Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Side 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 Íþróttir u m S j Ó n : Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 29. mars Kl. 18:00 ÍBV – Akureyri Olís-deild karla Föstudagur 31. mars Kl. 20:15 Valur U – ÍBV U 1. deild karla Laugardagur 1. apríl Kl. 13:30 Haukar – ÍBV Olís-deild kvenna Þriðjudagur 4. apríl Kl. 19:30 Valur – ÍBV Olís-deild karla Föstudagur 7. apríl Kl. 19:30 ÍBV U – Víkingur 1. deild karla Laugardagur 8. apríl Kl. 13:30 ÍBV – Grótta Olís-deild kvenna Þriðja og síðasta mótaröð í mótaröðum Karatesambands Íslands fór fram um nýliðna helgi en mótaröðin er stigamót. Þess má geta að fyrstu mótin í mótaröðinni voru einmitt haldin hér í Eyjum í byrjun október á síðasta ári. Á föstudagskvöldið fór fram 3. Bikarmót KAÍ í Fylkisselinu Norðlingaholti en þar keppa 16 ára og eldri í einum flokki fullorðinna. Karatefélag Vestmannaeyja átti þrjá keppendur á mótinu. Willum Pétur Andersen og Zara Pesenti kepptu í kumite og Arnar Júlíusson keppti í kata. „Willum og Zara áttu því miður ekki mikið erindi í fullorðinsflokk- inn í kumite en létu þó andstæðinga sína hafa töluvert fyrir sigri,“ sagði Ævar Austfjörð, þjálfari Karate- félags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. „Í kata átti Arnar hinsvegar góðan dag og keppti til úrslita en tapaði fyrir Aron Hyun, nýbökuðum Íslandsmeistara. Arnar hlaut því silfur á mótinu. Á laugardag fór 3. Bushidomótið fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ en þar er keppt í unglingaflokkum þar sem KFV átti fjóra keppendur og þar var annað uppi á teningnum hjá okkar fólki. „Zara keppti í flokki 16-17 ára stúlkna. Flokkurinn var fámennur en Zara barðist um bronsverðlaun þar sem hún tapaði á dómaraúr- skurði eftir að bardaganum hafði lokið með jöfnu stigaskori. Zara er efnileg en hún hafði æft Tae Kwon Do áður en hún kom til KFV og verður að segjast að það háði henni, sérstaklega varnarlega séð þótt einnig sé augljós ávinningur af því sérstaklega þegar kemur að spörkum. Zara gæti átt ágæta framtíð í kumite en hún mun halda heim til Sviss í sumar að loknu skiptinámi hér í vetur,“ segir Ævar. „Willum Pétur lauk keppnistíma- bilinu á góðum nótum en hann hóf að keppa síðasta haust í fyrsta skipti í kumite. Hann keppir í flokki 16-17 ára og er því alltaf að keppa við drengi sem æft hafa og keppt mun lengur en hann sjálfur. Markmið vetrarins voru skýr. Í fyrsta lagi átti að hafa gaman af þáttökunni og þá var það sett sem markmið að ná allavega að skora stig af og til í viðureignum því sigur á móti mun reynslumeiri keppendum þótti óraunhæfur framan af. Þó setti hann sér ásamt þjálfara það lokamarkmið að ná að vinna allavega einn bardaga á lokamóti vetrarins og það gekk eftir. Willum átti fínan bardaga í fyrstu viðureign og sigraði 2-0 í bardaga sem einkennd- ist af hörku og sókndirfsku. Næstu viðureign tapaði hann en fékk svo uppreisnarviðureign til að berjast um bronsið en tapaði henni á endanum. Í þeirri viðureign var töluverð harka og þurfti að stöðva bardagann stuttan tíma til að stöðva blóðnasir þar sem Willum hafði tekið full hraustlega á andstæðingn- um. Engu að síður gott mót og góður vetur hjá Willum sem verður vafalítið enn betri á næsta tímabili,“ segir Ævar. Arnar keppti í elsta unglingaflokki í síðasta sinn þar sem hann gengur uppúr þeim flokki vegna aldurs á næsta tímabili. „Arnar átti góðan dag og komst aftur í úrslit en varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir Aron Hyun. Arnar hefur átt gott tímabil og unnið til fjölda verðlauna og ljóst að framtíðin er björt. Hann er eins og staðan er í dag þriðji besti kata keppandi landsins á eftir Aron Hyun og Elíasi Snorrasyni en þeir tveir eru í sérflokki. Verkefnið framundan hjá Arnari er að bæta sig nóg til að geta veitt þeim meiri keppni. Þess má einnig geta að Arnar hafnaði í 2. sæti í saman- lagðri stigakeppni í kata í sínum aldursflokki í Bushido röðinni. Á eftir einmitt títtnefndum Aron Hyun,“ segir Ævar. Í yngsta unglingaflokki keppti Mikael Magnússon og er óhætt að segja að hann hafi komið á óvart því hann vann til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. „Flokkur Mikaels er fjölmennur og mjög margir góðir keppendur þar innanborðs. Hér er mikið efni á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Mikael og Arnari í framtíðinni. Það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV og með sama áframhaldi mun afrekalistinn stækka hratt,“ segir Ævar að lokum. Eyjamenn létu Íslandsmeistara Hauka líta vægast sagt illa út í toppslag Olís-deildarinnar sl. fimmtudag þegar liðin mættust í Eyjum. Leikurinn endaði með ótrúlegum 17 marka sigri heima- manna sem léku á als oddi, lokastaða 40:23. Liðsmenn ÍBV settu tóninn strax í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var átta mörk þegar flautað var til hálfleiks. Eyjamenn létu engan bilbug á sér finna í síðari hálfleiknum og héldu sínu striki allt til enda. