Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Page 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Velheppnuð flugslysaæfing frumkVöðlar frá eyjum >> 13 Í fallegum litum >> 8 >> 12 Vestmannaeyjum 12. apríl 2017 :: 44. árg. :: 15. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Skýringin á rafmagnsleysinu á fimmtudaginn er bilun í Vest- mannaeyjastreng 3 sem er nýjasti rafmagnsstrengurinn af þremur sem lagðir hafa verið til Eyja. Búið er að staðsetja bilunina og er verið að undirbúa viðgerð. Á meðan er hitaveitan keyrð með olíu og unnið er að því að koma fleiri ljósavélum til Vestmanna- eyja. Strengurinn heyrir undir Landsnet sem undirbýr aðgerðir. „Staðan eins og hún er núna er að bilanagreining á strengnum hefur farið fram og allt bendir til þess að bilunin sé staðsett neðansjávar í um 6.2 km frá Eyjum,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets þegar rætt var við hana í gær. „Verið er að vinna eftir aðgerðaráætlun og búið er að hafa samband við framleiðanda og verið að undirbúa viðgerð. Á þessu stigi er ekki vitað hvað olli biluninni. Bilunin kom fram nokkrum dögum eftir að spenna á strengnum var hækkuð úr 33 kV í 66 kV.“ Steinunn segir að líklega liggi strengurinn á 50 metra dýpi þar sem bilunin er talin vera. „Taka þarf strenginn upp og fá til þess sérstakt viðgerðarskip erlendis frá og mun ferlið taka nokkur tíma, veður og sjólag geta haft veruleg áhrif á tímalengd viðgerðar. Búið er að hafa samband við sérfræðinga á Norður- löndum með mikla reynslu í lausn vandamála varðandi sæstrengi. Unnið er að því að koma auknu varaafli til Vestmanneyja með færanlegum varaaflstöðvum. Forgangsorka kemur frá sæstrengn- um VM1 og gert er ráð fyrir því að einnig sé til staðar nægjanlegt varaafl til að tryggja forgangsorku ef upp koma vandamál með orkuflutning frá landi.“ Kostnaður við viðgerðina liggur ekki fyrir en Steinunn segir ljóst að hún verði mjög dýr. „Teymi frá kapalframleiðandanum, verksmiðj- unni, er komið til landsins og funda með okkur í dag og munu taka þátt í að greina og undirbúa viðgerð. Nánari upplýsingar liggja vonandi fyrir eftir fundinn í dag,“ sagði Steinunn að endingu. „Þetta er grafalvarlegt mál fyrir hitaveituna. Við fáum enga ótrygga orku á rafskautaketilinn og hita- veitan er öll keyrð á olíu,“ sagði Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum. „Aftur á móti er VM1 í rekstri, en hann flytur ekki nema 7,5 MW. Eins og er, þá þurfum við ekki að keyra ljósa- vélarnar með þessu. VM1 er frá 1962 og er orðinn ansi gamall. Til vonar og vara, er Landsnet að senda til Eyja fimm ljósavélar. Við verðum þá með 14 ljósvélar allt í allt.“ Alvarleg staða í orkumálum eftir að rafstrengur bilaði: Hitaveitan keyrð á olíu og fimm ljósavélum bætt við :: Bilun á 50 m dýpi :: Þarf sérstakt viðgerðarskip :: Óvíst hvenær viðgerð lýkur „Þetta er farsi eins og þeir gerast bestir, uppfullur af endalausum misskilningi, vandræðagangi, hagræðingu sannleikans, orðaleikjum og því sem mestu máli skiptir, sprenghlægilegum húmor,“ segir Helena Pálsdóttir, leikhúsrýnir Eyjafrétta um uppfærslu LV á Sex í sveit sem frumsýnt var á föstudaginn. >> Sjá bls. 14.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.