Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Page 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 Síðustu ár hefur Viska sömu- leiðis verið með raunfærnimat í skipstjórn þar sem árlega hafa um 25 – 26 einstaklingar lokið mati í greininni. Raunfærnimat er spennandi tækifæri fyrir alla sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og fá færni sína metna að verðleikum. Miðvikudaginn 15. mars voru 11 einstaklingar útskrifaðir úr raunfærnimati Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmanna- eyja, níu í leikskólaliðanum og tveir í stuðningsfulltrúanum. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er raunfærnimat frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði en það gengur út á að kortleggja færni einstaklinga og auka möguleika þeirra til að bæta við sig í námi eða annarri uppbyggingu. Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp umtalsverða færni, en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Raunfærni er samanlögð færni sem einstak- lingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félags- störfum og fjölskyldulífi. Tveir þriðju hlutar karlmenn Til þess að geta orðið þátttakandi í raunfærnimati þarf viðkomandi að vera orðin 23 ára og hafa að lágmarki þriggja ára starfsreynslu á viðkomandi sviði. Á vefsíðunni naestaskref.is er hægt að skoða hvernig færni viðkomandi passar við hæfniþætti hinna ýmsu starfa með því að gera gróft yfirlitsmat á færni í tilteknum fögum. Í dag er á sjötta tug faga í boði, allt frá bakaraiðn til blikksmíði og allt þar á milli. Árið 2016 luku alls 516 einstaklingar raunfærnimati og er það nokkur fjölgun frá árinu áður þegar 450 manns luku mati. Tveir þriðju hlutar þeirra sem kláruðu voru karlmenn (66%) og einn þriðji hluti konur (34%) og var meðal- aldurinn rétt tæp 40 ár. Alls hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati frá árinu 2004 og er það 7.2% af heildarmarkhópi framhaldsfræðslunnar (þeir sem ekki hafa lokið námi úr framhalds- skóla) en sá hópur telur um 55.000 manns og er 28% fólks á vinnu- markaði. Undanfarin ár hefur verið algengara að fólk ljúki raunfærni- mati á brautum sem ekki teljast til iðngreina og rímar það ágætlega við vinsældir bóknámsins á kostnað hins fyrr nefnda. Eins og fyrr segir var þetta tiltekna raunfærnimat ætlað ófaglærðum leiðbeinendum í leik- og grunn- skólum og einnig ófaglærðu starfsfólki við aðhlynningu. Í framhaldi raunfærnimatsins er síðan í boði að ljúka náminu í leikskóla- liðanum og stuðningsfulltrúanum í gegnum Fræðslunet Suðurlands á Selfossi. Þessar námsleiðir eru í boði núna í fjarkennslu og munu nemendur hafa aðstöðu í Visku. Meirihluti þeirra sem nú hafa útskrifast úr raunfærnimatinu stefna á að fara í námið sem hefst í haust. Raunfærnimatið í þessum greinum er enn í boði hjá Visku og er verið að safna í nýjan hóp. Áhugasamir geta sent Sólrúnu Bergþórsdóttur, náms- og starfsráðgjafa, tölvupóst á netfangið solrunb@eyjar.is. Matsviðtöl gegnum Skype Viska hefur síðustu ár þróað raunfærnimat í skipstjórn en það hefur verið í gangi frá árinu 2013. Árlega hafa að meðaltali 25 – 26 einstaklingar lokið raunfærnimati í þessari grein og koma þeir víða að af landinu en það stendur til boða að fara í svokölluð matsviðtöl í gegnum skype í sinni heimabyggð. Viska hefur einnig verið með raunfærnimat í verslunarfagnámi, vélstjórn, fisktækni og nú síðast í leikskólaliðanum og stuðnings- fulltrúanum. Að auki er Viska í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um raunfærnimat í iðngreinum og er hægt er að fara í gegnum slíkt mat í gegnum Visku og heldur Sólrún Bergþórsdóttir utan um það ferli. Í slíku samstarfi hafa einstaklingar úr Eyjum farið í gegnum raunfærnimat í matartækni, netagerð, vélstjórn, vélvirkjun, stálsmíði, rennismíði, húsasmíði