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, rúllaði töluvert á liðinu í leiknum og gaf mörgum leikmönnum mínútur en það skipti engu máli hver var inni á vellinum, Haukarnir áttu engin svör. Theodór Sigurbjörnsson fór á kostum og skoraði 13 mörk í liði ÍBV. Stephen Nielsen sýndi enn og aftur mátt sinn og megin en hann var búinn að verja 25 skot þegar Kolbeinn Arnarsson leysti hann af hólmi undir lok leiks. Kolbeinn fór hins vegar rakleiðis aftur út af með tveggja mínútna brottvísun þar sem Eyjamenn voru með aukamann í sókninni þegar skiptingin átti sér stað. Liðin eru nú, ásamt FH, jöfn að stigum í Olís-deildinni en Eyja- menn eru á toppnum vegna innbyrðis viðureigna. Síðasti heimaleikur ÍBV í deildinni verður í kvöld þegar liðið etur kappi við Akureyri kl. 18:00. ÍBV tapaði naumlega fyrir Stjörn- unni þegar liðin mættust í Vest- mannaeyjum síðustu helgi í Olís-deild kvenna, lokastaða 23:24. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og voru það heima- menn sem leiddu með einu marki þegar gengið var til búningsher- bergja í hálfleik. Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið í seinni hálfleik og voru með fjögurra marka forystu þegar um korter lifði leiks. Eyjakonur gáfu þá í og náðu að jafna metin þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þegar 20 sekúndur voru eftir náðu Stjörnukonur aftur forystunni og í kjölfarið brá Hrafnhildur Skúla- dóttir, þjálfari ÍBV, á það ráð að taka leikhlé og freista þess að jafna. Það fór ekki betur en svo að Eyjakonur töpuðu boltanum og grátlegt tap niðurstaðan í spennandi og ekki síst mikil- vægum leik. Eyjakonur eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og er alveg ljóst að með þessu tapi er róðurinn orðinn ansi þungur. Eftir umferðina er Grótta í fjórða sætinu og ÍBV í því fimmta en tvö stig skilja á milli liðanna. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á laugardaginn og dugar ekkert annað en sigur þar því ÍBV mætir síðan Gróttu í lokaumferðinni helgina eftir. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Ester Óskarsdóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir með fimm mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir var með tíu skot varin í markinu. Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði sínum öðrum leik í röð í Lengju- bikarnum þegar liðið mætti Selfoss síðasta miðvikudag. Alfi Conteh Lacalle kom Selfyssingum í 1:0 á 54. mínútu en það reyndist eina mark leiksins. Byrjunarlið ÍBV var töluvert frábrugðið því sem tapaði 0:4 fyrir KR í umferðinni áður og er ljóst að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, er enn að finna út sitt sterkasta lið nú þegar rétt rúmur mánuður er í fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni. Eyjakonur lentu í honum kröppum strax í byrjun leiks þegar liðið mætti Þór/KA á sunnudaginn var en Sandra Stephany Mayor Gutierrez kom Akureyringunum yfir strax eftir sjö mínútna leik. Hún var síðan aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og tvöfaldaði forystuna. Mörkin urðu ekki fleiri og 0:2 tap Eyjakvenna staðreynd. Næsti leikur ÍBV í Lengjubikarnum er gegn Breiðabliki næstkomandi laugardag í fjögurra liða úrslitum A deildar. Fyrsti leikur ÍBV í Pepsi-deildinni verður síðan föstudaginn 28. apríl í Vestmannaeyjum en þá koma KR-ingar í heimsókn. Karate | Arnar með silfur í kata :: það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV, segir Ævar Austfjörð, þjálfari KFV Fótbolti | Lengjubikar kvk: þór/KA hafði betur Fótbolti | Lengjubikar kk: tap gegn Selfossi Handbolti | Olís-deild karla :: ÍBV 40 - Haukar 23: ótrúlegur 17 marka sigur Handbolti | Olís-deild kvenna: Svekkjandi gegn Stjörnunni ÍBV 25 15 3 7 725 67 33 FH 25 14 5 6 705 49 33 Haukar 25 16 1 8 758 60 33 Afturelding 25 13 3 9 674 -6 29 Valur 25 10 3 12 642 -11 23 Selfoss 25 10 2 13 723 -9 22 Grótta 25 9 3 13 633 -30 21 Fram 25 9 2 14 699 -35 20 Stjarnan 25 8 3 14 612 -47 19 Akureyri 25 7 3 15 611 -38 17 Olísdeild karla Theodór Sigurbjörnsson fór á kostum og skoraði 13 mörk. Mikael Magnússon vann til bronsverðlauna í sínum flokki. M yn d: Þ or st ei nn Y ng vi G uð m un ds so n Fram 19 16 1 2 469 64 33 Stjarnan 19 15 1 3 527 63 31 Haukar 19 10 0 9 451 1 20 Grótta 19 9 1 9 458 -1 19 ÍBV 19 8 1 10 502 5 17 Valur 19 8 0 11 458 1 16 Selfoss 19 5 0 14 488 -31 10 Fylkir 19 2 2 15 415 -102 6 Olísdeild kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.