Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Side 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
TVÆR FERÐIR Á DAG - ALLA DAGA
Frá Þorlákshöfn 11:45 19:15
Frá Vestmannaeyjum 08:00 15:30
Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 10-21
VöruVal góð
Verslun í
alfaraleið
Ný tilboð vikulega.
Heimsendingarþjónusta.
Opið frá 7:30 - 21:00 virka daga
og 10:00 - 21:00 um helgar.
SuShi frá Osushi
kemur til okkar föstudaga kl. 17.30.
Tökum niður pantanir!
s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is
hEiM AÐ DYRuM - kr. 1.920 á mán.
Með áskrift að Eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að
dyrum, af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum
eða tengist Eyjum á einn eða annan hátt.
Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt á
Eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu
líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið
og þær gerast.
NETÁSKRiFT - kr. 1.490 á mán.
Með netáskrift að Eyjafréttum ertu alltaf með blaðið við
hendina. Þú færðu aðgang að blaði Eyjafrétta á Eyjafrettir.
is þegar þér hentar, hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum
færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum
um leið og þær gerast.
Vertu með á nótunum og skráðu þig
í áskrift núna á eyjafrettir.is eða
í síma 481-1300.
ÞÚ FÆRÐ
MEiRA
ÁSKRiFTÍ
„Þetta snýst um allt það besta í
manneskjunni, en samt ekki,“ segir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
leikstjóri um sýninguna Sex í sveit
sem frumsýnd verður föstudaginn 7.
apríl. „Þetta er bara helgi sem fer úr
böndunum,“ heldur Guðjón áfram.
„Það eru hjón sem eiga þennan fína
sumarbústað og þau er svolítið að
fara á bak við hvort annað. Frúin þarf
að skreppa austur og á meðan nýtir
karlinn tækifærið og hringir í
viðhaldið og í kjölfarið verður mikill
ruglingur.“
Leikritið segir Guðjón margslungið
og einfalt á sama tíma og algjört
meistara þunnildi. „Ef það kemur
einhver inn á sviðið þá halda
áhorfendur að hann sé einhver annar
en hann er í raun og veru. Ofan á það
eru allir að reyna að gabba alla og
allir að reyna að ná sínu fram sem
eru ekki endilega alltaf góðar
fyrirætlanir. Leikritið er ofboðslega
vel skrifað, þetta eru sex persónur og
ég held að það sé ekki hægt að flækja
samband sex persóna meira en gert
er í þessu leikriti. Maður veit
einhvern veginn alltaf hvað er í gangi
en það getur reynst þrautinni þyngri
að setja það í orð, allir eru með
eitthvað í pokahorninu og allir eru að
halda framhjá öllum,“ segir Guðjón.
Plottið segir Guðjón vera langt frá
raunveruleikanum þó það eigi í
grunninn rætur sínar í harmleik fólks.
„Þetta er klárlega broslega hliðin af
þessum harmleik. Þetta er ofboðslega
vel skrifað en það er franska
leikskáldið Marc Camoletti sem gerir
það. Þetta leikrit hefur mjög oft verið
sett upp á Íslandi og í raun út um allt
land. Leikfélag Reykjavíkur setti
þetta upp eftirminnilega fyrir um 20
árum og það gekk og gekk. Við
höfum aðeins verið að uppfæra
leikritið og setja í nútímalegri búning
en það er t.d. talað um gulu línuna í
þýðingunni sem við erum að vinna
með og það man enginn eftir henni. Í
staðinn eru við að nota snjallsímafor-
rit og annað sem færir leikritið til
dagsins í dag,“ segir Guðjón.
Sagan og atburðarrásin helst þó
nokkuð óbreytt að sögn leikstjórans.
„Þetta er svo ofboðslega vel smíðað
og gott dæmi um það er að það er
eiginlega vonlaust að stytta leikritið
án þess að missa samhengið. Þetta er
svo viðkvæmt því plottið er svo
margslungið.“
„Undirbúningur hefur gengið vel og
hefur þetta verið mikil og skemmti-
leg vinna,“ segir Guðjón aðspurður
um efnið. „Ég hef sett mikla pressu á
krakkana um að vera skemmtileg og
fyndin og fá þau til að skora sjálf sig
á hólm. Textinn er alveg rosalega
mikill og það verður allt að komast
til skila, það er stóra áskorunin. Við
brutum þetta allt niður í litlar senur
þannig að það eru mjög snörp skipti.
En það má ekkert bregða út af,
farsinn er bara eins og íþróttagrein,“
segir Guðjón og bætir við að
vaxtarferlið hjá hverjum og einum
leikara sé í raun ástæðan fyrir því að
hann sé í þessum bransa. „Það gerist
eitthvað hjá þeim, þau mæta fyrst og
eru ferlega til baka en örfáum vikum
seinna hafa þau margfaldast og eru
20 cm hávaxnari á sviðinu og það er
bara virkilega gaman að sjá nýja
manneskju fæðast,“ segir Guðjón
sem lofar jafnframt mikilli skemmt-
un.
LV :: Leikritið Sex í sveit verður frumsýnt 7. apríl:
Farsi eins og hann
gerist bestur
:: Ekki hægt að flækja samband sex persóna meira
en gert er í þessu leikriti, segir leikstjórinn
:: Helgi sem fer úr böndunum
Einar KriStinn HElgaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Viktor Rittmüller, Guðjón Þorsteinn og Unnur í nýju sætunum í sal leikhússins.