og sjókokkinn, svo eitthvað sé nefnt. Viska :: 11 útskrifuðust úr raunfærnimati: Frábært tækifæri fyrir einstak- linga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði :: Metið upp í nám í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú :: Dæmi um að menn hafi lokið námi í bæði húsasmíði og skipstjórn. Þær útskrifuðust úr raunfærnimatinu upp í leikskólaliðann. Frá vinstri, Stefanía Ástvaldsdóttir, Sólrún Helgadóttir, Árný Richardsdóttir, Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir, Hugrún Magnúsdóttir, Þuríður Júlíusdóttir, Kristín Tryggvadóttir og Guðrún Helga Sigurðardóttir. Á myndina vantar Valgerði Þorsteinsdóttur. Að auki útskrifuðust þær Guðrún Karen Tryggvadóttir og Sigríður Vigdís Ólafsdóttir upp í stuðningsfulltrúann. Í framhaldi af raunfærnimati býður náms- og starfsráðgjafi Visku upp á ráðgjöf varðandi mögulegt nám í framhaldi. Smári Björn Þorvaldsson er einn þeirra sem hefur reynslu af því að fara í nám eftir raunfærnimat en í matinu fékk hann m.a. heila 11 áfanga metna í húsasmíðanámi sem hann klárar núna í vor. Hafðir þú starfað lengi við smíðar áður en þú fórst í raunfærnimat? „Ég hafði starfað í rúm fimm ár en ég byrjaði að vinna hjá Steina og Olla ehf. í ágúst 2010,“ segir Smári Björn en eins og fyrr segir styttist námið töluvert eftir raunfærnimat. „Námið styttist frekar mikið. Ég fékk metið 50 vikur af smíðasamn- ingnum og 11 áfanga metna.“ Smári segir stöðuna á sér í dag vera góða en hann hefur verið að sækja nám á Sauðarkrók og stefnir á að klára í maí. „Ég var að klára síðustu helgina mína í Fjölbrautar- skóla Norðurlands vestra. Þó um langa leið sé fyrir mig að sækja nám á Sauðárkróki þá var það skásti kosturinn vegna þess að þar er í boði helgarlotunám fyrir húsasmíði og húsgagnasmíði. Þar er líka frábært smíðaverkstæði og mjög góðir og liðlegir kennarar. Svo fer ég 18. maí næstkomandi í mína 13. ferð á Krókinn og tek sveinsprófið,“ segir Smári sem útilokar ekki að halda áfram í meistaranám í framtíðinni. „Já kannski síðar en ekki í bráð.“ Svipaða sögu er að segja af Georg Skæringssyni en hann hefur lokið námi í skipstjórn eftir að hafa farið í raunfærnimat í greininni. Georg kláraði námið í lok árs 2015 en áður hafði hann verið í vélstjóranámi og klárað réttindi á 1500 kW skip. Hvað fékkstu mikið metið í náminu? „Af þeim fögum sem var í boði fékk ég allt metið nema eitt en ég hafði þá áður tekið réttindi á 1500 kW í Eyjum. Eftir það tók ég ársfrí og fór í raunfærnimat þar sem ég fékk eins og ég segi allt metið nema eitt fag,“ segir Georg. Hvaða starfsreynslu hafðir þú áður en þú fórst í raunfærnimatið? „Ég var áður fyrr á sjó, á netum, loðnu og síld, svo eitthvað sé nefnt. Svo hef ég verið á Friðriki Jessyni, fyrst fyrir Hafró frá 1998 til 2000 og síðan aftur frá 2009 til dagsins í dag en báturinn er nú í eigu Þekkingarsetursins,“ segir Georg og játar því að raunfærnimatið hafi verið þess valdandi að hann hafi farið alla leið og klárað námið. „Ég var ekkert á leiðinni í neitt skip- stjórnarnám en fyrst ég átti ekki það mörg fög eftir þá ákvað ég bara að klára þetta.“ Þannig þú myndir mæla með þessari leið fyrir aðra? „Þetta er alveg brillíant leið fyrir þá sem hafa t.d. verið á sjó. Námið er svokallað dreifnám sem er ekki ósvipað fjarnámi, en þar fer kennslan mikið fram á netinu, verkefni og annað slíkt. Svo er þetta bara ein og ein helgi suður þar sem maður þarf að vera á staðnum,“ segir Georg. Smári Björn Þorvaldsson: Fékk metnar 50 vikur af samningi og 11 áfanga Georg Skæringsson: Brillíant leið fyrir þá sem hafa t.d. verið á sjó Smári nemur húsasmíði við Fjölbrautarskóla norðurlands vestra. Georg Skæringsson lauk skipstjórnarnámi i kjölfar raunfærnimats.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.