðis- kostnað en dæmi eru um að þeir sem leigja hjá Vestmannaeyjabæ hafi verið að greiða allt niður í 4,3% af ráðstafanafé í heildarhúsnæðis- kostnað. Ekki er óeðlilegt að húsnæðiskostnaður sé milli 20 – 30% af ráðstafanafé. Til eru dæmi um mun hærri húsnæðiskostnað á almennum leigumarkaði. Til glöggvunar er hér nokkur dæmi um breytingu á leiguverði: a) Einstaklingur með eitt barn í tæplega 100 fm íbúð fer úr leigu upp á kr. 83.439,- í kr. 119.520,-. Viðkomandi aðili var áður með kr. 22.000,- í húsaleigubætur en þær hækka í 41.000 kr. Leiguverð fer þá úr kr. 61.439,- í kr. 78.520. Viðkomandi einstaklingur á rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi upp á kr. 28.520,- vegna lágrar tekna þannig að leigan færist niður í kr. 50.000,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé lækkar úr 22,6% í 18,4%. b) Hjón í tæplega 85 fm íbúð fara úr leigu upp á kr. 70.621,- í kr. 101.160,-. Viðkomandi aðilar voru áður með kr. 20.574,- í húsaleigu- bætur en þær hækka í kr. 41.000,-. Leiguverð fer þá úr kr. 50.047,- í kr. 60.160,-. Húsnæðiskostnaður umræddra aðila miðað við ráð- stafanafé hækkar úr 8,3% í 10%. c) Einstaklingur í tæplega 40 fm íbúð fer úr leigu upp á kr. 32.839,- í kr. 47.040,-. Viðkomandi aðili var áður með kr. 16.366,- í húsaleigu- bætur sem lækka í kr. 12.497,-. Leiguverð fer þá úr kr. 16.473,- í kr. 34.543,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé hækkar úr 5% í 10,5%. d) Hjón í rúmlega 70 fm íbúð fara úr leigu upp á kr. 59.274,- í kr. 85.560,-. Viðkomandi aðilar voru áður með kr. 22.000,- í húsaleigu- bætur en þær lækka í kr. 15.207,-. Leiguverð fer þá úr kr. 37.274,- í kr. 70.353,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé hækkar úr 5,9% í 11,2%. Eins og dæmin hér að ofan sýna þá er tilgangurinn með þessum breytingum að jafna kjör leigutaka og beina stuðningi fyrst og fremst þangað sem þörfin er mest. Í draumaheimi væri hægt að bjóða öllum upp á alla þjónustu. Í heimi takmarkaðra auðæfa er það hinsvegar ein af skyldum okkar kjörinna fulltrúa að beina stuðningi mest að þeim sem mesta hafa þörfina. Breyting á leiguverði á leiguíbúðum í eigu Vest- mannaeyja- bæjar trausti Hjaltason formaður fjölskyldu- og tómstundarráðs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.